Af hverju er ég að skrifa þennan pistil? Óttar Martin Norðfjörð skrifar 29. júlí 2014 13:54 Af hverju er ég að skrifa þennan pistil? Ég skil ekki neitt. Er í lagi að skrifa pistla þegar maður skilur ekki neitt? Eru kannski of margir pistlar birtir daglega þar sem fólk þykist skilja allt, þessa fínu þræði heimsins, og þess vegna reynir það að veita manni svör, en í sannleika sagt skilur það heldur ekki neitt? Skilur einhver eitthvað? Ég veit það ekki. Ég hef ekki tölu á greinunum, pistlunum, fréttaskýringunum og viðtölunum sem ég hef horft á og lesið síðustu daga til að reyna að skilja það sem er að gerast á Gaza. Öll útskýra þau aðdragandann eða rekja átakasöguna, en samt er ég engu nær. Ég skil einfaldlega ekki hvað er að gerast. Ég skil hvers vegna þetta er að gerast, sögulega, en ég skil ekki einhverja aðra, dýpri tegund af „hvers vegna“. Hvers vegna drepur fólk hvert annað? Hvers vegna hafa stríð fylgt manninum frá upphafi? Eru stríð í dag hryllilegri en áður fyrr því við teljum okkur siðmenntaðri með öll okkar mannréttindi, lög og reglur? Erum við siðmenntaðri? Ég veit það ekki. Ég veit ekki neitt, enda skil ég ekki neitt. Mér leiðast pistlar sem þykjast veita svör við ósvaranlegum hlutum. Pistlar þar sem höfundar setjast í hálfgerð hásæti með útskýringum sínum á ástandi heimsins, máli málanna þá vikuna. Væri ekki heiðarlegra að viðurkenna að stundum eru engin svör til, engar útskýringar, ekkert sem varpar ljósi á málið, að minnsta kosti ekki í stóra samhenginu? Kannski. Ég veit það ekki. Það er sérlega erfitt að skilja heiminn þessa dagana, því þessa dagana erum við minnt á hvernig heimurinn er. Eða getur verið. Eða mun alltaf vera. Eða hefur alltaf verið. Við fáum myndir af látnum börnum sem eru borin um götur Gaza. Við fáum myndir af látnum hermönnum í fyrri heimsstyrjöld sem hófst fyrir 100 árum. Hvernig eigum við að skilja þetta? Hvert er samhengið í gömlu og nýju stríðsmyndunum? Látið fólk í gamla daga vegna einhvers sem enginn skildi þá. Látið fólk í dag vegna einhvers sem enginn skilur nú. Á maður að vera bjartsýnn fyrir hönd mannkyns? Eða svartsýnn? Á maður að trúa því að hlutirnir lagist einn daginn? Eða eiga þeir kannski eftir að verða verri? Mun einhvern tíma eitthvað breytast? Ég hef ekki hugmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gasa Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Af hverju er ég að skrifa þennan pistil? Ég skil ekki neitt. Er í lagi að skrifa pistla þegar maður skilur ekki neitt? Eru kannski of margir pistlar birtir daglega þar sem fólk þykist skilja allt, þessa fínu þræði heimsins, og þess vegna reynir það að veita manni svör, en í sannleika sagt skilur það heldur ekki neitt? Skilur einhver eitthvað? Ég veit það ekki. Ég hef ekki tölu á greinunum, pistlunum, fréttaskýringunum og viðtölunum sem ég hef horft á og lesið síðustu daga til að reyna að skilja það sem er að gerast á Gaza. Öll útskýra þau aðdragandann eða rekja átakasöguna, en samt er ég engu nær. Ég skil einfaldlega ekki hvað er að gerast. Ég skil hvers vegna þetta er að gerast, sögulega, en ég skil ekki einhverja aðra, dýpri tegund af „hvers vegna“. Hvers vegna drepur fólk hvert annað? Hvers vegna hafa stríð fylgt manninum frá upphafi? Eru stríð í dag hryllilegri en áður fyrr því við teljum okkur siðmenntaðri með öll okkar mannréttindi, lög og reglur? Erum við siðmenntaðri? Ég veit það ekki. Ég veit ekki neitt, enda skil ég ekki neitt. Mér leiðast pistlar sem þykjast veita svör við ósvaranlegum hlutum. Pistlar þar sem höfundar setjast í hálfgerð hásæti með útskýringum sínum á ástandi heimsins, máli málanna þá vikuna. Væri ekki heiðarlegra að viðurkenna að stundum eru engin svör til, engar útskýringar, ekkert sem varpar ljósi á málið, að minnsta kosti ekki í stóra samhenginu? Kannski. Ég veit það ekki. Það er sérlega erfitt að skilja heiminn þessa dagana, því þessa dagana erum við minnt á hvernig heimurinn er. Eða getur verið. Eða mun alltaf vera. Eða hefur alltaf verið. Við fáum myndir af látnum börnum sem eru borin um götur Gaza. Við fáum myndir af látnum hermönnum í fyrri heimsstyrjöld sem hófst fyrir 100 árum. Hvernig eigum við að skilja þetta? Hvert er samhengið í gömlu og nýju stríðsmyndunum? Látið fólk í gamla daga vegna einhvers sem enginn skildi þá. Látið fólk í dag vegna einhvers sem enginn skilur nú. Á maður að vera bjartsýnn fyrir hönd mannkyns? Eða svartsýnn? Á maður að trúa því að hlutirnir lagist einn daginn? Eða eiga þeir kannski eftir að verða verri? Mun einhvern tíma eitthvað breytast? Ég hef ekki hugmynd.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun