Oft eru erfiðustu og réttu hlutirnir þeir sömu Arndís Halla Jóhannesdóttir skrifar 27. september 2014 15:10 Hverjir eru það sem nota heilbrigðiskerfið á Íslandi? Ég held mér sé óhætt að segja að það séu allir Íslendingar á einn eða annan hátt einhvern tíman á lífsleiðinni. Ég er ein af þeim sem hef þurft að nota það mikið, miklu meira en mig langar til, ég er í krabbameinsmeðferð einmitt núna. Ég greindist með brjóstakrabbamein árið 2012, þá 36 ára gömul, þá var ég ásamt fjölskyldunni minni búsett í San Diego í Californiu. Ég fór í fyrri meðferðina mína á UCSD eða nánar tiltekið á Rebecca and Johns Moores Cancer Center. Þetta var níu mánaða meðferð sem fólst í lyfjameðferð, aðgerð og geislum. Ég ætla ekki í þessum pistli að bera saman meðferðina mína þar og hér heima enda væri það svolítið eins og að bera saman epli og appelsínu, þar sem heilbrigðis- og tryggingakerfin eru svo gjörólík. Í stað þess ætla ég að tala aðeins um upplifun mína á heilbrigðiskerfinu gegnum seinni meðferðina mína hér heima sem ég er langt komin með. Þannig er í örstuttu máli að það var blettur bak við brjóstið sem fór að stækka, það kemur svo í ljós að í honum er mein og annar blettur við hliðina. Ég fer því í aðgerð þar sem skorið er á milli rifja og þessir blettir fjarlægðir og þá kemur í ljós að einnig eru krabbameinsfrumur í skurðarbrúnum. Þess vegna ekkert annað að gera en að fara aftur í lyfjameðferð sem ég er langt komin með núna. Þessu fylgja ótal læknisheimsóknir, blóðprufur, myndatökur og fleira. Á þessu tímabili hef ég tvisvar þurft að fara til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna þar sem þetta tæki er ekki til á Íslandi og mér skilst að núverandi húsakostur sé ekki fullnægjandi svo hægt sé að fjárfesta í slíkri græju. Nú er ég búin að segja ykkur frá mér, sjúklingnum í þessu tilviki og þá ætla ég að segja ykkur frá öllu því góða heilbrigðisstarfsfólki sem er að bjarga lífi mínu. Upplifun mín af því fólki er eftirfarandi, ég ætla að nefna nokkur dæmi. Ég mæti reglulega til krabbameinslæknis og ég ætla að leyfa mér að nafngreina hana Ásgerði Sverrisdóttur. Í hvert skipti sem ég kem til hennar tekur hún á móti mér hlýlega, gefur mér þann tíma sem ég þarf, útskýrir allt vel og passar upp á að ég og maðurinn minn sem er alltaf með mér séum örugg um hvað framundan er. Stundum hringir síminn hjá henni þegar við erum inni, hún biður okkur kurteisilega að hinkra meðan hún tekur símtalið og lætur vita að hún sé upptekin en heyri í viðkomandi um leið og hún losnar. Álagið er mikið og stundum velti ég fyrir mér hvort læknarnir og hjúkrunarfólkið hafi yfir höfuð tíma til að borða. Ég byrjaði í lyfjagjöf í júní og var þá látin vita í upphafi að venjulegast sé reynt að hafa það þannig að maður tilheyri einum hjúkrunarfræðingi sem sé oftast með mann en auðvitað þurfi kannski fleiri að koma að, en þar sem á þessum tíma hafi verið sumarfrístími þá megi ég gera ráð fyrir að fleiri komi að mér. Ég er búin að fara í sex lyfjagjafir núna og hef aldrei fengið sama hjúkrunarfræðinginn, það væri kannski hentugra að fá sama oftar, líka fyrir þær. Við erum bara svo heppin á Íslandi að eiga frábært heilbrigðisstarfsfólk og allir þessir hjúkrunarfræðingar hafa verið frábærir. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig þær fara að þessu, þær geta aldrei tyllt sér niður nema rétt til að stinga fólk og koma upp nálum, þær taka sér varla meira en tíu mínútur í mat, samt eru þær alltaf faglegar og koma fram við okkur sjúklingana af virðingu og mikilli natni. Þetta á líka við um annað starfsfólk sjúkrahússins hvort heldur sem er skurðlæknir, svæfingalæknir, starfsfólk í myndatökum og aðra. Í öll þessi skipti hef ég alltaf fengið frábæra þjónustu. Þetta er fólkið sem er að gera allt sem það getur til að hjálpa mér. Þetta er jú vinnan þeirra, en mikið vildi ég óska að vinnuumhverfið þeirra væri almennilegt, þetta er ekki boðlegt lengur hvorki starfsfólki né sjúklingum. Ég hef séð silfurskottur á einu salerni, reyndar ekki á krabbameinsdeildinni, en sama hvar í byggingunni það er þá myndi ég halda að væri ekki gott á sjúkrahúsi. Á lyfjadælingunni eru þrjú salerni aðeins eitt þeirra er þannig að auðvelt er að komast inn með ,,dansherrann,, með sér (þ.e. stöngin sem heldur lyfjapokunum uppi), inn á hin tvö þarf að bakka með rassinn á undan svo allt rati nú rétta leið. Salernin eru mikið nýtt þar sem maður fær oft mikinn vökva og þarf því að tappa af mjög reglulega af á meðan á dælingu stendur. Eins væri nú ljúft að þurfa ekki að fara erlendis í PET skanna þar sem fólk er misveikt á þessu ferðalagi, auk þess sem slíku ferðalagi fylgir mikill kostnaður sem aðeins er niðurgreiddur að hluta. Ég veit að aðrir en ég hafa meira vit á því hvernig góð sjúkrahúsbygging á að vera og hvaða tæki eru nauðsynleg en ég sem sjúklingur sé að þetta getur ekki gengið svona lengur. Íslendingar þurfa nýtt sjúkrahús strax. Það sem er líka mikið áhyggjuefni er læknaskorturinn. Það er staðreynd að krabbameinslæknum hefur fækkað verulega síðustu ár og ef rétt reynist að við eigum það á hættu að missa alla krabbameinslækna frá okkur vegna slakra launakjöra, ófullbúins tækjakosts og vegna skorts á möguleikum til að stunda rannsóknir þá er það grafalvarlegt og það þarf að bregðast við strax. Við verðum að rétta kjör og létta álagið á heilbrigðisstarfsfólkinu okkar til að koma í veg fyrir að þau flýi kerfið. Ég áttaði mig strax á því þegar ég greindist með krabbamein að ég hafði ekkert val, ég var jú með krabbamein. Eða hvað? Auðvitað hafði ég val um ýmislegt, ég gat valið um hvernig ég tækla þetta allt saman. Ég ákvað eins og svo margir aðrir að hafa jákvæðnina að vopni alla leið og lifa í núinu, við höfum jú öll bara það sem er hér og nú á henni hótel jörð. Það kostar mikið að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð, útgjöld heimilisins verða fyrir hnjaski og hjá mörgum svo miklu meira en það, sumir fara hreinlega á hliðina en það er eitt af þessu sem maður getur ekki valið. Í rauninni hafa stjórnvöld ekki val um það hvenær þau bregðast við vandanum í heilbrigðiskerfinu, það verður að gera það strax. Valið hjá stjórnvöldum hlýtur því að felast í að horfa á lausnirnar fremur en allt annað. Því vil ég og ég veit ég tala fyrir hönd margra biðla til ykkar sem ráðið að koma því í framkvæmd hið snarast að ráðast í byggingu á nýju sjúkrahúsi, það getur ekki beðið sama hvernig budda ríkisjóðs er því oft er það sem er erfitt líka það sem er rétt. Kæru ráðamenn, hafið endilega jákvæðnina að vopni í því að hefja það stóra verkefni að byggja nýtt sjúkrahús því þannig verður allt svo miklu léttara. Setjum nú í fimmta gír og