Lions vann sannfærandi sigur á Giants | Úrslit gærkvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2014 09:30 Joseph Fauria teygir sig eftir sendingu frá Matthew Stafford. Vísir/Getty Fyrstu umferðinni í NFL-deildinni lauk í gær með tveimur leikjum. Detroit Lions vann sannfærandi sigur á New York Giants og þá náði Arizona Cardinals að kreista fram sigur á lokamínútum leiksins gegn San Diego Chargers. Detroit Lions var ekki lengi að ná öruggu forskoti á Ford-vellinum í Detroit og tóku sömu vandamál sig upp hjá New York Giants og í fyrra en leikstjórnandi liðsins, Eli Manning, kastaði boltanum tvisvar í hendur varnarmanna Detroit Lions í leiknum.Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions og Calvin Johnson, útherji liðsins skiluðu tveimur snertimörkum í fyrsta leikhluta leiksins sem settu tóninn. Gestirnir frá New York náðu að saxa á forskot Detroit í öðrum leikhluta en Detroit setti aftur í gír í þriðja leikhluta og gekk frá leiknum. Mikilvægur sigur hjá Detroit en liðið var töluvert spurningarmerki fyrir leik gærkvöldsins eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum á síðasta tímabili og misst af sæti í úrslitakeppninni.Leikmenn Arizona Cardinals fagna snertimarki John Brown,Vísir/GettyÍ Arizona tóku heimamenn í Arizona Cardinals á móti San Diego Chargers. Arizona náði að snúa taflinu við í fjórða leikhluta eftir að hafa verið ellefu stigum undir eftir þrjá leikhluta. Sóknarleikur liðanna gekk illa í fyrstu tveimur leikhlutunum og var staðan 6-3 fyrir Arizona eftir fyrri hálfleikinn eftir þrjú vallarmörk. Í þriðja leikhluta vaknaði sóknarleikur gestanna frá San Diego til lífsins og skoruðu þeir tvö snertimörk í leikhlutanum. Fjórði leikhluti var hinsvegar eign Arizona Cardinals. Stepfan Taylor skoraði snertimark í upphafi leikhlutans og skyndilega var munurinn kominn niður í fimm stig áður en nýliðinn John Brown skoraði snertimark þegar tvær mínútur voru til leiksloka sem tryggði Cardinals sigurinn.Myndbönd af NFL.comCalvin Johnson var frábær í gærSigur snertimark Arizona CardinalsFrábær varnarleikur hjá Detroit LionsÞað var hart barist í Arizona.Vísir/getty NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira
Fyrstu umferðinni í NFL-deildinni lauk í gær með tveimur leikjum. Detroit Lions vann sannfærandi sigur á New York Giants og þá náði Arizona Cardinals að kreista fram sigur á lokamínútum leiksins gegn San Diego Chargers. Detroit Lions var ekki lengi að ná öruggu forskoti á Ford-vellinum í Detroit og tóku sömu vandamál sig upp hjá New York Giants og í fyrra en leikstjórnandi liðsins, Eli Manning, kastaði boltanum tvisvar í hendur varnarmanna Detroit Lions í leiknum.Matthew Stafford, leikstjórnandi Detroit Lions og Calvin Johnson, útherji liðsins skiluðu tveimur snertimörkum í fyrsta leikhluta leiksins sem settu tóninn. Gestirnir frá New York náðu að saxa á forskot Detroit í öðrum leikhluta en Detroit setti aftur í gír í þriðja leikhluta og gekk frá leiknum. Mikilvægur sigur hjá Detroit en liðið var töluvert spurningarmerki fyrir leik gærkvöldsins eftir að hafa tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum á síðasta tímabili og misst af sæti í úrslitakeppninni.Leikmenn Arizona Cardinals fagna snertimarki John Brown,Vísir/GettyÍ Arizona tóku heimamenn í Arizona Cardinals á móti San Diego Chargers. Arizona náði að snúa taflinu við í fjórða leikhluta eftir að hafa verið ellefu stigum undir eftir þrjá leikhluta. Sóknarleikur liðanna gekk illa í fyrstu tveimur leikhlutunum og var staðan 6-3 fyrir Arizona eftir fyrri hálfleikinn eftir þrjú vallarmörk. Í þriðja leikhluta vaknaði sóknarleikur gestanna frá San Diego til lífsins og skoruðu þeir tvö snertimörk í leikhlutanum. Fjórði leikhluti var hinsvegar eign Arizona Cardinals. Stepfan Taylor skoraði snertimark í upphafi leikhlutans og skyndilega var munurinn kominn niður í fimm stig áður en nýliðinn John Brown skoraði snertimark þegar tvær mínútur voru til leiksloka sem tryggði Cardinals sigurinn.Myndbönd af NFL.comCalvin Johnson var frábær í gærSigur snertimark Arizona CardinalsFrábær varnarleikur hjá Detroit LionsÞað var hart barist í Arizona.Vísir/getty
NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Sjá meira