Keppnisbann knapa stytt: Formaður lyfjaráðs uggandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2014 09:15 Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ. Myndin til hægri er frá Landsmóti hestamanna. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, óttast að mildun áfrýjunardómstóls ÍSÍ á keppnisbanni knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar verði fordæmisgefandi fyrir þau lyfjamál sem upp muni koma í framtíðinni. Þriggja mánaða keppnisbann Þorvalds Árna var stytt úr þremur mánuðum í einn mánuð í gær eins og greint var frá á Vísi. Því lýkur 29. júní en daginn eftir hefst Landsmót hestamanna á Hellu, stærsta hestamót ársins á Íslandi. Þorvaldur féll á lyfjaprófi að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars. Þorvaldur sigraði í keppninni en sigurinn var dæmdur ógildur. Mögulegt er að röðun efstu manna í Meistaradeildinni riðlist af þeim sökum en Sigurbjörn Bárðarson stóð uppi sem sigurvegari.Finnst vægt tekið á málum Reiknað er með því að dómurinn yfir Þorvaldi verði birtur í dag en Skúli á þó ekki von á því að þar muni koma fram neinar skýringar um ástæður þess að dómurinn var mildur. Það hafi ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum. Það verði að koma í ljós. Hann telur ekki um áfellisdóm að ræða yfir lyfjaráði sem hann er í forsvari fyrir. „Ég held að við höfum alveg fyllilega sett okkar mál fram og enginn vafi verið til staðar hvað það varðar,“ segir Skúli. Hann segir menn hafa beðist vægðar fyrir dómstól ÍSÍ á ýmsum grundvelli. Fyrri dómur hafi tekið tillit til þess að hluta og nú hafi áfrýjunardómstóllinn gert það enn frekar. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg.“Allajafna sex mánaða keppnisbann Fátítt er að íþróttafólk á Íslandi falli á lyfjaprófi. Um örfá tilfelli er að ræða árlega allajafna. Því má ímynda sér að sérhver dómur hafi töluvert fordæmisgildi. „Já, það er þannig því miður. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ segir Skúli. Ekki hefur komið fram hvaða efni fannst í lyfjaprófi Þorvaldar Árna og vildi Skúli ekki staðfesta það. Hann staðfesti þó að ekki væri um kannabisefni að ræða eins og margir hafi talið. Þeir íslensku íþróttamenn er fallið hafa á lyfjaprófi sökum neyslu kannabisefna hafa undantekningalaust fengið sex mánaða keppnisbann. „Þar hafa menn ekki séð ástæðu til að milda dóma hingað til,“ segir Skúli og er greinilega hugsi yfir ákvörðun áfrýjunardómstólsins í máli Þorvaldar Árna. Ekki hafi verið, að hans mati, um óvenjulegar aðstæður að ræða sem ættu að leiða til svo mikillar mildunar á dómi. „Þessi efni eiga almennt að leiða til sex mánaða keppnisbanns.“ Athygli vekur að mildun dómsins úr þremur mánuðum í einn gerir Þorvaldi Árna kleyft að keppa á Landsmóti hestamanna á Hellu sem hefst þann 30. júní. Keppnisbanni hans lýkur degi fyrr. „Mildunin hentar honum afskaplega vel. Hann missir ekki af stærsta móti ársins.“ Hestar Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, óttast að mildun áfrýjunardómstóls ÍSÍ á keppnisbanni knapans Þorvalds Árna Þorvaldssonar verði fordæmisgefandi fyrir þau lyfjamál sem upp muni koma í framtíðinni. Þriggja mánaða keppnisbann Þorvalds Árna var stytt úr þremur mánuðum í einn mánuð í gær eins og greint var frá á Vísi. Því lýkur 29. júní en daginn eftir hefst Landsmót hestamanna á Hellu, stærsta hestamót ársins á Íslandi. Þorvaldur féll á lyfjaprófi að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars. Þorvaldur sigraði í keppninni en sigurinn var dæmdur ógildur. Mögulegt er að röðun efstu manna í Meistaradeildinni riðlist af þeim sökum en Sigurbjörn Bárðarson stóð uppi sem sigurvegari.Finnst vægt tekið á málum Reiknað er með því að dómurinn yfir Þorvaldi verði birtur í dag en Skúli á þó ekki von á því að þar muni koma fram neinar skýringar um ástæður þess að dómurinn var mildur. Það hafi ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum. Það verði að koma í ljós. Hann telur ekki um áfellisdóm að ræða yfir lyfjaráði sem hann er í forsvari fyrir. „Ég held að við höfum alveg fyllilega sett okkar mál fram og enginn vafi verið til staðar hvað það varðar,“ segir Skúli. Hann segir menn hafa beðist vægðar fyrir dómstól ÍSÍ á ýmsum grundvelli. Fyrri dómur hafi tekið tillit til þess að hluta og nú hafi áfrýjunardómstóllinn gert það enn frekar. „Því miður finnst mér frekar vægt tekið á málum sem mér þykja alvarleg.“Allajafna sex mánaða keppnisbann Fátítt er að íþróttafólk á Íslandi falli á lyfjaprófi. Um örfá tilfelli er að ræða árlega allajafna. Því má ímynda sér að sérhver dómur hafi töluvert fordæmisgildi. „Já, það er þannig því miður. Ég óttast það svolítið ef þetta er viðhorfið gagnvart notkun á slíkum efnum,“ segir Skúli. Ekki hefur komið fram hvaða efni fannst í lyfjaprófi Þorvaldar Árna og vildi Skúli ekki staðfesta það. Hann staðfesti þó að ekki væri um kannabisefni að ræða eins og margir hafi talið. Þeir íslensku íþróttamenn er fallið hafa á lyfjaprófi sökum neyslu kannabisefna hafa undantekningalaust fengið sex mánaða keppnisbann. „Þar hafa menn ekki séð ástæðu til að milda dóma hingað til,“ segir Skúli og er greinilega hugsi yfir ákvörðun áfrýjunardómstólsins í máli Þorvaldar Árna. Ekki hafi verið, að hans mati, um óvenjulegar aðstæður að ræða sem ættu að leiða til svo mikillar mildunar á dómi. „Þessi efni eiga almennt að leiða til sex mánaða keppnisbanns.“ Athygli vekur að mildun dómsins úr þremur mánuðum í einn gerir Þorvaldi Árna kleyft að keppa á Landsmóti hestamanna á Hellu sem hefst þann 30. júní. Keppnisbanni hans lýkur degi fyrr. „Mildunin hentar honum afskaplega vel. Hann missir ekki af stærsta móti ársins.“
Hestar Tengdar fréttir Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00 Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Þarf að græja pössun Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ráku syni gamla eigandans Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Sjá meira
Amfetamín fannst í lífsýni knapans Lögmaður Þorvaldar Árna Þorvaldssonar hélt því fram að ÍSÍ hefði ekki lögsögu yfir honum og krafðist frávísunar. 20. júní 2014 12:00
Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól ÍSÍ stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. 19. júní 2014 23:14
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti