Tekst Grindvíkingum loks að vinna KR í lokaúrslitum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2014 11:27 Vísir//Daníel Sem kunnugt er hefst rimma KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld, en flautað verður til leiks í DHL-höll þeirra KR-inga kl. 19:15. Þetta er í þriðja sinn sem KR og Grindavík mætast í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Fyrsta rimma þeirra fór fram vorið 2000. Grindavík endaði í þriðja sæti Epson-deildarinnar (eins og efsta deild hét þá) og sló Keflavík og Hauka út á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR-ingar höfnuðu hins vegar í fimmta sæti í deildinni og tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigrum á Tindastóli og Njarðvík. Grindavík tók forystuna í einvígi liðanna með 67-64 sigri á heimavelli, en KR svaraði fyrir sig með stórsigri, 83-55, í Vesturbænum. Fyrir einvígið var ljóst að KR-ingar þyrftu að vinna leik í Grindavík ef þeir ætluðu sér titilinn, og það tókst þeim í þriðja leiknum. Lokatölur urðu 89-78, KR í vil. KR-ingar tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn, þann níunda í sögu félagsins, með 20 stiga sigri, 83-63, á heimavelli í leik fjögur. Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR-inga, var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar, en þjálfari Vesturbæinga var Ingi Þór Steinþórsson - sem gerði kvennalið Snæfells að Íslandsmeisturum í fyrsta skipti á dögunum - en hann var þarna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks.Vísir/DaníelKR og Grindavík mættust svo aftur níu árum seinna, árið 2009, í eftirminnilegri og frábærri úrslitarimmu. KR tefldi fram gríðarlega sterku liði á þessum tíma, en fyrir tímabilið höfðu þeir Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon snúið heim í Vesturbæinn úr atvinnumennsku. Þeir tveir fyrstnefndu höfðu verið í Íslandsmeistaraliðinu árið 2000, en þeir voru þá að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. KR varð deildarmeistari eftir að hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum á tímabilinu, en líkt og í ár var Grindavík eina liðið sem tókst að vinna KR í deildarkeppninni. KR-ingar héldu svo uppteknum hætti í úrslitakeppninni og sópuðu Breiðabliki og Keflavík út. Grindvíkingar fóru sömuleiðis nokkuð örugglega í gegnum ÍR og Snæfell á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR vann fyrsta leikinn í DHL-höllinni 88-84, en Grindvíkingar jöfnuðu metin með tólf stiga sigri, 100-88, í leik tvö. Þeir tóku svo frumkvæðið í einvíginu með 107-94 sigri í DHL-höllinni, en Nick Bradford fór á kostum í leiknum og skoraði 47 stig. KR-ingar náðu vopnum sínum á ný með 11 stiga sigri, 94-83, í Röstinni og því var ljóst að úrslitin myndu ráðast í oddaleik í Vesturbænum. Oddaleikurinn var þrunginn spennu og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. KR-ingar leiddu nær allan leikinn, en Grindvíkingar voru aldrei langt undan og fengu möguleika til að vinna leikinn í lokasókn sinni. Þeim tókst hins vegar ekki að koma skoti á körfuna og KR-ingar fögnuðu því Íslandsmeistaratitlinum í annað sinn á þremur árum.Benedikt Guðmundsson stýrði KR-ingum til beggja þessara Íslandsmeistaratitla, en honum til aðstoðar seinna árið var áðurnefndur Ingi Þór Steinþórsson. Það kemur svo í ljós á næstu dögum hvort KR-ingar hafi betur í þriðja skiptið eða hvort Grindvíkingum takist að rjúfa hefðina og vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitill á jafnmörgum árum.Vísir//DaníelVísir//Daníel Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira
Sem kunnugt er hefst rimma KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld, en flautað verður til leiks í DHL-höll þeirra KR-inga kl. 19:15. Þetta er í þriðja sinn sem KR og Grindavík mætast í lokaúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Fyrsta rimma þeirra fór fram vorið 2000. Grindavík endaði í þriðja sæti Epson-deildarinnar (eins og efsta deild hét þá) og sló Keflavík og Hauka út á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR-ingar höfnuðu hins vegar í fimmta sæti í deildinni og tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigrum á Tindastóli og Njarðvík. Grindavík tók forystuna í einvígi liðanna með 67-64 sigri á heimavelli, en KR svaraði fyrir sig með stórsigri, 83-55, í Vesturbænum. Fyrir einvígið var ljóst að KR-ingar þyrftu að vinna leik í Grindavík ef þeir ætluðu sér titilinn, og það tókst þeim í þriðja leiknum. Lokatölur urðu 89-78, KR í vil. KR-ingar tryggðu sér svo Íslandsmeistaratitilinn, þann níunda í sögu félagsins, með 20 stiga sigri, 83-63, á heimavelli í leik fjögur. Ólafur Jón Ormsson, fyrirliði KR-inga, var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar, en þjálfari Vesturbæinga var Ingi Þór Steinþórsson - sem gerði kvennalið Snæfells að Íslandsmeisturum í fyrsta skipti á dögunum - en hann var þarna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari meistaraflokks.Vísir/DaníelKR og Grindavík mættust svo aftur níu árum seinna, árið 2009, í eftirminnilegri og frábærri úrslitarimmu. KR tefldi fram gríðarlega sterku liði á þessum tíma, en fyrir tímabilið höfðu þeir Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson og Helgi Már Magnússon snúið heim í Vesturbæinn úr atvinnumennsku. Þeir tveir fyrstnefndu höfðu verið í Íslandsmeistaraliðinu árið 2000, en þeir voru þá að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. KR varð deildarmeistari eftir að hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum á tímabilinu, en líkt og í ár var Grindavík eina liðið sem tókst að vinna KR í deildarkeppninni. KR-ingar héldu svo uppteknum hætti í úrslitakeppninni og sópuðu Breiðabliki og Keflavík út. Grindvíkingar fóru sömuleiðis nokkuð örugglega í gegnum ÍR og Snæfell á leið sinni í úrslitaeinvígið. KR vann fyrsta leikinn í DHL-höllinni 88-84, en Grindvíkingar jöfnuðu metin með tólf stiga sigri, 100-88, í leik tvö. Þeir tóku svo frumkvæðið í einvíginu með 107-94 sigri í DHL-höllinni, en Nick Bradford fór á kostum í leiknum og skoraði 47 stig. KR-ingar náðu vopnum sínum á ný með 11 stiga sigri, 94-83, í Röstinni og því var ljóst að úrslitin myndu ráðast í oddaleik í Vesturbænum. Oddaleikurinn var þrunginn spennu og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. KR-ingar leiddu nær allan leikinn, en Grindvíkingar voru aldrei langt undan og fengu möguleika til að vinna leikinn í lokasókn sinni. Þeim tókst hins vegar ekki að koma skoti á körfuna og KR-ingar fögnuðu því Íslandsmeistaratitlinum í annað sinn á þremur árum.Benedikt Guðmundsson stýrði KR-ingum til beggja þessara Íslandsmeistaratitla, en honum til aðstoðar seinna árið var áðurnefndur Ingi Þór Steinþórsson. Það kemur svo í ljós á næstu dögum hvort KR-ingar hafi betur í þriðja skiptið eða hvort Grindvíkingum takist að rjúfa hefðina og vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitill á jafnmörgum árum.Vísir//DaníelVísir//Daníel
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Sjá meira