Pírati talar fyrir miðstýringu Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar 21. maí 2014 12:44 Í Janúar 2013 gekk ég í nýjan, róttækan og rómantískan flokk sem gengur undir nafninu Píratar. Ég hef síðan þá verið nokkuð virkur í flokknum og má þar hellst nefna þátttöku mína í alþingisframboði og málefnastarfi, sér í lagi jafnréttismálum. Þar að auki var ég viðstaddur stofnun Pírata í Reykjavík og stofnaði Pírata í Kópavogi með Árna Þór Þorgeirssyni sem nú leiðir lista Dögunar og umbótasinna. Það sem heillaði mig mest við þennan nýja flokk var að hann fyllti upp í hugmyndafræðilega eyðu í íslenskum stjórnmálum. Eyðu sem ég upplifði sjálfan mig í; róttækt frjálslyndi og róttækt lýðræði. Eitt af því sem var stanslaust talað um á meðal Pírata var biturt hatur þeirra á allri miðstýringu. Hatur sem ég deildi og deili enn. Miðstýring er í eðli sínu eitur gegn lýðræði og frelsi. Einstaklingar geta aldrei verið raunverulega frjálsir ef að þeim er stjórnað af alráðandi ríkisvaldi og samfélög munu aldrei vera lýðræðisleg ef að þau þurfa alltaf að lúta æðra yfirvaldi. Þetta er ídealíska hliðin af þessari afstöðu. Svo er það praktíska hliðin. Valddreifing virkar einfaldlega betur. Skólayfirvöld vita betur hvað er best fyrir sinn skóla heldur en Menntamálaráðuneytið, bæjarstjórn veit betur hvað er betra fyrir sinn bæ heldur en ríkið og einstaklingurinn veit betur hvað er best fyrir sig heldur en öll yfirvöld. Þetta er það sem Píratar hafa staðið fyrir og þetta er það sem ég stend nú fyrir undir merkjum Dögunar og umbótasinna. Vegna þessarar skýru afstöðu Pírata gegn miðstýringu var ég mjög hissa hvað oddviti Pírata í Kópavogi, Ingólfur Árni Gunnarsson hafði að segja um húsnæðismál í Speglinum í Ríkisútvarpinu síðastliðinn miðvikudag. Hann sagði að hann teldi ekki að húsnæðismál ættu að vera leyst á sveitastjórnarstigi, heldur ætti ríkisvaldið að hafa meiri aðkomu að þeim. Oddviti Pírata í Kópavogi vill semsagt taka húsnæðismál frá sveitafélaginu og gefa völdin til æðra ríkisvalds. Hann talar hreint og beint fyrir aukinni miðstýringu í þessu málefni. Fyrir utan það að þessi hugmynd fjarlægi þetta mikilvæga málefni lengra frá fólkinu með því að setja ákvörðunartökuna hærra í valdstigann, þá fellur hugmyndin í allri praktík. Húsnæðismál eru óaðskiljanleg skipulagsmálum og bæjarskipulag verður augljóslega að vera í höndum bæjarfélagsins. Þessi hugmynd er stórkostlega undarleg í alla staði. Við á T-lista Dögunar og umbótasinna viljum færa valdið til fólksins, ekki til ríkisvaldsins. Dögun hefur alltaf lagt áherslu á húsnæðismál og við umbótasinnarnir sem áður voru sjóræningjar viljum sporna gegn miðstýringu til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Við lítum á húsnæði sem sjálfsagðan rétt allra og teljum að það sé skylda okkar sem samfélags og sem bæjarfélags að tryggja þennan rétt. Að lokum vill ég nefna eitt annað sem hann sagði sem skyldi eftir vont bragð í munninum á mér. Þegar hann var spurður um efnahagsmál sagði hann að það væru nánast allir að boða aukin útgjöld, en fólk ætti eftir að svara hvar það ætlaði að taka þessa peninga. Svona orð eru hreinlega ekkert annað en mantra íhaldsins. Píratar mega auðvitað vera eins íhaldssamir og þeir vilja, enda er ekkert í stefnu Pírata sem bannar það. En sem einn af stofnendum Pírata í Kópavogi veldur þetta mér miklum vonbrigðum, því að þetta er ekki flokkurinn sem ég vildi stofna. Ég vill því persónulega biðja Kópavogsbúa afsökunar á að hafa stofnað annan hægriflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Í Janúar 2013 gekk ég í nýjan, róttækan og rómantískan flokk sem gengur undir nafninu Píratar. Ég hef síðan þá verið nokkuð virkur í flokknum og má þar hellst nefna þátttöku mína í alþingisframboði og málefnastarfi, sér í lagi jafnréttismálum. Þar að auki var ég viðstaddur stofnun Pírata í Reykjavík og stofnaði Pírata í Kópavogi með Árna Þór Þorgeirssyni sem nú leiðir lista Dögunar og umbótasinna. Það sem heillaði mig mest við þennan nýja flokk var að hann fyllti upp í hugmyndafræðilega eyðu í íslenskum stjórnmálum. Eyðu sem ég upplifði sjálfan mig í; róttækt frjálslyndi og róttækt lýðræði. Eitt af því sem var stanslaust talað um á meðal Pírata var biturt hatur þeirra á allri miðstýringu. Hatur sem ég deildi og deili enn. Miðstýring er í eðli sínu eitur gegn lýðræði og frelsi. Einstaklingar geta aldrei verið raunverulega frjálsir ef að þeim er stjórnað af alráðandi ríkisvaldi og samfélög munu aldrei vera lýðræðisleg ef að þau þurfa alltaf að lúta æðra yfirvaldi. Þetta er ídealíska hliðin af þessari afstöðu. Svo er það praktíska hliðin. Valddreifing virkar einfaldlega betur. Skólayfirvöld vita betur hvað er best fyrir sinn skóla heldur en Menntamálaráðuneytið, bæjarstjórn veit betur hvað er betra fyrir sinn bæ heldur en ríkið og einstaklingurinn veit betur hvað er best fyrir sig heldur en öll yfirvöld. Þetta er það sem Píratar hafa staðið fyrir og þetta er það sem ég stend nú fyrir undir merkjum Dögunar og umbótasinna. Vegna þessarar skýru afstöðu Pírata gegn miðstýringu var ég mjög hissa hvað oddviti Pírata í Kópavogi, Ingólfur Árni Gunnarsson hafði að segja um húsnæðismál í Speglinum í Ríkisútvarpinu síðastliðinn miðvikudag. Hann sagði að hann teldi ekki að húsnæðismál ættu að vera leyst á sveitastjórnarstigi, heldur ætti ríkisvaldið að hafa meiri aðkomu að þeim. Oddviti Pírata í Kópavogi vill semsagt taka húsnæðismál frá sveitafélaginu og gefa völdin til æðra ríkisvalds. Hann talar hreint og beint fyrir aukinni miðstýringu í þessu málefni. Fyrir utan það að þessi hugmynd fjarlægi þetta mikilvæga málefni lengra frá fólkinu með því að setja ákvörðunartökuna hærra í valdstigann, þá fellur hugmyndin í allri praktík. Húsnæðismál eru óaðskiljanleg skipulagsmálum og bæjarskipulag verður augljóslega að vera í höndum bæjarfélagsins. Þessi hugmynd er stórkostlega undarleg í alla staði. Við á T-lista Dögunar og umbótasinna viljum færa valdið til fólksins, ekki til ríkisvaldsins. Dögun hefur alltaf lagt áherslu á húsnæðismál og við umbótasinnarnir sem áður voru sjóræningjar viljum sporna gegn miðstýringu til að styrkja sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga. Við lítum á húsnæði sem sjálfsagðan rétt allra og teljum að það sé skylda okkar sem samfélags og sem bæjarfélags að tryggja þennan rétt. Að lokum vill ég nefna eitt annað sem hann sagði sem skyldi eftir vont bragð í munninum á mér. Þegar hann var spurður um efnahagsmál sagði hann að það væru nánast allir að boða aukin útgjöld, en fólk ætti eftir að svara hvar það ætlaði að taka þessa peninga. Svona orð eru hreinlega ekkert annað en mantra íhaldsins. Píratar mega auðvitað vera eins íhaldssamir og þeir vilja, enda er ekkert í stefnu Pírata sem bannar það. En sem einn af stofnendum Pírata í Kópavogi veldur þetta mér miklum vonbrigðum, því að þetta er ekki flokkurinn sem ég vildi stofna. Ég vill því persónulega biðja Kópavogsbúa afsökunar á að hafa stofnað annan hægriflokk.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun