Gróði af túnfiskeldi í Mexíkó nýttur í viðreisn Siglufjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2014 19:00 Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. Þeir sem horfa á milljarða fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði þessi misserin spyrja sig: Hvaðan fær maðurinn alla þessa peninga? Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar Róbert þessari spurningu; hann segir að nánast allt sé hagnaður af verkefnum erlendis. „Við vorum í uppsjávarfiski, veiðum og vinnslu í Mexíkó. Við vorum í laxeldi í Chile. Við vorum í túnfiskeldi í Mexíkó. Og svo vorum við með aðrar fjárfestingar fyrir utan þetta erlendis. Og verðum við ekki bara að segja það að okkur hafi bara gengið vel,” segir Róbert. Hann segist þó hafa tapað á sumu en grætt vel á öðru, einkum túnfiskeldinu, en það fer þannig fram að ungur fiskur er veiddur í net en síðan fluttur lifandi í eldiskvíar þar sem hann er alinn upp í sláturstærð.Hagnaður af túnfiskinum árið 2010 var eins og að detta í lukkupottinn, segir Róbert.„Við vorum einstaklega heppnir árið 2010, gerðum eina bestu vertíð í sögu túnfiskveiða, á bláuggatúnfiski í Mexíkó, og seldum okkur þá út úr fyrirtækinu. Það var eins og hálfgerður lukkupottur.” -Er þetta þá túnfiskgróðinn? „Nei, þetta er meira uppsöfnuð verkefni í gegnum árin. sem er eiginlega verið bara að selja til þess að afraksturinn af þessum árangri í gegnum árin lendi hér norður undir heimskautsbaug, á Siglufirði.” Í þættinum „Um land allt”, sem sýndur verður á Stöð 2 klukkan 19.20 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, skýrir Róbert frá því hversvegna hann flutti óvænt frá Íslandi fyrir tíu árum eftir að hafa gert hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands. Einnig verður rætt við fleiri Siglfirðinga um þá endurreisn sem bærinn er nú að ganga í gegnum. Þetta verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér. Fiskeldi Fjallabyggð Mexíkó Um land allt Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Einstakur hagnaður af túnfiskeldi í Mexíkó fyrir fjórum árum, sem var eins og lukkupottur, er helsta uppspretta þeirra fjármuna sem Róbert Guðfinnsson notar nú til uppbyggingar á Siglufirði. Þeir sem horfa á milljarða fjárfestingar Róberts Guðfinnssonar á Siglufirði þessi misserin spyrja sig: Hvaðan fær maðurinn alla þessa peninga? Í þættinum „Um land allt” annaðkvöld svarar Róbert þessari spurningu; hann segir að nánast allt sé hagnaður af verkefnum erlendis. „Við vorum í uppsjávarfiski, veiðum og vinnslu í Mexíkó. Við vorum í laxeldi í Chile. Við vorum í túnfiskeldi í Mexíkó. Og svo vorum við með aðrar fjárfestingar fyrir utan þetta erlendis. Og verðum við ekki bara að segja það að okkur hafi bara gengið vel,” segir Róbert. Hann segist þó hafa tapað á sumu en grætt vel á öðru, einkum túnfiskeldinu, en það fer þannig fram að ungur fiskur er veiddur í net en síðan fluttur lifandi í eldiskvíar þar sem hann er alinn upp í sláturstærð.Hagnaður af túnfiskinum árið 2010 var eins og að detta í lukkupottinn, segir Róbert.„Við vorum einstaklega heppnir árið 2010, gerðum eina bestu vertíð í sögu túnfiskveiða, á bláuggatúnfiski í Mexíkó, og seldum okkur þá út úr fyrirtækinu. Það var eins og hálfgerður lukkupottur.” -Er þetta þá túnfiskgróðinn? „Nei, þetta er meira uppsöfnuð verkefni í gegnum árin. sem er eiginlega verið bara að selja til þess að afraksturinn af þessum árangri í gegnum árin lendi hér norður undir heimskautsbaug, á Siglufirði.” Í þættinum „Um land allt”, sem sýndur verður á Stöð 2 klukkan 19.20 annaðkvöld, þriðjudagskvöld, skýrir Róbert frá því hversvegna hann flutti óvænt frá Íslandi fyrir tíu árum eftir að hafa gert hallarbyltingu í stærsta fyrirtæki Íslands. Einnig verður rætt við fleiri Siglfirðinga um þá endurreisn sem bærinn er nú að ganga í gegnum. Þetta verður síðari þáttur af tveimur en þann fyrri má sjá hér.
Fiskeldi Fjallabyggð Mexíkó Um land allt Tengdar fréttir Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15 Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00 Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Róbert tók 114 milljónir út, setur núna 3 milljarða inn Róbert Guðfinnsson er að setja yfir þrjá milljarða króna í sinn gamla heimabæ, Siglufjörð. Hann byggir upp ferðaþjónustu, líftæknifyrirtæki, áformar efnaverksmiðju og býr til golfvöll og skíðasvæði fyrir eigin reikning. 1. apríl 2014 21:15
Róbert vonast til að skapa hundrað störf á Siglufirði Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson skoðar nú með Landsvirkjun hagkvæmni þess að reisa efnaverksmiðju á Siglufirði, sem myndi framleiða sóta, sýru, klór og vetni. 6. apríl 2014 20:00
Hótel nýjasta viðbótin í viðreisn Siglufjarðar Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur hafið smíði hótels á Siglufirði með gistirými fyrir allt að 140 gesti. 31. mars 2014 21:00