framkvæmum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Hverjir eru það sem nota heilbrigðiskerfið á Íslandi? Ég held mér sé óhætt að segja að það séu allir Íslendingar á einn eða annan hátt einhvern tíman á lífsleiðinni. Ég er ein af þeim sem hef þurft að nota það mikið, miklu meira en mig langar til, ég er í krabbameinsmeðferð einmitt núna. Ég greindist með brjóstakrabbamein árið 2012, þá 36 ára gömul, þá var ég ásamt fjölskyldunni minni búsett í San Diego í Californiu. Ég fór í fyrri meðferðina mína á UCSD eða nánar tiltekið á Rebecca and Johns Moores Cancer Center. Þetta var níu mánaða meðferð sem fólst í lyfjameðferð, aðgerð og geislum. Ég ætla ekki í þessum pistli að bera saman meðferðina mína þar og hér heima enda væri það svolítið eins og að bera saman epli og appelsínu, þar sem heilbrigðis- og tryggingakerfin eru svo gjörólík. Í stað þess ætla ég að tala aðeins um upplifun mína á heilbrigðiskerfinu gegnum seinni meðferðina mína hér heima sem ég er langt komin með. Þannig er í örstuttu máli að það var blettur bak við brjóstið sem fór að stækka, það kemur svo í ljós að í honum er mein og annar blettur við hliðina. Ég fer því í aðgerð þar sem skorið er á milli rifja og þessir blettir fjarlægðir og þá kemur í ljós að einnig eru krabbameinsfrumur í skurðarbrúnum. Þess vegna ekkert annað að gera en að fara aftur í lyfjameðferð sem ég er langt komin með núna. Þessu fylgja ótal læknisheimsóknir, blóðprufur, myndatökur og fleira. Á þessu tímabili hef ég tvisvar þurft að fara til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna þar sem þetta tæki er ekki til á Íslandi og mér skilst að núverandi húsakostur sé ekki fullnægjandi svo hægt sé að fjárfesta í slíkri græju. Nú er ég búin að segja ykkur frá mér, sjúklingnum í þessu tilviki og þá ætla ég að segja ykkur frá öllu því góða heilbrigðisstarfsfólki sem er að bjarga lífi mínu. Upplifun mín af því fólki er eftirfarandi, ég ætla að nefna nokkur dæmi. Ég mæti reglulega til krabbameinslæknis og ég ætla að leyfa mér að nafngreina hana Ásgerði Sverrisdóttur. Í hvert skipti sem ég kem til hennar tekur hún á móti mér hlýlega, gefur mér þann tíma sem ég þarf, útskýrir allt vel og passar upp á að ég og maðurinn minn sem er alltaf með mér séum örugg um hvað framundan er. Stundum hringir síminn hjá henni þegar við erum inni, hún biður okkur kurteisilega að hinkra meðan hún tekur símtalið og lætur vita að hún sé upptekin en heyri í viðkomandi um leið og hún losnar. Álagið er mikið og stundum velti ég fyrir mér hvort læknarnir og hjúkrunarfólkið hafi yfir höfuð tíma til að borða. Ég byrjaði í lyfjagjöf í júní og var þá látin vita í upphafi að venjulegast sé reynt að hafa það þannig að maður tilheyri einum hjúkrunarfræðingi sem sé oftast með mann en auðvitað þurfi kannski fleiri að koma að, en þar sem á þessum tíma hafi verið sumarfrístími þá megi ég gera ráð fyrir að fleiri komi að mér. Ég er búin að fara í sex lyfjagjafir núna og hef aldrei fengið sama hjúkrunarfræðinginn, það væri kannski hentugra að fá sama oftar, líka fyrir þær. Við erum bara svo heppin á Íslandi að eiga frábært heilbrigðisstarfsfólk og allir þessir hjúkrunarfræðingar hafa verið frábærir. Ég velti því stundum fyrir mér hvernig þær fara að þessu, þær geta aldrei tyllt sér niður nema rétt til að stinga fólk og koma upp nálum, þær taka sér varla meira en tíu mínútur í mat, samt eru þær alltaf faglegar og koma fram við okkur sjúklingana af virðingu og mikilli natni. Þetta á líka við um annað starfsfólk sjúkrahússins hvort heldur sem er skurðlæknir, svæfingalæknir, starfsfólk í myndatökum og aðra. Í öll þessi skipti hef ég alltaf fengið frábæra þjónustu. Þetta er fólkið sem er að gera allt sem það getur til að hjálpa mér. Þetta er jú vinnan þeirra, en mikið vildi ég óska að vinnuumhverfið þeirra væri almennilegt, þetta er ekki boðlegt lengur hvorki starfsfólki né sjúklingum. Ég hef séð silfurskottur á einu salerni, reyndar ekki á krabbameinsdeildinni, en sama hvar í byggingunni það er þá myndi ég halda að væri ekki gott á sjúkrahúsi. Á lyfjadælingunni eru þrjú salerni aðeins eitt þeirra er þannig að auðvelt er að komast inn með ,,dansherrann,, með sér (þ.e. stöngin sem heldur lyfjapokunum uppi), inn á hin tvö þarf að bakka með rassinn á undan svo allt rati nú rétta leið. Salernin eru mikið nýtt þar sem maður fær oft mikinn vökva og þarf því að tappa af mjög reglulega af á meðan á dælingu stendur. Eins væri nú ljúft að þurfa ekki að fara erlendis í PET skanna þar sem fólk er misveikt á þessu ferðalagi, auk þess sem slíku ferðalagi fylgir mikill kostnaður sem aðeins er niðurgreiddur að hluta. Ég veit að aðrir en ég hafa meira vit á því hvernig góð sjúkrahúsbygging á að vera og hvaða tæki eru nauðsynleg en ég sem sjúklingur sé að þetta getur ekki gengið svona lengur. Íslendingar þurfa nýtt sjúkrahús strax. Það sem er líka mikið áhyggjuefni er læknaskorturinn. Það er staðreynd að krabbameinslæknum hefur fækkað verulega síðustu ár og ef rétt reynist að við eigum það á hættu að missa alla krabbameinslækna frá okkur vegna slakra launakjöra, ófullbúins tækjakosts og vegna skorts á möguleikum til að stunda rannsóknir þá er það grafalvarlegt og það þarf að bregðast við strax. Við verðum að rétta kjör og létta álagið á heilbrigðisstarfsfólkinu okkar til að koma í veg fyrir að þau flýi kerfið. Ég áttaði mig strax á því þegar ég greindist með krabbamein að ég hafði ekkert val, ég var jú með krabbamein. Eða hvað? Auðvitað hafði ég val um ýmislegt, ég gat valið um hvernig ég tækla þetta allt saman. Ég ákvað eins og svo margir aðrir að hafa jákvæðnina að vopni alla leið og lifa í núinu, við höfum jú öll bara það sem er hér og nú á henni hótel jörð. Það kostar mikið að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð, útgjöld heimilisins verða fyrir hnjaski og hjá mörgum svo miklu meira en það, sumir fara hreinlega á hliðina en það er eitt af þessu sem maður getur ekki valið. Í rauninni hafa stjórnvöld ekki val um það hvenær þau bregðast við vandanum í heilbrigðiskerfinu, það verður að gera það strax. Valið hjá stjórnvöldum hlýtur því að felast í að horfa á lausnirnar fremur en allt annað. Því vil ég og ég veit ég tala fyrir hönd margra biðla til ykkar sem ráðið að koma því í framkvæmd hið snarast að ráðast í byggingu á nýju sjúkrahúsi, það getur ekki beðið sama hvernig budda ríkisjóðs er því oft er það sem er erfitt líka það sem er rétt. Kæru ráðamenn, hafið endilega jákvæðnina að vopni í því að hefja það stóra verkefni að byggja nýtt sjúkrahús því þannig verður allt svo miklu léttara. Setjum nú í fimmta gír og framkvæmum!
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun