Grilluðu fyrir hetjurnar í Skeifunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2014 13:09 Marteinn Geirsson, deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, fékk gott faðmlag við komuna í Rekstrarland í dag. Vísir/Valli Rekstrarland bauð slökkviliðsmönnum, starfsfólki verslana í Skeifunni og öðrum sem komu að björgunaraðgerðum í brunanum í Skeifunni á sunnudagskvöldið í grillveilsu í hádeginu í dag. Á annað hundrað manns komu að björgunaraðgerðum sem stóðu langt fram á nótt. Búð Rekstrarlands í Skeifunni var ein þeirra sem verst varð úti í fyrrnefndum bruna. Gaskútar í búðinni sprungu með látum í brunanum en tökumaður Stöðvar 2 náði sprenginunum á myndband. Ný búð hefur verið opnuð í Mörkinni 4 þar sem grillað var í hádeginu í dag. Framkvæmdastjóri Rekstrarlands segir það kraftaverki næst að hægt hafi verið að opna verslunina að nýju á þetta skömmum tíma. Eyðileggingin sem blasti við starfsfólki Rekstrarlands eftir stórbruna í Skeifunni ellefu síðastliðinn sunnudag var algjör. Byggingin var rústin ein og og brunnin til kaldra kola. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlands, telur að ef það væri ekki fyrir baráttuanda starfsfólksins og ómetanlegs stuðnings, þá hefði þetta líklega ekki tekist. „Baráttuandinn og gleðin hjá fólki hefur verið mjög mikil,“ segir Samúel. „Með öflugu starfsfólki sem er búið að vinna nánast allan sólarhringinn og allir sem við höfum leitað til hafa tekið mjög vel beiðni okkar um aðstoð.“ Nú hlýtur það að hafa verið hræðilegt að sjá sitt lifibrauð skyndilega fuðra upp. Geturðu líst þessari tilfinningu aðeins fyrir mér? „Hún var ekki góð. Ég var úti á landi þegar kviknaði í. Allt okkar starfsfólk mætti og horfði á brunann. Það leið engum vel þetta kvöld.“ Samúel segir að fundað hafi verið átta morguninn eftir brunann og tekin ákvörðun um að opna nýja búð. Ekkert hafi þó verið í hendi hvar hún skyldi vera. „Það eru margir búnir að vinna mjög mikið undanfarið til að þetta gangi eftir.“ Þvottahúsið Fönn heldur rekstri sínum jafnframt áfram, en upptök eldsins eru rakin þangað og er skrifstofa þeirra staðsett á annarri hæð í Skeifunni 11. Bruninn í Skeifunni ellefu er einn sá mesti í sögu Reykjavíkurborgar. Um 110 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunnum og sjötíu björgunarsveitarmenn. Tæknideild lögreglu hefur lokið rannsókn á upptökum eldsins og verður skýrslu skilað á næstu dögum. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti í grillveisluna og tók þessar myndir.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað Hætta er á að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á að þeir geti hrunið. 8. júlí 2014 18:25 Tryggingarnar ná ekki yfir allt Gríðarlegt fjárhagslegt tjón varð í Skeifubrunanum á sunnudag. 9. júlí 2014 00:01 Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni Deildin mun þó áfram fylgjast með hreinsun á svæðinu. 10. júlí 2014 17:12 Fönn þakkar slökkviliðsmönnum Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2014 10:36 Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Yfirmaður forvarnadeildar Slökkviliðsins minnir á mikilvægi brunahana. Í brunanum í Skeifunni var grindverk upp við einn brunahanann sem þurfti að brjóta niður. 9. júlí 2014 07:30 Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. 9. júlí 2014 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Rekstrarland bauð slökkviliðsmönnum, starfsfólki verslana í Skeifunni og öðrum sem komu að björgunaraðgerðum í brunanum í Skeifunni á sunnudagskvöldið í grillveilsu í hádeginu í dag. Á annað hundrað manns komu að björgunaraðgerðum sem stóðu langt fram á nótt. Búð Rekstrarlands í Skeifunni var ein þeirra sem verst varð úti í fyrrnefndum bruna. Gaskútar í búðinni sprungu með látum í brunanum en tökumaður Stöðvar 2 náði sprenginunum á myndband. Ný búð hefur verið opnuð í Mörkinni 4 þar sem grillað var í hádeginu í dag. Framkvæmdastjóri Rekstrarlands segir það kraftaverki næst að hægt hafi verið að opna verslunina að nýju á þetta skömmum tíma. Eyðileggingin sem blasti við starfsfólki Rekstrarlands eftir stórbruna í Skeifunni ellefu síðastliðinn sunnudag var algjör. Byggingin var rústin ein og og brunnin til kaldra kola. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri Rekstrarlands, telur að ef það væri ekki fyrir baráttuanda starfsfólksins og ómetanlegs stuðnings, þá hefði þetta líklega ekki tekist. „Baráttuandinn og gleðin hjá fólki hefur verið mjög mikil,“ segir Samúel. „Með öflugu starfsfólki sem er búið að vinna nánast allan sólarhringinn og allir sem við höfum leitað til hafa tekið mjög vel beiðni okkar um aðstoð.“ Nú hlýtur það að hafa verið hræðilegt að sjá sitt lifibrauð skyndilega fuðra upp. Geturðu líst þessari tilfinningu aðeins fyrir mér? „Hún var ekki góð. Ég var úti á landi þegar kviknaði í. Allt okkar starfsfólk mætti og horfði á brunann. Það leið engum vel þetta kvöld.“ Samúel segir að fundað hafi verið átta morguninn eftir brunann og tekin ákvörðun um að opna nýja búð. Ekkert hafi þó verið í hendi hvar hún skyldi vera. „Það eru margir búnir að vinna mjög mikið undanfarið til að þetta gangi eftir.“ Þvottahúsið Fönn heldur rekstri sínum jafnframt áfram, en upptök eldsins eru rakin þangað og er skrifstofa þeirra staðsett á annarri hæð í Skeifunni 11. Bruninn í Skeifunni ellefu er einn sá mesti í sögu Reykjavíkurborgar. Um 110 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðunnum og sjötíu björgunarsveitarmenn. Tæknideild lögreglu hefur lokið rannsókn á upptökum eldsins og verður skýrslu skilað á næstu dögum. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti í grillveisluna og tók þessar myndir.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað Hætta er á að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á að þeir geti hrunið. 8. júlí 2014 18:25 Tryggingarnar ná ekki yfir allt Gríðarlegt fjárhagslegt tjón varð í Skeifubrunanum á sunnudag. 9. júlí 2014 00:01 Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni Deildin mun þó áfram fylgjast með hreinsun á svæðinu. 10. júlí 2014 17:12 Fönn þakkar slökkviliðsmönnum Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2014 10:36 Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Yfirmaður forvarnadeildar Slökkviliðsins minnir á mikilvægi brunahana. Í brunanum í Skeifunni var grindverk upp við einn brunahanann sem þurfti að brjóta niður. 9. júlí 2014 07:30 Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. 9. júlí 2014 20:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Rannsókn á brunanum í Skeifunni frestað Hætta er á að þverbitar í þeim byggingum sem brunnu séu ótryggir og hætta á að þeir geti hrunið. 8. júlí 2014 18:25
Tryggingarnar ná ekki yfir allt Gríðarlegt fjárhagslegt tjón varð í Skeifubrunanum á sunnudag. 9. júlí 2014 00:01
Tæknideild hefur lokið rannsókn í Skeifunni Deildin mun þó áfram fylgjast með hreinsun á svæðinu. 10. júlí 2014 17:12
Fönn þakkar slökkviliðsmönnum Þvottahúsið Fönn er nú þegar byrjað að þjónusta viðskiptavini sína þrátt fyrir áfallið sem fyrirtækið varð fyrir í brunanum í Skeifunni síðastliðinn sunnudag. 11. júlí 2014 10:36
Þurfti að brjóta niður grindverk við brunahana: "Þetta getur tafið okkur mikið“ Yfirmaður forvarnadeildar Slökkviliðsins minnir á mikilvægi brunahana. Í brunanum í Skeifunni var grindverk upp við einn brunahanann sem þurfti að brjóta niður. 9. júlí 2014 07:30
Frábær tækifæri til uppbyggingar í Skeifunni Formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að í Skeifunni gæti risið glæsilegt hverfi þar sem blandað væri saman viðskiptum og íbúðahúsnæði í anda Meat District á Manhattan og Soho í Lundúnum. 9. júlí 2014 20:00