Fótbolti

Ásgerður: Ekki mikið um gras í Garðabæ

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Hún var bara góð. Ég hefði verið stressuð ef ég væri 18 ára en ég er 26 ára þannig ég var ekkert stressuð,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, leikmaður Stjörnunnar og kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir æfingu á Algarve í dag.

Ásgerður spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd í gær þegar liðið tapaði fyrir Evrópumeisturum Þýskalands á Algarve-mótinu, 5-0.

Þó úrslitin í fyrsta leik voru svekkjandi hefur Ásgerður gaman af verunni á Algarve og ekki skemmir fyrir að komast á gras en eins og flestir vita leikur Stjarnan á gervigrasi.

„Það er bara gaman. Hér eru frábærar aðstæður og gott að komast á gras. Það er ekki mikið um gras í Garðabænum,“ sagði hún létt í bragði en hvernig líst henni á leikinn á morgun gegn Noregi.

„Ég hlakka til að mæta Noregi á morgun. Það verður hörkuleikur. Þær koma eflaust brjálaðar í leikinn á morgun.“

Allt viðtalið sem Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, tók á Algarve í dag má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ásgerður og Soffía byrja báðar inná í sínum fyrsta landsleik

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, og Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, fyrrum leikmaður Stjörnuliðsins eru báðar í byrjunarliði Íslands sem mætir Þýskalandi í dag í fyrsta leik sínum á Algarve-mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×