Segist fylgjast betur með símhlerunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. september 2014 12:30 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari Vísir/ANTON Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. Sigríður og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari voru meðal gesta á upplýsingafundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um símhleranir í dag. Eins og fram hefur komið hleraði sérstakur saksóknari símtöl verjenda og sakborninga. Fyrir mistök var þessum upptökum ekki eytt eins og sakamálalögin gera ráð fyrir en óheimilt er að hlusta á þessi símtöl. Forveri Sigríðar í embætti lét þess getið á sínum tíma að ríkissaksóknari hafi ekki verið í aðstöðu til að fylgjast vel með beitingu símhlustana sem þvingunarúrræðis.Er ennþá pottur brotinn í eftirliti með símhlerunum? „Við höfum tekið upp eftirlitið sem aldrei var til staðar. Þannig að ég held að þetta sé allt á góðri leið. Við höfum verið að afla upplýsinga hjá lögreglustjórum aftur í tímann af því að eftirlitið var ekki til staðar frá því sakamálalögin tóku gildi 1. janúar 2009. Við erum að fá núna í hús upplýsingar þannig að við getum farið að fylgjast miklu betur með þessu heldur en gert hefur verið fram að þessu því það hefur ekkert eftirlit verið í rauninni,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir fundinn í morgun. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara var nýlega í viðtali í Fréttablaðinu og gagnrýndi þar ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt eftir ábendingu í ágúst 2012 um að símtöl einstaklinga við lögmenn hefðu verið hleruð. Ábendingin var sett fram í greinargerð sem hann skilaði þegar hann var sjálfur til rannsóknar fyrir þagnarskyldubrot. Í umrætt sinn var ekki um að ræða símtöl þar sem lögmenn höfðu stöðu verjenda í sakamáli en þeir einstaklingar sem voru hleraðir voru samt grunaðir um refsiverða háttsemi í máli hjá sérstökum saksóknara. Jón Óttar gagnrýndi ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt þessari ábendingu eftir en í lok sama árs, 2012 og byrjun árs 2013, kannaði ríkissaksóknari ábendingar um hleranir á símtölum sakborninga og verjenda og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að rannsaka málið frekar.Höfðu ekki stöðu verjenda og því ekki ástæða til að rannsaka málið „Greinargerð hans kom til embættis ríkissaksóknara í lok ágúst 2012. Þar var verið að lýsa verklagi hjá sérstökum saksóknara sem tengdist því að verið væri að taka upp símtöl lögmanna en ekki verjenda. Það þótti ekki efni til að hefja sakamálarannsókn á hendur starfsmönnum sérstaks saksóknara vegna þessa. Það var farið yfir verklagið hjá sérstökum saksóknara og ég hef síðan fengið frekari upplýsingar um þetta. Hann lýsir því síðan núna að menn hafi bara setið við borð og verið að hlusta oft á samtöl sakborninga við verjendur. Þetta er í sjálfu sér nýtt og gaf mér tilefni til að afla upplýsinga hjá sérstökum saksóknara sem voru ekki í samræmi við það sem hann lýsir,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði að mögulega þyrfti að skoða ákvæði um skilyrði fyrir hlerunum í sakamálalögum, til dæmis með skipun talsmanns þess sem væri hleraður, en það væri verkefni réttarfarsnefndar og löggjafans. Alþingi Tengdar fréttir Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. Sigríður og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari voru meðal gesta á upplýsingafundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um símhleranir í dag. Eins og fram hefur komið hleraði sérstakur saksóknari símtöl verjenda og sakborninga. Fyrir mistök var þessum upptökum ekki eytt eins og sakamálalögin gera ráð fyrir en óheimilt er að hlusta á þessi símtöl. Forveri Sigríðar í embætti lét þess getið á sínum tíma að ríkissaksóknari hafi ekki verið í aðstöðu til að fylgjast vel með beitingu símhlustana sem þvingunarúrræðis.Er ennþá pottur brotinn í eftirliti með símhlerunum? „Við höfum tekið upp eftirlitið sem aldrei var til staðar. Þannig að ég held að þetta sé allt á góðri leið. Við höfum verið að afla upplýsinga hjá lögreglustjórum aftur í tímann af því að eftirlitið var ekki til staðar frá því sakamálalögin tóku gildi 1. janúar 2009. Við erum að fá núna í hús upplýsingar þannig að við getum farið að fylgjast miklu betur með þessu heldur en gert hefur verið fram að þessu því það hefur ekkert eftirlit verið í rauninni,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir fundinn í morgun. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara var nýlega í viðtali í Fréttablaðinu og gagnrýndi þar ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt eftir ábendingu í ágúst 2012 um að símtöl einstaklinga við lögmenn hefðu verið hleruð. Ábendingin var sett fram í greinargerð sem hann skilaði þegar hann var sjálfur til rannsóknar fyrir þagnarskyldubrot. Í umrætt sinn var ekki um að ræða símtöl þar sem lögmenn höfðu stöðu verjenda í sakamáli en þeir einstaklingar sem voru hleraðir voru samt grunaðir um refsiverða háttsemi í máli hjá sérstökum saksóknara. Jón Óttar gagnrýndi ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt þessari ábendingu eftir en í lok sama árs, 2012 og byrjun árs 2013, kannaði ríkissaksóknari ábendingar um hleranir á símtölum sakborninga og verjenda og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að rannsaka málið frekar.Höfðu ekki stöðu verjenda og því ekki ástæða til að rannsaka málið „Greinargerð hans kom til embættis ríkissaksóknara í lok ágúst 2012. Þar var verið að lýsa verklagi hjá sérstökum saksóknara sem tengdist því að verið væri að taka upp símtöl lögmanna en ekki verjenda. Það þótti ekki efni til að hefja sakamálarannsókn á hendur starfsmönnum sérstaks saksóknara vegna þessa. Það var farið yfir verklagið hjá sérstökum saksóknara og ég hef síðan fengið frekari upplýsingar um þetta. Hann lýsir því síðan núna að menn hafi bara setið við borð og verið að hlusta oft á samtöl sakborninga við verjendur. Þetta er í sjálfu sér nýtt og gaf mér tilefni til að afla upplýsinga hjá sérstökum saksóknara sem voru ekki í samræmi við það sem hann lýsir,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði að mögulega þyrfti að skoða ákvæði um skilyrði fyrir hlerunum í sakamálalögum, til dæmis með skipun talsmanns þess sem væri hleraður, en það væri verkefni réttarfarsnefndar og löggjafans.
Alþingi Tengdar fréttir Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00