Meistararnir byrja gegn Green Bay Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2014 13:45 Golden Tate grípur hér "Fail Mary" sendinguna frá Russel Wilson. Vísir/Getty Leikjáætlun næsta tímabils í NFL-deildinni var opinberuð í gærkvöldi en hennar hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Að venju spila ríkjandi meistarar opnunarleik tímabilsins á heimavelli og fær Seattle Seahawks þá Aaron Rodgers og félaga í Green Bay Packers í heimsókn. Leikurinn fer fram þann 4. september. Stuðningsmenn Green Bay eiga þó afar slæmar minningar frá síðasta leik liðanna en hann er löngu orðinn frægur fyrir þau áhrif sem dómarar leiksins höfðu á úrslitin. Dómarar í NFL-deildinni voru þá í verkfalli og voru aðrir og mun óreyndari dómarar fengnir til að starfa í þeirra stað á meðan verkfallið stóð yfir. Það stefndi í sigur Green Bay í leiknum þegar Golden Tate, sem er nú kominn til Detroit Lions, greip sendingu Russell Wilson í endamarkinu á lokasekúndum leiksins. Snertimarkið átti þó aldrei að standa gilt þar sem Tate braut af sér áður en hann greip boltann. Meðal annarra viðureigna í fyrstu umferðinni má nefna leik Denver Broncos gegn Indianapolis Colts en þar mætir Peyton Manning, leikstjórnandi Broncos, sínu gamla liði á heimavelli. Þrír leikir fara fram í Lundúnum þetta tímabilið og þá bíða margir spenntir eftir þeim þremur leikjum sem fara fram um þakkagjörðarhátíðina í Bandaríkjunum.Lundúnarleikirnir: Miami - Oakland (28. september) Detroit - Atlanta (26. október) Dallas - Jacksonville (9. nóvember)Þakkagjörðarhátíðin 27. nóvember: Detroit - Chicago Dallas - Philadelphia San Francisco - SeattleSjá dagskrána. NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Leikjáætlun næsta tímabils í NFL-deildinni var opinberuð í gærkvöldi en hennar hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Að venju spila ríkjandi meistarar opnunarleik tímabilsins á heimavelli og fær Seattle Seahawks þá Aaron Rodgers og félaga í Green Bay Packers í heimsókn. Leikurinn fer fram þann 4. september. Stuðningsmenn Green Bay eiga þó afar slæmar minningar frá síðasta leik liðanna en hann er löngu orðinn frægur fyrir þau áhrif sem dómarar leiksins höfðu á úrslitin. Dómarar í NFL-deildinni voru þá í verkfalli og voru aðrir og mun óreyndari dómarar fengnir til að starfa í þeirra stað á meðan verkfallið stóð yfir. Það stefndi í sigur Green Bay í leiknum þegar Golden Tate, sem er nú kominn til Detroit Lions, greip sendingu Russell Wilson í endamarkinu á lokasekúndum leiksins. Snertimarkið átti þó aldrei að standa gilt þar sem Tate braut af sér áður en hann greip boltann. Meðal annarra viðureigna í fyrstu umferðinni má nefna leik Denver Broncos gegn Indianapolis Colts en þar mætir Peyton Manning, leikstjórnandi Broncos, sínu gamla liði á heimavelli. Þrír leikir fara fram í Lundúnum þetta tímabilið og þá bíða margir spenntir eftir þeim þremur leikjum sem fara fram um þakkagjörðarhátíðina í Bandaríkjunum.Lundúnarleikirnir: Miami - Oakland (28. september) Detroit - Atlanta (26. október) Dallas - Jacksonville (9. nóvember)Þakkagjörðarhátíðin 27. nóvember: Detroit - Chicago Dallas - Philadelphia San Francisco - SeattleSjá dagskrána.
NFL Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira