Pedersen: Mun bæta aðeins við sóknarleik Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. mars 2014 12:45 Craig Pedersen er nýr landsliðsþjálfari karla í körfubolta. Mynd/KKÍ Craig Pedersen, Kanadamaður sem þjálfar Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta, var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands. Í viðtali við vefmiðilinn DK4Sport ræðir hann nýja starfið líkt og hann gerði við Fréttablaðið þegar hann var ráðinn.Arnar Guðjónsson, eða AG eins og Pedersen kallar hann, átti stóran þátt í ráðningu Pedersens en hann er aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og hjá landsliðinu. „AG sagði mér að Íslendingarnir hefðu áhuga á að tala við mig. Þeir ætluðu að ræða við 3-6 menn og ég væri einn þeirra. Ég ræddi við sambandið á Skype og það hringdi til Danmerkur og spurði menn um mig. Ég vil bara þakka hlý orð frá öðrum leikmönnum í deildinni og frá öðrum þjálfurum,“ segir Pedersen. Pedersen er búinn að vera í Danmörku frá árinu 1989 en hann kom fyrst sem leikmaður áður en hann gerðist þjálfari. Hann ætlaði sér aldrei að vera svo lengi. „Fyrst þegar ég kom ætlaði ég að vera í eitt ár og fara svo heim og kenna í menntaskóla. En síðan naut ég verunnar og hélt áfram að bæta mig sem leikmaður. Mér datt ekki í hug að ég yrði hérna svona lengi en ég er heppinn að hafa upplifað margt skemmtilegt í gegnum körfuboltann. Þegar maður hugsar til baka er þetta magnað,“ segir Pedersen. KKÍ tjáði Pedersen að það vildi að næsti þjálfari myndi halda áfram á sömu braut og Peter Öqvist var með liðið á en Ísland tók stórstigum framförum undir stjórn Svíans. „Áður en ég samþykkti það horfði ég á nokkra leiki. Í sókn og vörn er liðið að gera nákvæmlega það sem ég myndi vilja að liðið geri. Það eru samt nokkrir hlutir í sókninni sem ég vil bæta við og þannig mun ég reyna gera liðið betra,“ segir Kanadamaðurinn. Ísland á leiki gegn Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015 í sumar og hlakkar Pedersen mikið til að takast á við það verkefni. „Við munum finna út hvort liðin séu með sömu þjálfara og ná þannig að kynna okkur liðin fyrr en ella. Það er öðruvísi að þjálfa íslenska liðið því maður getur ekkert dælt boltanum inn í teiginn á stráka sem eru 190cm í baráttunni við yfir tveggja metra menn. Það þarf að finna aðrar leiðir til að vinna þessi lið,“ segir Craig Pedersen.Hér er hægt að hlusta á allt viðtalið. Kynningin er á dönsku en viðtalið á ensku. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira
Craig Pedersen, Kanadamaður sem þjálfar Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta, var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands. Í viðtali við vefmiðilinn DK4Sport ræðir hann nýja starfið líkt og hann gerði við Fréttablaðið þegar hann var ráðinn.Arnar Guðjónsson, eða AG eins og Pedersen kallar hann, átti stóran þátt í ráðningu Pedersens en hann er aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og hjá landsliðinu. „AG sagði mér að Íslendingarnir hefðu áhuga á að tala við mig. Þeir ætluðu að ræða við 3-6 menn og ég væri einn þeirra. Ég ræddi við sambandið á Skype og það hringdi til Danmerkur og spurði menn um mig. Ég vil bara þakka hlý orð frá öðrum leikmönnum í deildinni og frá öðrum þjálfurum,“ segir Pedersen. Pedersen er búinn að vera í Danmörku frá árinu 1989 en hann kom fyrst sem leikmaður áður en hann gerðist þjálfari. Hann ætlaði sér aldrei að vera svo lengi. „Fyrst þegar ég kom ætlaði ég að vera í eitt ár og fara svo heim og kenna í menntaskóla. En síðan naut ég verunnar og hélt áfram að bæta mig sem leikmaður. Mér datt ekki í hug að ég yrði hérna svona lengi en ég er heppinn að hafa upplifað margt skemmtilegt í gegnum körfuboltann. Þegar maður hugsar til baka er þetta magnað,“ segir Pedersen. KKÍ tjáði Pedersen að það vildi að næsti þjálfari myndi halda áfram á sömu braut og Peter Öqvist var með liðið á en Ísland tók stórstigum framförum undir stjórn Svíans. „Áður en ég samþykkti það horfði ég á nokkra leiki. Í sókn og vörn er liðið að gera nákvæmlega það sem ég myndi vilja að liðið geri. Það eru samt nokkrir hlutir í sókninni sem ég vil bæta við og þannig mun ég reyna gera liðið betra,“ segir Kanadamaðurinn. Ísland á leiki gegn Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015 í sumar og hlakkar Pedersen mikið til að takast á við það verkefni. „Við munum finna út hvort liðin séu með sömu þjálfara og ná þannig að kynna okkur liðin fyrr en ella. Það er öðruvísi að þjálfa íslenska liðið því maður getur ekkert dælt boltanum inn í teiginn á stráka sem eru 190cm í baráttunni við yfir tveggja metra menn. Það þarf að finna aðrar leiðir til að vinna þessi lið,“ segir Craig Pedersen.Hér er hægt að hlusta á allt viðtalið. Kynningin er á dönsku en viðtalið á ensku.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Sjá meira
Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25