Stærsta jarðsig síðan mælingar hófust Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2014 12:42 Vísir/GVA Allt að fimmtán metra lækkun hefur orðið í miðju öskjunnar í Bárðarbungu. Rúmmálsbreytingin nemur um 0,25 rúmkílómetra og er lögun dældarinnar í samræmi við að botn öskjunnar hafi sigið sem þessu nemur.Click here for an English version. Aldrei áður hefur sig af þessari stærðargráðu orðið á Íslandi síðan mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust um miðja síðustu öld. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun. Þá segir í tilkynningu frá Almannavörnum að rúmmál sigsvæðisins sé verulegur hluti af áætluðu heildarrúmmáli kvikugangsins. Sennilegasta skýring sigsins er talin vera jarðskjálftavirkni undanfarið og kvikustreymi neðanjarðar til norðausturs. Í eftirlitsflugi í gær fannst einnig breið og grunn sigdæld í Dyngjujökli um tíu kílómetra frá jökuljaðri. Önnur dæld sem er um sex kílómetra frá sporði Dyngjujökuls hefur farið dýpkandi og mælist nú 35 kílómetra djúp. Líklegt þykir að þessar dældir séu merki um stutt gos sem hafi orðið undir jöklinum.Ekkert lát á gosinu Þá hefur ekkert dregið úr gosinu í Holuhrauni, þar sem nú er virkni á tveimur sprungum. Hrauntungan nær nú tíu kílómetra til ANA og á tæpan kílómeter eftir í Jökulsá á Fjöllum. Aftur á móti hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á svæðinu síðan í gær. Frá miðnætti hafa um 90 skjálftar mælst og einn þeirra fimm að stærð mældist við Bárðarbungu klukkan 5:40 í morgun. Frá 16. ágúst hafa fjórtán skjálftar verið stærri en 5 við Bárðarbungu.Fjórir möguleikar líklegastir Vísindamannaráð Almannavarna telur fjóra möguleika líklegasta í framvindu jarðhræringanna. - Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum. - Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. - Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. - Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Bárðarbunga Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Allt að fimmtán metra lækkun hefur orðið í miðju öskjunnar í Bárðarbungu. Rúmmálsbreytingin nemur um 0,25 rúmkílómetra og er lögun dældarinnar í samræmi við að botn öskjunnar hafi sigið sem þessu nemur.Click here for an English version. Aldrei áður hefur sig af þessari stærðargráðu orðið á Íslandi síðan mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust um miðja síðustu öld. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun. Þá segir í tilkynningu frá Almannavörnum að rúmmál sigsvæðisins sé verulegur hluti af áætluðu heildarrúmmáli kvikugangsins. Sennilegasta skýring sigsins er talin vera jarðskjálftavirkni undanfarið og kvikustreymi neðanjarðar til norðausturs. Í eftirlitsflugi í gær fannst einnig breið og grunn sigdæld í Dyngjujökli um tíu kílómetra frá jökuljaðri. Önnur dæld sem er um sex kílómetra frá sporði Dyngjujökuls hefur farið dýpkandi og mælist nú 35 kílómetra djúp. Líklegt þykir að þessar dældir séu merki um stutt gos sem hafi orðið undir jöklinum.Ekkert lát á gosinu Þá hefur ekkert dregið úr gosinu í Holuhrauni, þar sem nú er virkni á tveimur sprungum. Hrauntungan nær nú tíu kílómetra til ANA og á tæpan kílómeter eftir í Jökulsá á Fjöllum. Aftur á móti hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á svæðinu síðan í gær. Frá miðnætti hafa um 90 skjálftar mælst og einn þeirra fimm að stærð mældist við Bárðarbungu klukkan 5:40 í morgun. Frá 16. ágúst hafa fjórtán skjálftar verið stærri en 5 við Bárðarbungu.Fjórir möguleikar líklegastir Vísindamannaráð Almannavarna telur fjóra möguleika líklegasta í framvindu jarðhræringanna. - Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum. - Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. - Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. - Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.
Bárðarbunga Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira