Önnur íþrótt í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. júní 2014 19:00 Sigríður tekur við heiðursverðlaunum sínum. Vísir/Getty „Þetta var frábært afrek á sínum tíma og fjöldi aðdáenda var eftir því. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu ævintýri,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir, fyrrverandi handboltakona og Íþróttamaður ársins, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Sigríður var hluti af liði Íslands sem varð Norðurlandameistari fyrir 50 árum síðan. Á úrslitaleikinn mættu rúmlega 4000 manns sem er áhorfendamet á kvennaleik á Íslandi sem enn stendur í dag, 50 árum síðar. „Það var ansi margt gert fyrir okkur. Æfingaraðstaðan var ekki nægilega góð svo við fórum og æfðum upp á Keflavíkurflugvelli. Þar kom samheldnin, við vorum allar í mismunandi liðum en kynntumst í rútunni. Í Keflavík æfðum við þrek sem var óþekkt á þeim tíma.“ „Það var ótrúlega gaman þegar maður var að keppa að horfa upp í stúku og sjá fólk í öllum sætunum. Þetta var yndislegur tími og það er gríðarlega gaman að rifja þetta upp.“ Stór hluti hópsins mætti á blaðamannafund HSÍ þar sem leikmennirnir voru heiðraðir fyrir þátttöku sína. „Við erum eins og lítil fjölskylda og við hittumst sífellt oftar. Það er gaman að rifja upp sögur og skoða myndir. Við upplifðum þetta allar á sinn hátt og það er gaman að heyra sögur frá öllum sjónarmiðum.“ Gríðarleg breyting hefur orðið á handboltanum frá því þegar liðið varð Norðurlandameistari. Úrslitaleikurinn fór fram á grasi og spiluðu leikmenn í takkaskóm. „Það var spilað á grasi eða malarvelli, það var betra að spila á grasinu en það er stór munur á þessu. Það er mun meiri hraði í dag og mun meira af tæknilegum hlutum. Fólki er hent útaf fyrir eitthvað smávægilegt.“ „Hraðinn er orðinn allt of mikill, að mörkin skuli fara yfir 30 er of mikið. Þetta er ekkert skylt því sem ég þekki, þetta er önnur íþrótt,“ sagði Sigríður. Íslenski handboltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
„Þetta var frábært afrek á sínum tíma og fjöldi aðdáenda var eftir því. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu ævintýri,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir, fyrrverandi handboltakona og Íþróttamaður ársins, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Sigríður var hluti af liði Íslands sem varð Norðurlandameistari fyrir 50 árum síðan. Á úrslitaleikinn mættu rúmlega 4000 manns sem er áhorfendamet á kvennaleik á Íslandi sem enn stendur í dag, 50 árum síðar. „Það var ansi margt gert fyrir okkur. Æfingaraðstaðan var ekki nægilega góð svo við fórum og æfðum upp á Keflavíkurflugvelli. Þar kom samheldnin, við vorum allar í mismunandi liðum en kynntumst í rútunni. Í Keflavík æfðum við þrek sem var óþekkt á þeim tíma.“ „Það var ótrúlega gaman þegar maður var að keppa að horfa upp í stúku og sjá fólk í öllum sætunum. Þetta var yndislegur tími og það er gríðarlega gaman að rifja þetta upp.“ Stór hluti hópsins mætti á blaðamannafund HSÍ þar sem leikmennirnir voru heiðraðir fyrir þátttöku sína. „Við erum eins og lítil fjölskylda og við hittumst sífellt oftar. Það er gaman að rifja upp sögur og skoða myndir. Við upplifðum þetta allar á sinn hátt og það er gaman að heyra sögur frá öllum sjónarmiðum.“ Gríðarleg breyting hefur orðið á handboltanum frá því þegar liðið varð Norðurlandameistari. Úrslitaleikurinn fór fram á grasi og spiluðu leikmenn í takkaskóm. „Það var spilað á grasi eða malarvelli, það var betra að spila á grasinu en það er stór munur á þessu. Það er mun meiri hraði í dag og mun meira af tæknilegum hlutum. Fólki er hent útaf fyrir eitthvað smávægilegt.“ „Hraðinn er orðinn allt of mikill, að mörkin skuli fara yfir 30 er of mikið. Þetta er ekkert skylt því sem ég þekki, þetta er önnur íþrótt,“ sagði Sigríður.
Íslenski handboltinn Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira