Umhverfi, heilbrigði og vellíðan Bryndís Haraldsdóttir skrifar 24. maí 2014 15:42 Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám og vötnum. Staðreyndin er sú að fólk sækir í umhverfi þar sem því líður vel, umhverfi sem býður upp á slökun og jafnvægi. Mosfellsbær er vinsæll bær og hér sest að fjölskyldufólk sem hefur áhuga á útivist og íþróttum því hér er aðgengi gott að gæða útivistarumhverfi og í því eru fólgin mikilvæg lífsgæði.Skipulag Mosfellsbæjar til framtíðarByggðin í Mosfellsbæ hefur tekið miklum breytingum og íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt. Á þessu kjörtímabili var samþykkt nýtt aðalskipulag, vinnsla skipulagsins tók langan tíma enda stórt og mikilvægt verkefni. Almenn sátt ríkir um skipulagið og að því hafa komið íbúar, sérfræðingar, embættismenn og kjörnir fulltrúar.Leiðarljós okkar í skipulagsmálum og uppbyggingu í bænum er að áfram skal leggja áherslu á fjölbreytta, manneskjulegabyggð, þar sem fölskyldan er í fyrirrúmi, vandaða umhverfismótun og góð tengls við aðliggjandi útivistarsvæði og náttúru. Leggja skal áherslu á sérstöðu og sjálfstæði bæjarins á sama tíma og horft er til hlutverks okkar í samfelldri byggð höfuðborgarsvæðisins. Skipulag bæjarins og mótun byggðar og umhverfis á að stuðla að velferð íbúanna. Áfram verður kallað eftir sjónarmiðum íbúa í skipulagsvinnu og þróa þarf enn frekar samvinnu á því sviði. Heilsubærinn MosfellsbærMosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Það kallar á að bærinn hafi í öllum ákvörðunum sínum lýðheilsu íbúa að leiðarljósi. Góðir stígar fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur eiga að hvetja okkur til að skilja bílinn eftir heima stöku sinnum og kenna börnunum okkar mikilvægi þess að hjóla og ganga milli staða og taka strætó sé þess kostur. Íþróttasvæðin okkar eru mikilvæg lýðheilsu bæjarbúa, glæsilegir golfvellir, sundlaugar, reiðstígar og almenn íþróttasvæði skipta okkur miklu máli. Mikilvægt er að halda þátttökugjöldum barna og unglinga í íþrótta- og tómstundarfélögum hófstiltum. Það er best gert í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin í bænum. Frístundarávísanir þurfa að hækka en tryggja þarf að slíkar hækkanir leiði ekki til hærri iðkunargjalda heldur skili sér til hagsbótar fyrir heimilin og stuðli þannig að aukinni lýðheilsu barna og ungmenna í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum, ám og vötnum. Staðreyndin er sú að fólk sækir í umhverfi þar sem því líður vel, umhverfi sem býður upp á slökun og jafnvægi. Mosfellsbær er vinsæll bær og hér sest að fjölskyldufólk sem hefur áhuga á útivist og íþróttum því hér er aðgengi gott að gæða útivistarumhverfi og í því eru fólgin mikilvæg lífsgæði.Skipulag Mosfellsbæjar til framtíðarByggðin í Mosfellsbæ hefur tekið miklum breytingum og íbúum hefur fjölgað jafnt og þétt. Á þessu kjörtímabili var samþykkt nýtt aðalskipulag, vinnsla skipulagsins tók langan tíma enda stórt og mikilvægt verkefni. Almenn sátt ríkir um skipulagið og að því hafa komið íbúar, sérfræðingar, embættismenn og kjörnir fulltrúar.Leiðarljós okkar í skipulagsmálum og uppbyggingu í bænum er að áfram skal leggja áherslu á fjölbreytta, manneskjulegabyggð, þar sem fölskyldan er í fyrirrúmi, vandaða umhverfismótun og góð tengls við aðliggjandi útivistarsvæði og náttúru. Leggja skal áherslu á sérstöðu og sjálfstæði bæjarins á sama tíma og horft er til hlutverks okkar í samfelldri byggð höfuðborgarsvæðisins. Skipulag bæjarins og mótun byggðar og umhverfis á að stuðla að velferð íbúanna. Áfram verður kallað eftir sjónarmiðum íbúa í skipulagsvinnu og þróa þarf enn frekar samvinnu á því sviði. Heilsubærinn MosfellsbærMosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Það kallar á að bærinn hafi í öllum ákvörðunum sínum lýðheilsu íbúa að leiðarljósi. Góðir stígar fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur eiga að hvetja okkur til að skilja bílinn eftir heima stöku sinnum og kenna börnunum okkar mikilvægi þess að hjóla og ganga milli staða og taka strætó sé þess kostur. Íþróttasvæðin okkar eru mikilvæg lýðheilsu bæjarbúa, glæsilegir golfvellir, sundlaugar, reiðstígar og almenn íþróttasvæði skipta okkur miklu máli. Mikilvægt er að halda þátttökugjöldum barna og unglinga í íþrótta- og tómstundarfélögum hófstiltum. Það er best gert í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélögin í bænum. Frístundarávísanir þurfa að hækka en tryggja þarf að slíkar hækkanir leiði ekki til hærri iðkunargjalda heldur skili sér til hagsbótar fyrir heimilin og stuðli þannig að aukinni lýðheilsu barna og ungmenna í Mosfellsbæ.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar