Rjúkandi sala á pylsum í brunanum í gær Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 13:07 Egill með pylsuna í gær. Mynd/Andrea Rán Jóhannsdóttir Löng röð myndaðist fyrir utan pylsusjoppuna Borgarpylsur í Skeifunni í gærkvöldi, þegar mikið af fólki mætti til að horfa á brunann þar. Hulda Ólafsdóttir eigandi var stödd þarna fyrir í sjoppunni fyrir tilviljun og ákvað að selja svöngum gestum pylsur. „Við lokum klukkan hálf sjö á sunnudögum og það var eins í gær. En ég þurfti að skjótast þarna með tuskur og fleira áður en ég fór í sumarbústað,“ útskýrir Hulda og heldur áfram: „Ég kom þarna upp úr hálf níu í gærkvöldi og þá sá ég að bruninn var byrjaður.“ Mikið af fólki hafði þá safnast saman nálægt Borgarpylsum. „Svo kemur einn maður og spyr mig hvort ég eigi pylsur. Ég svaraði honum þannig að ég ætti tvær pylsur frá því að ég lokaði og bauð honum þær. Hann þáði það boð. Síðan bættust við fleiri sem vildi pylsur þannig að ég ákvað að opna bara. Ég var með opið í svona korter til tuttugu mínútur og það seldist bara nokkuð vel hjá mér. En svo var ég beðin um að loka, því svæðinu í kring var lokað.“Borgarpylsur í morgun. Nóg var að gera í gær.Vísir/Vilhelm„Hefur verið eins og sautjándi júní“ Einn þeirra sem fékk sér pylsu var Egill Ólafur Thorarensen, rappari og einn af skipuleggjendum Secret Solstice hátíðarinnar. „Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu,“ segir hann og bætir við: „Þetta var mjög góð pylsa sem ég fékk þarna.“ Egill var staddur í nágrenni brunans og ákvað að kíkja á staðinn. „Já, við vorum þarna rétt hjá og kíktum. Þarna var minn fyrsti vinnustaður að brenna, ég vann þarna í BT þegar ég var sextán ára. Það var mjög sérstakt að horfa upp á þetta.“ Egill sést með pylsuna hér á myndinni að ofan. „Myndin var tekin rétt áður en lögreglan færði bandið aftar og bað fólk að yfirgefa svæðið. Að sjálfsögðu hlýddum við því og fórum.“ Hér að neðan smá sjá tíst um röðina fyrir utan Borgarpylsur.Borgarpylsur grunaðir? #samsæri pic.twitter.com/a2U2yqYIrW— Ásgrímur Gunnarsson (@asigunn) July 6, 2014 Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Löng röð myndaðist fyrir utan pylsusjoppuna Borgarpylsur í Skeifunni í gærkvöldi, þegar mikið af fólki mætti til að horfa á brunann þar. Hulda Ólafsdóttir eigandi var stödd þarna fyrir í sjoppunni fyrir tilviljun og ákvað að selja svöngum gestum pylsur. „Við lokum klukkan hálf sjö á sunnudögum og það var eins í gær. En ég þurfti að skjótast þarna með tuskur og fleira áður en ég fór í sumarbústað,“ útskýrir Hulda og heldur áfram: „Ég kom þarna upp úr hálf níu í gærkvöldi og þá sá ég að bruninn var byrjaður.“ Mikið af fólki hafði þá safnast saman nálægt Borgarpylsum. „Svo kemur einn maður og spyr mig hvort ég eigi pylsur. Ég svaraði honum þannig að ég ætti tvær pylsur frá því að ég lokaði og bauð honum þær. Hann þáði það boð. Síðan bættust við fleiri sem vildi pylsur þannig að ég ákvað að opna bara. Ég var með opið í svona korter til tuttugu mínútur og það seldist bara nokkuð vel hjá mér. En svo var ég beðin um að loka, því svæðinu í kring var lokað.“Borgarpylsur í morgun. Nóg var að gera í gær.Vísir/Vilhelm„Hefur verið eins og sautjándi júní“ Einn þeirra sem fékk sér pylsu var Egill Ólafur Thorarensen, rappari og einn af skipuleggjendum Secret Solstice hátíðarinnar. „Þetta hefur bara verið eins á sautjánda júní fyrir pyslusalann. Þarna var löng röð, allir vildu pylsu,“ segir hann og bætir við: „Þetta var mjög góð pylsa sem ég fékk þarna.“ Egill var staddur í nágrenni brunans og ákvað að kíkja á staðinn. „Já, við vorum þarna rétt hjá og kíktum. Þarna var minn fyrsti vinnustaður að brenna, ég vann þarna í BT þegar ég var sextán ára. Það var mjög sérstakt að horfa upp á þetta.“ Egill sést með pylsuna hér á myndinni að ofan. „Myndin var tekin rétt áður en lögreglan færði bandið aftar og bað fólk að yfirgefa svæðið. Að sjálfsögðu hlýddum við því og fórum.“ Hér að neðan smá sjá tíst um röðina fyrir utan Borgarpylsur.Borgarpylsur grunaðir? #samsæri pic.twitter.com/a2U2yqYIrW— Ásgrímur Gunnarsson (@asigunn) July 6, 2014
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47
Mikill eldur í Skeifunni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni. 6. júlí 2014 20:33
„Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00
Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“