Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. september 2014 09:46 Þorlákshöfn er annar af tveimur stöðum sem nefndir eru í tillögu Framsóknarmanna. Vísir / Ölfus „Ég get bara sagt þér að við höfum ekkert rætt þetta,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfus, aðspurður hvort rætt hafi verið í bænum um möguleika á áburðarverksmiðju. Hann segir þó að heilt yfir séu menn ekki spenntir fyrir verkefnum sem geta haft truflandi áhrif á íbúa samfélagsins. Þorlákshöfn er annar af tveimur stöðum sem nefndir eru vegna uppbyggingar áburðarverksmiðju í þingsályktunartillögu sjö þingmanna Framsóknarflokksins. Hinn staðurinn er Helguvík. Þéttbýli við höfnina Gunnsteinn segist þó ekki vita hvort áburðarverksmiðja hefði truflandi áhrif á samfélagið og segir að allar hugmyndir verði skoðaðar. „Það er ekki sama hvað er, en allt verður skoðað vandlega,“ segir hann. „Ég þekki ekki starfsemi svona áburðaverksmiðju.“Bæjarstjórinn bendir hinsvegar á að höfnin, sem er ein af forsendum staðsetningar verksmiðjunnar, sé við þéttbýli. „Þannig að við erum kannski viðkvæm fyrir stóru og miklu inngripi,“ segir hann. „Nú veit maður í sjálfu sér ekki, að óskoðuðu, það verður auvðitað að skoða hvert einasta verkefni sérstaklega, en eins og ég segi, heilt yfir, eru verkefni sem hafa verulega truflandi áhrif á íbúa samfélagsins ekki ákjósanleg.“Enginn sérstakur áhugi Svipað er uppi á teningnum í Reykjanesbæ vegna Helguvíkur „Við undirrituðum í janúar 2013 viljayfirlýsingu um að skoða lóð fyrir þá. Síðan höfum við lítið heyrt í þeim,“ segir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar, um samskipti sín við áhugahópinn sem vísað er til í þingsályktunartillögunni. Samskipti á milli hópsins hófust samkvæmt Pétri í lok árs 2012 en síðustu samskipti áttu sér stað sumarið 2013. Hann segir engin sérstök spenna vera í bænum fyrir áburðarverksmiðjunni. „Nei ég segi það nú kannski ekki en við vildum skoða það. Við erum opnir fyrir öllum nýjum atvinnutækifærum.“ Pétur segir að ekki verði barist fyrir því að fá verksmiðjuna. „Nei alls ekki. Þetta er nú meira fyrir landbúnaðinn heldur en okkur.“ Alþingi Tengdar fréttir Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
„Ég get bara sagt þér að við höfum ekkert rætt þetta,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfus, aðspurður hvort rætt hafi verið í bænum um möguleika á áburðarverksmiðju. Hann segir þó að heilt yfir séu menn ekki spenntir fyrir verkefnum sem geta haft truflandi áhrif á íbúa samfélagsins. Þorlákshöfn er annar af tveimur stöðum sem nefndir eru vegna uppbyggingar áburðarverksmiðju í þingsályktunartillögu sjö þingmanna Framsóknarflokksins. Hinn staðurinn er Helguvík. Þéttbýli við höfnina Gunnsteinn segist þó ekki vita hvort áburðarverksmiðja hefði truflandi áhrif á samfélagið og segir að allar hugmyndir verði skoðaðar. „Það er ekki sama hvað er, en allt verður skoðað vandlega,“ segir hann. „Ég þekki ekki starfsemi svona áburðaverksmiðju.“Bæjarstjórinn bendir hinsvegar á að höfnin, sem er ein af forsendum staðsetningar verksmiðjunnar, sé við þéttbýli. „Þannig að við erum kannski viðkvæm fyrir stóru og miklu inngripi,“ segir hann. „Nú veit maður í sjálfu sér ekki, að óskoðuðu, það verður auvðitað að skoða hvert einasta verkefni sérstaklega, en eins og ég segi, heilt yfir, eru verkefni sem hafa verulega truflandi áhrif á íbúa samfélagsins ekki ákjósanleg.“Enginn sérstakur áhugi Svipað er uppi á teningnum í Reykjanesbæ vegna Helguvíkur „Við undirrituðum í janúar 2013 viljayfirlýsingu um að skoða lóð fyrir þá. Síðan höfum við lítið heyrt í þeim,“ segir Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar, um samskipti sín við áhugahópinn sem vísað er til í þingsályktunartillögunni. Samskipti á milli hópsins hófust samkvæmt Pétri í lok árs 2012 en síðustu samskipti áttu sér stað sumarið 2013. Hann segir engin sérstök spenna vera í bænum fyrir áburðarverksmiðjunni. „Nei ég segi það nú kannski ekki en við vildum skoða það. Við erum opnir fyrir öllum nýjum atvinnutækifærum.“ Pétur segir að ekki verði barist fyrir því að fá verksmiðjuna. „Nei alls ekki. Þetta er nú meira fyrir landbúnaðinn heldur en okkur.“
Alþingi Tengdar fréttir Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54
Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05
600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19