Patriots samdi við Revis | Ekki minnkar rígurinn við Jets Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 15:30 Darrelle Revis er farinn til New England. Vísir/Getty New England Patriots var ekki lengi að fylla bakvarðarstöðuna sem AqibTalib skildi eftir sig þegar hann fór nokkuð óvænt til Denver Broncos í fyrradag. Eftir að Tampa Bay Buccaneers losaði sig DarrelleRevis í gær, einn besta bakvörð í sögu deildarinnar, stökk Patriots á hann og gerði við Revis eins árs samning sem færir honum tólf milljónir dollara í tekjur. Hann verður því áfram launahæsti bakvörðurinn í deildinni en Tampa Bay gerði við hann sex ára samning upp á 96 milljónir dollara síðasta sumar. Það reyndi að fá eitthvað fyrir Revis en þegar ekkert lið vildi taka við samningnum hans þurfti það að losa leikmanninn frá liðinu. Þessi félagaskipti skvetta svo sannarlega olíu á eldinn í rígnum á milli Patriots og Jets en liðunum er vægast sagt illa við hvort annað. Þau spila í sama riðli og mætast því tvisvar á ári en Revis hefur hrellt Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, um árabil. Revis sleit krossband árið 2013 en sneri aftur og spilaði með Tampa Bay á síðustu leiktíð. Hann var ekki 100 prósent heill en var engu að síður valinn í stjörnuleikinn. Hann náði 50 tæklingum, komst tvisvar sinn í sendingu og sló ellefu aðrar sendingar úr höndum mótherja í ellefu leikjum með Tampa Bay í fyrra. NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
New England Patriots var ekki lengi að fylla bakvarðarstöðuna sem AqibTalib skildi eftir sig þegar hann fór nokkuð óvænt til Denver Broncos í fyrradag. Eftir að Tampa Bay Buccaneers losaði sig DarrelleRevis í gær, einn besta bakvörð í sögu deildarinnar, stökk Patriots á hann og gerði við Revis eins árs samning sem færir honum tólf milljónir dollara í tekjur. Hann verður því áfram launahæsti bakvörðurinn í deildinni en Tampa Bay gerði við hann sex ára samning upp á 96 milljónir dollara síðasta sumar. Það reyndi að fá eitthvað fyrir Revis en þegar ekkert lið vildi taka við samningnum hans þurfti það að losa leikmanninn frá liðinu. Þessi félagaskipti skvetta svo sannarlega olíu á eldinn í rígnum á milli Patriots og Jets en liðunum er vægast sagt illa við hvort annað. Þau spila í sama riðli og mætast því tvisvar á ári en Revis hefur hrellt Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, um árabil. Revis sleit krossband árið 2013 en sneri aftur og spilaði með Tampa Bay á síðustu leiktíð. Hann var ekki 100 prósent heill en var engu að síður valinn í stjörnuleikinn. Hann náði 50 tæklingum, komst tvisvar sinn í sendingu og sló ellefu aðrar sendingar úr höndum mótherja í ellefu leikjum með Tampa Bay í fyrra.
NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira