Lars von Trier vinnur að „fordæmalausum“ sjónvarpsþætti Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. september 2014 15:00 Getty Danski leikstjórinn Lars von Trier vinnur nú að gerð nýrrar þáttaraðar sem heitir The House That Jack Built. Þættirnir verða á ensku en ekki liggur enn fyrir hvað þeir snúast um þar sem von Trier er ennþá að skrifa handritið. Þetta kom fram á fjölmiðlafundi eftir sýningu á nýjustu mynd hans, Nymphomaniac á kvikmyndahátíð Feneyja. Von Trier hét því að tala aldrei aftur við fjölmiðla eftir umdeildan nasistabrandara á Cannes-kvikmyndahátíðinni en framleiðandinn Louise Vesth tilkynnti um þættina á fundinum. „Það gleður mig að tilkynna það að næsta verkefni Lars von Triers verða sjónvarpsþættir á enska tungumálinu. Hann er með stórkostlega hugmynd sem ég get ekki sagt meira um í bili. Hann vill fá stórlið leikara og ég er viss um að þetta verði eitthvað sem þið hafið aldrei séð áður og munið aldrei sjá aftur,“ sagði hún. Framleiðandinn Peter Aalbæk Jensen sagði sömuleiðis að þættirnir yrðu „fordæmalausir“. Áætlað er að tökur á þættinum hefjist árið 2016. Aðdáendur leikstjórans munu vafalaust gleðjast yfir þessum fréttum enda slógu sjónvarpsþættirnir Riget eftir von Trier í gegn á sínum tíma. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Danski leikstjórinn Lars von Trier vinnur nú að gerð nýrrar þáttaraðar sem heitir The House That Jack Built. Þættirnir verða á ensku en ekki liggur enn fyrir hvað þeir snúast um þar sem von Trier er ennþá að skrifa handritið. Þetta kom fram á fjölmiðlafundi eftir sýningu á nýjustu mynd hans, Nymphomaniac á kvikmyndahátíð Feneyja. Von Trier hét því að tala aldrei aftur við fjölmiðla eftir umdeildan nasistabrandara á Cannes-kvikmyndahátíðinni en framleiðandinn Louise Vesth tilkynnti um þættina á fundinum. „Það gleður mig að tilkynna það að næsta verkefni Lars von Triers verða sjónvarpsþættir á enska tungumálinu. Hann er með stórkostlega hugmynd sem ég get ekki sagt meira um í bili. Hann vill fá stórlið leikara og ég er viss um að þetta verði eitthvað sem þið hafið aldrei séð áður og munið aldrei sjá aftur,“ sagði hún. Framleiðandinn Peter Aalbæk Jensen sagði sömuleiðis að þættirnir yrðu „fordæmalausir“. Áætlað er að tökur á þættinum hefjist árið 2016. Aðdáendur leikstjórans munu vafalaust gleðjast yfir þessum fréttum enda slógu sjónvarpsþættirnir Riget eftir von Trier í gegn á sínum tíma.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira