Flýtimeðferð - já takk! Elsa Lára Arnardóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2014 13:19 Nú hefur Verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skilað af sér vinnu sinni og fyrirséð er að miklar breytingar mun verða á núverandi húsnæðiskerfi. Lánafyrirkomulag breytist og stefnt er að því að öll húsnæðislán verði óverðtryggð. Óvissa ríkir enn um lögmæti verðtryggðra húsnæðislána og slík óvissa er slæm fyrir heimilin. Mikilvægt er að dómsmál varðandi lögmæti verðtryggingar fái flýtimeðferð í dómskerfinu svo fólk geti áttað sig á stöðu sinni og gert framtíðaráætlanir.Burt með verðtrygginguna Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað af sér og niðurstöður þeirrar vinnu eru m.a. þær að tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem lánveitingar til húsnæðiskaupa fara í gegnum sérstök og sérhæfð húsnæðislánafélög. Jafnframt kemur það fram að húsnæðisláni til framtíðar verði óverðtryggð, enda hafi nauðsynlegar kerfisbreytingar og mótvægisaðgerðir gert það kleift. Afar ánægjulegt er að sjá að verðtrygging á nýjum húsnæðislánum muni heyra sögunni til. Það mun án efa styrkja stöðu heimilanna og koma í veg fyrir að verðtryggingin muni soga til sín eignahluta fjölda heimila og flytja yfir til fjármálastofnanna.Eru verðtryggð lán lögmæt? Það er staðreynd að stór hluti íslenskra heimila eru með verðtryggð húsnæðislán. Lán sem hafa hækkað upp úr öllu valdi sökum verðtryggingar og óða verðbólgu. Skuldaaðgerðir Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins koma á móts við heimilin og munu leiðrétta þann forsendubrest sem hér varð. Enn verður þeirri spurningu ósvarað, það er hvort verðtryggð lán séu yfir höfuð lögmæt. En fyrir dómstólum eru nú mál er snúa að lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum.Heimilin í járnum Talsvert margir sem nú eru með verðtryggð lán hafa hug á því að koma þeim yfir í óverðtryggð lán. Sérstaklega þegar ákveðnar kerfisbreytingar hafa verið gerðar á húsnæðislánamarkaði og mótvægisaðgerðir vegna hærri greiðslubyrgði lána hafa verið tryggðar. Hins vegar bíða margir eftir því hver niðurstaða þeirra dómsmála verður er snýr að lögmæti verðtryggingarinnar og gera engar breytingar á lánum sínum fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Á meðan eru heimili landsins í óvissu um stöðu sína, sem er slæmt og við þessar aðstæður heldur verðtryggingin vægi sínu á lánamarkaði, sem er ekki óskastaða fyrir heimilin. Við því þarf að bregðast.Flýtimeðferð samþykkt á Alþingi Í þessu samhengi er afar mikilvægt að þau mál sem eru í gangi varðandi lögmæti verðtryggingarinnar, fái flýtimeðferð í gegnum dómskerfið. Í fyrra sumar var samþykkt á Alþingi frumvarp sem tekur einmitt til þess, að gefa fordæmisgefandi málum er tengjast skuldamálum heimilanna, hraðari meðferð í gegnum dómskerfið. Þar er lagt til að í þeim dómsmálum þar sem ágreiningur er uppi um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla, vísitölu eða uppgjöri slíkra skuldbindinga, skuli hraða meðferð mála og veita þeim forgang fram yfir önnur mál sem bíða meðferðar hjá dómstólum. Í því felst að dómari sjái til þess að allir frestir í máli séu eins stuttir og mögulegt er og að dómur sé kveðinn upp hið fyrsta. Á þetta bæði við um mál sem rekin eru fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Það er skoðun okkar að dómsmál er varða lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum fái þessa flýtimeðferð sem lögin kveða á um. Þá fyrst vitum við raunverulega hverju við þurfum að bregðast við. Lán hafa verið dæmd ólögleg, það getur gerst aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú hefur Verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skilað af sér vinnu sinni og fyrirséð er að miklar breytingar mun verða á núverandi húsnæðiskerfi. Lánafyrirkomulag breytist og stefnt er að því að öll húsnæðislán verði óverðtryggð. Óvissa ríkir enn um lögmæti verðtryggðra húsnæðislána og slík óvissa er slæm fyrir heimilin. Mikilvægt er að dómsmál varðandi lögmæti verðtryggingar fái flýtimeðferð í dómskerfinu svo fólk geti áttað sig á stöðu sinni og gert framtíðaráætlanir.Burt með verðtrygginguna Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála hefur skilað af sér og niðurstöður þeirrar vinnu eru m.a. þær að tekið verði upp nýtt húsnæðislánakerfi þar sem lánveitingar til húsnæðiskaupa fara í gegnum sérstök og sérhæfð húsnæðislánafélög. Jafnframt kemur það fram að húsnæðisláni til framtíðar verði óverðtryggð, enda hafi nauðsynlegar kerfisbreytingar og mótvægisaðgerðir gert það kleift. Afar ánægjulegt er að sjá að verðtrygging á nýjum húsnæðislánum muni heyra sögunni til. Það mun án efa styrkja stöðu heimilanna og koma í veg fyrir að verðtryggingin muni soga til sín eignahluta fjölda heimila og flytja yfir til fjármálastofnanna.Eru verðtryggð lán lögmæt? Það er staðreynd að stór hluti íslenskra heimila eru með verðtryggð húsnæðislán. Lán sem hafa hækkað upp úr öllu valdi sökum verðtryggingar og óða verðbólgu. Skuldaaðgerðir Framsóknar – og Sjálfstæðisflokksins koma á móts við heimilin og munu leiðrétta þann forsendubrest sem hér varð. Enn verður þeirri spurningu ósvarað, það er hvort verðtryggð lán séu yfir höfuð lögmæt. En fyrir dómstólum eru nú mál er snúa að lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum.Heimilin í járnum Talsvert margir sem nú eru með verðtryggð lán hafa hug á því að koma þeim yfir í óverðtryggð lán. Sérstaklega þegar ákveðnar kerfisbreytingar hafa verið gerðar á húsnæðislánamarkaði og mótvægisaðgerðir vegna hærri greiðslubyrgði lána hafa verið tryggðar. Hins vegar bíða margir eftir því hver niðurstaða þeirra dómsmála verður er snýr að lögmæti verðtryggingarinnar og gera engar breytingar á lánum sínum fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Á meðan eru heimili landsins í óvissu um stöðu sína, sem er slæmt og við þessar aðstæður heldur verðtryggingin vægi sínu á lánamarkaði, sem er ekki óskastaða fyrir heimilin. Við því þarf að bregðast.Flýtimeðferð samþykkt á Alþingi Í þessu samhengi er afar mikilvægt að þau mál sem eru í gangi varðandi lögmæti verðtryggingarinnar, fái flýtimeðferð í gegnum dómskerfið. Í fyrra sumar var samþykkt á Alþingi frumvarp sem tekur einmitt til þess, að gefa fordæmisgefandi málum er tengjast skuldamálum heimilanna, hraðari meðferð í gegnum dómskerfið. Þar er lagt til að í þeim dómsmálum þar sem ágreiningur er uppi um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla, vísitölu eða uppgjöri slíkra skuldbindinga, skuli hraða meðferð mála og veita þeim forgang fram yfir önnur mál sem bíða meðferðar hjá dómstólum. Í því felst að dómari sjái til þess að allir frestir í máli séu eins stuttir og mögulegt er og að dómur sé kveðinn upp hið fyrsta. Á þetta bæði við um mál sem rekin eru fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Það er skoðun okkar að dómsmál er varða lögmæti verðtryggingarinnar af neytendalánum fái þessa flýtimeðferð sem lögin kveða á um. Þá fyrst vitum við raunverulega hverju við þurfum að bregðast við. Lán hafa verið dæmd ólögleg, það getur gerst aftur.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun