Traustið til hvers annars er mesti styrkleiki Norðmanna Atli Ísleifsson skrifar 22. júlí 2014 10:20 Erna Solberg ávarpaði þjóð sína í miðborg Óslóar í morgun í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá ódæðisverkunum í Útey þar sem 77 létu lífið. Vísir/AFP Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey þar sem 77 manns voru myrtir af Anders Behring Breivik. „Traustið sem við berum til hvers annars í Noregi, er okkar mesti styrkleiki.“ Forsætisráðherrann hvatti til þess að allir fái að vera aðilar að hinu norska samfélagi. „Minningarnar um 22. júlí skuldbindur okkur öll. Við verðum áfram að standa vörð um grunngildi okkar. Við eigum að berjast fyrir opnu samfélagi, umburðarlyndi og fjölbreytni og við eigum að vinna að því á hverjum degi að að verja og þróa norskt lýðræði,“ sagði Solberg í ræðu sinni í miðborg Óslóar nú fyrir stundu. Solberg sagði nauðsynlegt að Norðmenn væru áfram til staðar fyrir hvorn annan. „Við eigum að vera samborgarar. Þannig heiðrum við best þá látnu. Fyrir alla þá sem misstu ástvin er sorgin og söknuðurinn yfirþyrmandi. Fyrir þá sem lifðu af, eru minningarnar og tilfinningarnar enn sterkar. Fyrir alla þá sem hættu lífi sínu til að bjarga öðrum, getur verið erfitt að lifa áfram líkt og áður.“ Að sögn Solberg reyndi 22. júlí á alla Norðmenn. „Við brugðumst við með einingu. Við brugðust við með með því að hlúa að hvort öðru. Það er jafn mikilvægt í dag og fyrir þremur árum síðan.“ Sagði hún að ekki sé mögulegt að gera atburðinn að engu, en lagði áherslu á að landsmenn geti unnið betur að því að vera betur í stakk búin. „Við getum ekki varið okkur gegn öllum hættum. Það mikilvægasta sem við getum gert er að taka afstöðu gegn öfgastefnu og hryðjuverkum.“ Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Solberg hafi jafnframt þakkað Jens Stoltenberg, forvera sínum í starfi, fyrir sinn þátt og leiðsögn í kjölfar ódæðisverkanna og fyrir að „hafa vísað veginn á þessum erfiða tíma.“ Stoltenberg, sem tekur brátt við framkvæmdastjórastöðu hjá NATO, segir að burtséð frá embættum verði minningin um 22. júlí óbreytt í huga hans. „Þetta er dagur sem við tengjum við allt hið illa og hræðilega sem gerðist, en einnig þann styrk og þá samheldni sem við upplifðum eftir atburðinn. Allir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hvatti alla til að taka afstöðu gegn öfgastefnu þegar hún ávarpaði þjóð sína í tilefni að því að þrjú ár eru liðin frá voðaverkunum í Útey þar sem 77 manns voru myrtir af Anders Behring Breivik. „Traustið sem við berum til hvers annars í Noregi, er okkar mesti styrkleiki.“ Forsætisráðherrann hvatti til þess að allir fái að vera aðilar að hinu norska samfélagi. „Minningarnar um 22. júlí skuldbindur okkur öll. Við verðum áfram að standa vörð um grunngildi okkar. Við eigum að berjast fyrir opnu samfélagi, umburðarlyndi og fjölbreytni og við eigum að vinna að því á hverjum degi að að verja og þróa norskt lýðræði,“ sagði Solberg í ræðu sinni í miðborg Óslóar nú fyrir stundu. Solberg sagði nauðsynlegt að Norðmenn væru áfram til staðar fyrir hvorn annan. „Við eigum að vera samborgarar. Þannig heiðrum við best þá látnu. Fyrir alla þá sem misstu ástvin er sorgin og söknuðurinn yfirþyrmandi. Fyrir þá sem lifðu af, eru minningarnar og tilfinningarnar enn sterkar. Fyrir alla þá sem hættu lífi sínu til að bjarga öðrum, getur verið erfitt að lifa áfram líkt og áður.“ Að sögn Solberg reyndi 22. júlí á alla Norðmenn. „Við brugðumst við með einingu. Við brugðust við með með því að hlúa að hvort öðru. Það er jafn mikilvægt í dag og fyrir þremur árum síðan.“ Sagði hún að ekki sé mögulegt að gera atburðinn að engu, en lagði áherslu á að landsmenn geti unnið betur að því að vera betur í stakk búin. „Við getum ekki varið okkur gegn öllum hættum. Það mikilvægasta sem við getum gert er að taka afstöðu gegn öfgastefnu og hryðjuverkum.“ Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að Solberg hafi jafnframt þakkað Jens Stoltenberg, forvera sínum í starfi, fyrir sinn þátt og leiðsögn í kjölfar ódæðisverkanna og fyrir að „hafa vísað veginn á þessum erfiða tíma.“ Stoltenberg, sem tekur brátt við framkvæmdastjórastöðu hjá NATO, segir að burtséð frá embættum verði minningin um 22. júlí óbreytt í huga hans. „Þetta er dagur sem við tengjum við allt hið illa og hræðilega sem gerðist, en einnig þann styrk og þá samheldni sem við upplifðum eftir atburðinn. Allir lögðu sitt á vogarskálarnar.“
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira