Fótbolti

Rúrik lék lokamínúturnar fyrir FCK

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúrik Gíslason er leikmaður FC Kaupmannahafnar.
Rúrik Gíslason er leikmaður FC Kaupmannahafnar. Vísir/Getty
Brondby IF og FC Kaupmannahöfn gerðu 1-1 jafntefli í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Jose Ariel Nunez kom Brondby yfir á 73. mínútu, en Thomas Delaney jafnaði metin á lokamínútu leiksins. rikGíslason kom inn á sem varamaður hjá FCK þegar 14 mínútur voru eftir af leiknum.

Þá lék EyjólfurHéðinsson síðustu sex mínúturnar þegar FC Midtjylland lagði FC Vestsjælland á heimavelli með þremur mörkum gegn einu. Jakob Poulsen, Duncan og Marco Tejmer Larsen skoruðu mörk Midtjylland, en Rasmus Festersen skoraði eina mark Vestsjælland úr vítaspyrnu.

Midtjylland og AaB Álaborg eru nú bæði með 55 stig á toppi deildarinnar, en Midtjylland situr í 1. sæti vegna hagstæðari markatölu. FCK kemur síðan í þriðja sæti með 47 stig.


Tengdar fréttir

Hallgrímur lék í sigri SønderjyskE

Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir SønderjyskE sem bar sigurorð af Viborg á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×