Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júní 2014 13:23 "Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins.“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. Þá er Landsneti jafnframt stefnt vegna málsins. Eigendur þriggja annarra jarða undirbúa sambærileg dómsmál. Ábúandi segir lagningu línunnar dæmi um spillingu. Eydís Franzdóttir, ábúandi á jörðinni, hefur frá upphafi mótmælt þessari framkvæmd og hefur hún lagt áherslu á að aðrir framkvæmdakostir sem eru minna íþyngjandi fyrir landeigendur verið kannaðir með hlutlegum hætti. Um er að ræða eignarnám sem heimilað er til ótímabundinna afnota fyrir Landsnet. Með þessari kvöð er Landsneti meðal annars heimilað að leggja um land jarðarinnar samtals 418 metra langa og 220 kv rafmagnslínu, að reisa stauravirki til að bera línuna uppi, leggja 27 metra langan, sex metra breiðan vegaslóða að hverju mastri og leggja ljósleiðara í jörðu meðfram rafmagnslínunni í eldri línuvegi. „Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins, þar sem nánast allir ferðamenn sem koma til landsins fara um. Okkur finnst þetta, bæði fyrir utan það að spilla okkar landi, þá stingur þetta mjög í stúf við það að það sé verið að byggja upp ferðaþjónustu í þessu landi og ferðaþjónusta sé stærsta atvinnugreinin á Suðurnesjum,“ segir Eydís. Hún hefur lagt áherslu á þann möguleika að línan verði lögð í jörðu, en slíkt hefur í för með sér minni röskun á hagsmunum hennar og minni umhverfisáhrif. Neita að skoða aðra kosti „Við höfum alltaf boðið upp á aðra möguleika og viljað að það sé skoðað að leggja þennan streng í jörð. En Landsnet hefur aldrei viljað ræða neitt annað heldur en að þetta sé lagt sem loftlína. Umræðan hjá Landsneti hefur einungis snúist um það að troða inn á okkur þessari línu og semja um bætur vegna hennar. Þeim ber að skoða alla raunhæfa kosti.“ Eydís segist hafa teflt fram margvíslegum rökum og gögnum til stuðnings því að jarðstrengur sé raunhæfur valkostur sem taka ber til skoðunar. Gögn sem hún lagði fram rökstyðja það að kostnaðarmunur á jarðstrengjum og loftlínum sé mun minni sem Landsnet heldur fram. „Ganga um með lygum“ Landsnet hefur óskað eftir því að fyrirtækið fái umráð yfir hinu landinu sem tekið var eignarnámi og vilja hefja framkvæmdir strax. Landeigendur krefjast þess að því verði hafnað. „Það er alveg ótrúlegt að Landsnet, sem er stofnun í eigu almennings í rauninni, skuli ganga um með lygum á milli sveitarfélaga. Við teljum þetta mjög mikla spillingu bæði á okkar landi og á Íslandi almennt. Þetta eru alveg óafturkræf náttúruspjöll.“ Suðurnesjalína 2 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. Þá er Landsneti jafnframt stefnt vegna málsins. Eigendur þriggja annarra jarða undirbúa sambærileg dómsmál. Ábúandi segir lagningu línunnar dæmi um spillingu. Eydís Franzdóttir, ábúandi á jörðinni, hefur frá upphafi mótmælt þessari framkvæmd og hefur hún lagt áherslu á að aðrir framkvæmdakostir sem eru minna íþyngjandi fyrir landeigendur verið kannaðir með hlutlegum hætti. Um er að ræða eignarnám sem heimilað er til ótímabundinna afnota fyrir Landsnet. Með þessari kvöð er Landsneti meðal annars heimilað að leggja um land jarðarinnar samtals 418 metra langa og 220 kv rafmagnslínu, að reisa stauravirki til að bera línuna uppi, leggja 27 metra langan, sex metra breiðan vegaslóða að hverju mastri og leggja ljósleiðara í jörðu meðfram rafmagnslínunni í eldri línuvegi. „Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins, þar sem nánast allir ferðamenn sem koma til landsins fara um. Okkur finnst þetta, bæði fyrir utan það að spilla okkar landi, þá stingur þetta mjög í stúf við það að það sé verið að byggja upp ferðaþjónustu í þessu landi og ferðaþjónusta sé stærsta atvinnugreinin á Suðurnesjum,“ segir Eydís. Hún hefur lagt áherslu á þann möguleika að línan verði lögð í jörðu, en slíkt hefur í för með sér minni röskun á hagsmunum hennar og minni umhverfisáhrif. Neita að skoða aðra kosti „Við höfum alltaf boðið upp á aðra möguleika og viljað að það sé skoðað að leggja þennan streng í jörð. En Landsnet hefur aldrei viljað ræða neitt annað heldur en að þetta sé lagt sem loftlína. Umræðan hjá Landsneti hefur einungis snúist um það að troða inn á okkur þessari línu og semja um bætur vegna hennar. Þeim ber að skoða alla raunhæfa kosti.“ Eydís segist hafa teflt fram margvíslegum rökum og gögnum til stuðnings því að jarðstrengur sé raunhæfur valkostur sem taka ber til skoðunar. Gögn sem hún lagði fram rökstyðja það að kostnaðarmunur á jarðstrengjum og loftlínum sé mun minni sem Landsnet heldur fram. „Ganga um með lygum“ Landsnet hefur óskað eftir því að fyrirtækið fái umráð yfir hinu landinu sem tekið var eignarnámi og vilja hefja framkvæmdir strax. Landeigendur krefjast þess að því verði hafnað. „Það er alveg ótrúlegt að Landsnet, sem er stofnun í eigu almennings í rauninni, skuli ganga um með lygum á milli sveitarfélaga. Við teljum þetta mjög mikla spillingu bæði á okkar landi og á Íslandi almennt. Þetta eru alveg óafturkræf náttúruspjöll.“
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira