Peterson segist ekki vera barnaníðingur 16. september 2014 13:30 Adrian Peterson. vísir/getty Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein. Peterson spilaði ekki með Minnesota Vikings um helgina vegna málsins en hann hefur verið kærður fyrir barnaníð enda sást á syninum unga. Hann mun þó spila um næstu helgi ef að líkum lætur. Hlauparinn öflugi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki vera fullkominn en þrátt fyrir það sé hann enginn barnaníðingur. „Ég bjóst aldrei við því að vera í þeirri stöðu að heimurinn efaðist um hæfileika mína sem foreldri eða teldi mig vera barnaníðing. Ég ætlaði mér aldrei að meiða son minn," segir Peterson meðal annars í yfirlýsingunni og heldur áfram. „Ég þarf að lifa með þeirri staðreynd að ég agaði son minn eins og ég var agaður er ég var barn. Hann meiddi sig mun meira en til stóð. Ég veit að margir eru mótfallnir mínum aðferðum til þess að aga barn og ég veit líka, eftir að hafa hitt sálfræðing, að það eru til fleiri aðferðir til þess að aga börn. „Ég hef lært mikið af þessu og þarf að endurskoða mínar aðgerðir. Ég mun læra af mistökunum og reyna að verða betra foreldri. Ég er ekki fullkominn sonur, eiginmaður né foreldri en ég er alls enginn barnaníðingur." Yfirlýsing Peterson hefur verið talsvert gagnrýnd enda biðst hann ekki afsökunar á hegðun sinni og þar kemur einnig fram að hún sé skrifuð að beiðni lögfræðings hans. Í gærkvöld komu svo fram nýjar ásakanir sem eiga að vera um ársgamlar. Þá meiddist sonurinn á höfði og Peterson er sagður eiga sökina. Það mál mun skýrast betur á næstu dögum. NFL Tengdar fréttir Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Það er fast sótt að einni stærstu stjörnu NFL-deildarinnar, Adrian Peterson, þessa dagana eftir að hann lamdi son sinn með trjágrein. Peterson spilaði ekki með Minnesota Vikings um helgina vegna málsins en hann hefur verið kærður fyrir barnaníð enda sást á syninum unga. Hann mun þó spila um næstu helgi ef að líkum lætur. Hlauparinn öflugi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki vera fullkominn en þrátt fyrir það sé hann enginn barnaníðingur. „Ég bjóst aldrei við því að vera í þeirri stöðu að heimurinn efaðist um hæfileika mína sem foreldri eða teldi mig vera barnaníðing. Ég ætlaði mér aldrei að meiða son minn," segir Peterson meðal annars í yfirlýsingunni og heldur áfram. „Ég þarf að lifa með þeirri staðreynd að ég agaði son minn eins og ég var agaður er ég var barn. Hann meiddi sig mun meira en til stóð. Ég veit að margir eru mótfallnir mínum aðferðum til þess að aga barn og ég veit líka, eftir að hafa hitt sálfræðing, að það eru til fleiri aðferðir til þess að aga börn. „Ég hef lært mikið af þessu og þarf að endurskoða mínar aðgerðir. Ég mun læra af mistökunum og reyna að verða betra foreldri. Ég er ekki fullkominn sonur, eiginmaður né foreldri en ég er alls enginn barnaníðingur." Yfirlýsing Peterson hefur verið talsvert gagnrýnd enda biðst hann ekki afsökunar á hegðun sinni og þar kemur einnig fram að hún sé skrifuð að beiðni lögfræðings hans. Í gærkvöld komu svo fram nýjar ásakanir sem eiga að vera um ársgamlar. Þá meiddist sonurinn á höfði og Peterson er sagður eiga sökina. Það mál mun skýrast betur á næstu dögum.
NFL Tengdar fréttir Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Einn besti leikmaður NFL handtekinn fyrir að slá son sinn með trjágrein Adrian Peterson sem af mörgum er talinn besti hlaupari í NFL deildinni í amerískum fótbolta var handtekinn í gær fyrir að slá fjögurra ára son sinn með trjágrein. 13. september 2014 17:30