Sex dómsmál á hendur iðnaðarráðherra: „Óafturkræf náttúruspjöll“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júní 2014 13:23 "Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins.“ Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. Þá er Landsneti jafnframt stefnt vegna málsins. Eigendur þriggja annarra jarða undirbúa sambærileg dómsmál. Ábúandi segir lagningu línunnar dæmi um spillingu. Eydís Franzdóttir, ábúandi á jörðinni, hefur frá upphafi mótmælt þessari framkvæmd og hefur hún lagt áherslu á að aðrir framkvæmdakostir sem eru minna íþyngjandi fyrir landeigendur verið kannaðir með hlutlegum hætti. Um er að ræða eignarnám sem heimilað er til ótímabundinna afnota fyrir Landsnet. Með þessari kvöð er Landsneti meðal annars heimilað að leggja um land jarðarinnar samtals 418 metra langa og 220 kv rafmagnslínu, að reisa stauravirki til að bera línuna uppi, leggja 27 metra langan, sex metra breiðan vegaslóða að hverju mastri og leggja ljósleiðara í jörðu meðfram rafmagnslínunni í eldri línuvegi. „Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins, þar sem nánast allir ferðamenn sem koma til landsins fara um. Okkur finnst þetta, bæði fyrir utan það að spilla okkar landi, þá stingur þetta mjög í stúf við það að það sé verið að byggja upp ferðaþjónustu í þessu landi og ferðaþjónusta sé stærsta atvinnugreinin á Suðurnesjum,“ segir Eydís. Hún hefur lagt áherslu á þann möguleika að línan verði lögð í jörðu, en slíkt hefur í för með sér minni röskun á hagsmunum hennar og minni umhverfisáhrif. Neita að skoða aðra kosti „Við höfum alltaf boðið upp á aðra möguleika og viljað að það sé skoðað að leggja þennan streng í jörð. En Landsnet hefur aldrei viljað ræða neitt annað heldur en að þetta sé lagt sem loftlína. Umræðan hjá Landsneti hefur einungis snúist um það að troða inn á okkur þessari línu og semja um bætur vegna hennar. Þeim ber að skoða alla raunhæfa kosti.“ Eydís segist hafa teflt fram margvíslegum rökum og gögnum til stuðnings því að jarðstrengur sé raunhæfur valkostur sem taka ber til skoðunar. Gögn sem hún lagði fram rökstyðja það að kostnaðarmunur á jarðstrengjum og loftlínum sé mun minni sem Landsnet heldur fram. „Ganga um með lygum“ Landsnet hefur óskað eftir því að fyrirtækið fái umráð yfir hinu landinu sem tekið var eignarnámi og vilja hefja framkvæmdir strax. Landeigendur krefjast þess að því verði hafnað. „Það er alveg ótrúlegt að Landsnet, sem er stofnun í eigu almennings í rauninni, skuli ganga um með lygum á milli sveitarfélaga. Við teljum þetta mjög mikla spillingu bæði á okkar landi og á Íslandi almennt. Þetta eru alveg óafturkræf náttúruspjöll.“ Suðurnesjalína 2 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Eigendur þriggja jarða á Vatnsleysuströnd hafa stefnt Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og krefjast þess að ákvörðun ráðherra um eignarnám jarðanna vegna Suðurnesjalínu 2 verði ógild. Þá er Landsneti jafnframt stefnt vegna málsins. Eigendur þriggja annarra jarða undirbúa sambærileg dómsmál. Ábúandi segir lagningu línunnar dæmi um spillingu. Eydís Franzdóttir, ábúandi á jörðinni, hefur frá upphafi mótmælt þessari framkvæmd og hefur hún lagt áherslu á að aðrir framkvæmdakostir sem eru minna íþyngjandi fyrir landeigendur verið kannaðir með hlutlegum hætti. Um er að ræða eignarnám sem heimilað er til ótímabundinna afnota fyrir Landsnet. Með þessari kvöð er Landsneti meðal annars heimilað að leggja um land jarðarinnar samtals 418 metra langa og 220 kv rafmagnslínu, að reisa stauravirki til að bera línuna uppi, leggja 27 metra langan, sex metra breiðan vegaslóða að hverju mastri og leggja ljósleiðara í jörðu meðfram rafmagnslínunni í eldri línuvegi. „Þessi lína kemur til með að þvera öll löndin og skera þau alveg niður. Hún liggur með Reykjanesbrautinni sem er fjölfarnasta þjóðbraut landsins, þar sem nánast allir ferðamenn sem koma til landsins fara um. Okkur finnst þetta, bæði fyrir utan það að spilla okkar landi, þá stingur þetta mjög í stúf við það að það sé verið að byggja upp ferðaþjónustu í þessu landi og ferðaþjónusta sé stærsta atvinnugreinin á Suðurnesjum,“ segir Eydís. Hún hefur lagt áherslu á þann möguleika að línan verði lögð í jörðu, en slíkt hefur í för með sér minni röskun á hagsmunum hennar og minni umhverfisáhrif. Neita að skoða aðra kosti „Við höfum alltaf boðið upp á aðra möguleika og viljað að það sé skoðað að leggja þennan streng í jörð. En Landsnet hefur aldrei viljað ræða neitt annað heldur en að þetta sé lagt sem loftlína. Umræðan hjá Landsneti hefur einungis snúist um það að troða inn á okkur þessari línu og semja um bætur vegna hennar. Þeim ber að skoða alla raunhæfa kosti.“ Eydís segist hafa teflt fram margvíslegum rökum og gögnum til stuðnings því að jarðstrengur sé raunhæfur valkostur sem taka ber til skoðunar. Gögn sem hún lagði fram rökstyðja það að kostnaðarmunur á jarðstrengjum og loftlínum sé mun minni sem Landsnet heldur fram. „Ganga um með lygum“ Landsnet hefur óskað eftir því að fyrirtækið fái umráð yfir hinu landinu sem tekið var eignarnámi og vilja hefja framkvæmdir strax. Landeigendur krefjast þess að því verði hafnað. „Það er alveg ótrúlegt að Landsnet, sem er stofnun í eigu almennings í rauninni, skuli ganga um með lygum á milli sveitarfélaga. Við teljum þetta mjög mikla spillingu bæði á okkar landi og á Íslandi almennt. Þetta eru alveg óafturkræf náttúruspjöll.“
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira