Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 23:12 Formaðurinn bilaðist af gleði í leikslok. mynd/kkí/stefán borgþórsson Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, upplifði eins og strákarnir í körfuboltalandsliðinu mikinn tilfinningarússibana í kvöld þegar íslenska liðið vann 71-69 sigur á Bretum í London og tryggði sér annað sætið í riðlinum og mjög líklega sæti á EM. „Þetta er eiginlega bara ólýsanleg tilfinning því það er svo mikil vinna að baki þessu og hjá svo mörgum. Það eiga svo margir þátt í þessu en ég vil ítreka það að það er ekkert öruggt ennþá að við séum komnir inn á Eurobasket," sagði Hannes en sex af sjö liðunum sem lenda í öðru sæti í riðlinum tryggja sér þátttökurétt á EM á næsta ári. „Dagurinn í dag er samt svo sannarlega stór dagur í íslenskum körfubolta. Við erum á góðri leið með að fara á Eurobasket. Það er ótrúlegt að þegar ég fer sem stjórnarmaður á stjórnarfund FIBA Europe 8. september næstkomandi, þar sem verður ákveðið hvar Eurobasket verður, þá verð ég aðeins að hafa í huga hvar Ísland verður að spila þarna," sagði Hannes léttur. „Þetta er mikið afrek en það er ennþá einn leikur eftir. Það þarf samt einstaka óheppni ef við förum ekki inn á Eurobasket," sagði Hannes. „Eins og ég sagði í byrjun þá er þetta vinna mjög marga aðila sem hafa komið að afreksmálum og íslenskum körfubolta heima. Þetta er stór dagur fyrir alla sem hafa komið nálægt íslenskum körfubolta frá upphafi," sagði Hannes. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en hvernig leið formanninum í hálfleik? „Ég viðurkenni það að ég var pínu hræddur. Ég hafði trú á þeim en ég var samt að hugsa: Nei, ekki erum við að glutra þessu niður. Ég vildi ekki trúa því og strákarnir höfðu líka trúna eins og þeir sýndu. Við Íslendingarnir sem vorum með liðinu í London höfðum trúna með þeim og þetta tókst," sagði Hannes sem hefur haft í nægu að snúast eftir leikinn að taka við hamingjuóskum. „Kveðjurnar sem við erum að fá heiman frá gleðja mig sem formann sambandsins og okkur í sambandinu. Við erum að fá svo mikið af kveðjum frá fullt af fólki úr íþróttahreyfingunni og fólki heima á Íslandi. Það hefur varla stoppað síminn og þetta sýnir að íslenskur körfubolti er á réttri leið og við vorum að stíga stórt skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu," sagði Hannes. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, upplifði eins og strákarnir í körfuboltalandsliðinu mikinn tilfinningarússibana í kvöld þegar íslenska liðið vann 71-69 sigur á Bretum í London og tryggði sér annað sætið í riðlinum og mjög líklega sæti á EM. „Þetta er eiginlega bara ólýsanleg tilfinning því það er svo mikil vinna að baki þessu og hjá svo mörgum. Það eiga svo margir þátt í þessu en ég vil ítreka það að það er ekkert öruggt ennþá að við séum komnir inn á Eurobasket," sagði Hannes en sex af sjö liðunum sem lenda í öðru sæti í riðlinum tryggja sér þátttökurétt á EM á næsta ári. „Dagurinn í dag er samt svo sannarlega stór dagur í íslenskum körfubolta. Við erum á góðri leið með að fara á Eurobasket. Það er ótrúlegt að þegar ég fer sem stjórnarmaður á stjórnarfund FIBA Europe 8. september næstkomandi, þar sem verður ákveðið hvar Eurobasket verður, þá verð ég aðeins að hafa í huga hvar Ísland verður að spila þarna," sagði Hannes léttur. „Þetta er mikið afrek en það er ennþá einn leikur eftir. Það þarf samt einstaka óheppni ef við förum ekki inn á Eurobasket," sagði Hannes. „Eins og ég sagði í byrjun þá er þetta vinna mjög marga aðila sem hafa komið að afreksmálum og íslenskum körfubolta heima. Þetta er stór dagur fyrir alla sem hafa komið nálægt íslenskum körfubolta frá upphafi," sagði Hannes. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en hvernig leið formanninum í hálfleik? „Ég viðurkenni það að ég var pínu hræddur. Ég hafði trú á þeim en ég var samt að hugsa: Nei, ekki erum við að glutra þessu niður. Ég vildi ekki trúa því og strákarnir höfðu líka trúna eins og þeir sýndu. Við Íslendingarnir sem vorum með liðinu í London höfðum trúna með þeim og þetta tókst," sagði Hannes sem hefur haft í nægu að snúast eftir leikinn að taka við hamingjuóskum. „Kveðjurnar sem við erum að fá heiman frá gleðja mig sem formann sambandsins og okkur í sambandinu. Við erum að fá svo mikið af kveðjum frá fullt af fólki úr íþróttahreyfingunni og fólki heima á Íslandi. Það hefur varla stoppað síminn og þetta sýnir að íslenskur körfubolti er á réttri leið og við vorum að stíga stórt skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu," sagði Hannes.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45
Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41
Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02
Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04
Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56
Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08