Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Atli Ísleifsson skrifar 22. júlí 2014 10:20 Erna Solberg ávarpaði þjóð sína í miðborg Óslóar í morgun í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá ódæðisverkunum í Útey þar sem 77 létu lífið. Vísir/AFP Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey þar sem 77 manns voru myrtir af Anders Behring Breivik. „Traustið sem við berum til hvers annars í Noregi, er okkar mesti styrkleiki.“ Forsætisráðherrann hvatti til þess að allir fái að vera aðilar að hinu norska samfélagi. „Minningarnar um 22. júlí skuldbindur okkur öll. Við verðum áfram að standa vörð um grunngildi okkar. Við eigum að berjast fyrir opnu samfélagi, umburðarlyndi og fjölbreytni og við eigum að vinna að því á hverjum degi að að verja og þróa norskt lýðræði,“ sagði Solberg í ræðu sinni í miðborg Óslóar nú fyrir stundu. Solberg sagði nauðsynlegt að Norðmenn væru áfram til staðar fyrir hvorn annan. „Við eigum að vera samborgarar. Þannig heiðrum við best þá látnu. Fyrir alla þá sem misstu ástvin er sorgin og söknuðurinn yfirþyrmandi. Fyrir þá sem lifðu af, eru minningarnar og tilfinningarnar enn sterkar. Fyrir alla þá sem hættu lífi sínu til að bjarga öðrum, getur verið erfitt að lifa áfram líkt og áður.“ Að sögn Solberg reyndi 22. júlí á alla Norðmenn. „Við brugðumst við með einingu. Við brugðust við með með því að hlúa að hvort öðru. Það er jafn mikilvægt í dag og fyrir þremur árum síðan.“ Sagði hún að ekki sé mögulegt að gera atburðinn að engu, en lagði áherslu á að landsmenn geti unnið betur að því að vera betur í stakk búin. „Við getum ekki varið okkur gegn öllum hættum. Það mikilvægasta sem við getum gert er að taka afstöðu gegn öfgastefnu og hryðjuverkum.“ Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Solberg hafi jafnframt þakkað Jens Stoltenberg, forvera sínum í starfi, fyrir sinn þátt og leiðsögn í kjölfar ódæðisverkanna og fyrir að „hafa vísað veginn á þessum erfiða tíma.“ Stoltenberg, sem tekur brátt við framkvæmdastjórastöðu hjá NATO, segir að burtséð frá embættum verði minningin um 22. júlí óbreytt í huga hans. „Þetta er dagur sem við tengjum við allt hið illa og hræðilega sem gerðist, en einnig þann styrk og þá samheldni sem við upplifðum eftir atburðinn. Allir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey þar sem 77 manns voru myrtir af Anders Behring Breivik. „Traustið sem við berum til hvers annars í Noregi, er okkar mesti styrkleiki.“ Forsætisráðherrann hvatti til þess að allir fái að vera aðilar að hinu norska samfélagi. „Minningarnar um 22. júlí skuldbindur okkur öll. Við verðum áfram að standa vörð um grunngildi okkar. Við eigum að berjast fyrir opnu samfélagi, umburðarlyndi og fjölbreytni og við eigum að vinna að því á hverjum degi að að verja og þróa norskt lýðræði,“ sagði Solberg í ræðu sinni í miðborg Óslóar nú fyrir stundu. Solberg sagði nauðsynlegt að Norðmenn væru áfram til staðar fyrir hvorn annan. „Við eigum að vera samborgarar. Þannig heiðrum við best þá látnu. Fyrir alla þá sem misstu ástvin er sorgin og söknuðurinn yfirþyrmandi. Fyrir þá sem lifðu af, eru minningarnar og tilfinningarnar enn sterkar. Fyrir alla þá sem hættu lífi sínu til að bjarga öðrum, getur verið erfitt að lifa áfram líkt og áður.“ Að sögn Solberg reyndi 22. júlí á alla Norðmenn. „Við brugðumst við með einingu. Við brugðust við með með því að hlúa að hvort öðru. Það er jafn mikilvægt í dag og fyrir þremur árum síðan.“ Sagði hún að ekki sé mögulegt að gera atburðinn að engu, en lagði áherslu á að landsmenn geti unnið betur að því að vera betur í stakk búin. „Við getum ekki varið okkur gegn öllum hættum. Það mikilvægasta sem við getum gert er að taka afstöðu gegn öfgastefnu og hryðjuverkum.“ Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Solberg hafi jafnframt þakkað Jens Stoltenberg, forvera sínum í starfi, fyrir sinn þátt og leiðsögn í kjölfar ódæðisverkanna og fyrir að „hafa vísað veginn á þessum erfiða tíma.“ Stoltenberg, sem tekur brátt við framkvæmdastjórastöðu hjá NATO, segir að burtséð frá embættum verði minningin um 22. júlí óbreytt í huga hans. „Þetta er dagur sem við tengjum við allt hið illa og hræðilega sem gerðist, en einnig þann styrk og þá samheldni sem við upplifðum eftir atburðinn. Allir lögðu sitt á vogarskálarnar.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira