Fyrstu kvikmyndirnar á RIFF tilkynntar Þórður Ingi Jónsson skrifar 26. ágúst 2014 13:45 Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 25. september og stendur yfir til 5. október. Sýningar munu fara fram í Bíó Paradís, Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Auk þess verða fjölbreyttir viðburðir í Kópavogi og Reykjavík. Vísi hefur borist tilkynning frá RIFF um fyrstu tólf myndirnar sem sýndar verða.Í flokki heimildarmynda er The War You Don‘t See eftir hinn marglaunaða blaðamann John Pilger. Hún fjallar um hlutverk fjölmiðla í stríði. Í flokknum er einnig sænska heimildarmyndin Penthouse North eftir Johanna St. Michaels og myndin Kismet eftir Nina-Maria Paschalidou frá Kýpur. Sú fjallar um tyrkneskar sápuóperur.Í flokknum Fyrir opnu hafi er sannsöguleg mynd frá Eþíópíu að nafni Difret eftir Zersenay Mehari.Í flokknum Vitranir er Villa Touma eftir palestínska/ísraelska leikstjórann Suha Arafsuh og bandarísku myndirnar Before I Disappear eftir leikstjórann Shawn Christensen, Two Step eftir Alex R. Johnson og Bonobo eftir Matthew Hammet Knott.Í flokknum Myndir frá Færeyjum og Grænlandi er myndin Eina eftir Andrias Høgenni frá Færeyjum.Í flokknum Sjónarrönd Ítalía er The Stone River eftir Giovanni Donfrancesco.Í flokknum Önnur framtíð er myndin Mystery of the Arctic Cairn – New Land eftir Kyle O‘ Donoghue en það er norsk og suður-afrísk framleiðsla. Þá mun RIFF bjóða upp á fjölda sérviðburða um alla borg. Meðal þeirra má nefna Sundbíó, Tónleikabíó, Riff Around Town, Bílabíó, Heimabíó með Hrafni Gunnlaugssyni, málþing um efnið Stríð og frið og margt fleira. Hægt er að finna nánari upplýsingar á www.riff.is. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst fimmtudaginn 25. september og stendur yfir til 5. október. Sýningar munu fara fram í Bíó Paradís, Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu. Auk þess verða fjölbreyttir viðburðir í Kópavogi og Reykjavík. Vísi hefur borist tilkynning frá RIFF um fyrstu tólf myndirnar sem sýndar verða.Í flokki heimildarmynda er The War You Don‘t See eftir hinn marglaunaða blaðamann John Pilger. Hún fjallar um hlutverk fjölmiðla í stríði. Í flokknum er einnig sænska heimildarmyndin Penthouse North eftir Johanna St. Michaels og myndin Kismet eftir Nina-Maria Paschalidou frá Kýpur. Sú fjallar um tyrkneskar sápuóperur.Í flokknum Fyrir opnu hafi er sannsöguleg mynd frá Eþíópíu að nafni Difret eftir Zersenay Mehari.Í flokknum Vitranir er Villa Touma eftir palestínska/ísraelska leikstjórann Suha Arafsuh og bandarísku myndirnar Before I Disappear eftir leikstjórann Shawn Christensen, Two Step eftir Alex R. Johnson og Bonobo eftir Matthew Hammet Knott.Í flokknum Myndir frá Færeyjum og Grænlandi er myndin Eina eftir Andrias Høgenni frá Færeyjum.Í flokknum Sjónarrönd Ítalía er The Stone River eftir Giovanni Donfrancesco.Í flokknum Önnur framtíð er myndin Mystery of the Arctic Cairn – New Land eftir Kyle O‘ Donoghue en það er norsk og suður-afrísk framleiðsla. Þá mun RIFF bjóða upp á fjölda sérviðburða um alla borg. Meðal þeirra má nefna Sundbíó, Tónleikabíó, Riff Around Town, Bílabíó, Heimabíó með Hrafni Gunnlaugssyni, málþing um efnið Stríð og frið og margt fleira. Hægt er að finna nánari upplýsingar á www.riff.is.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira