Fótbolti

Alexander Scholz í danska 21 árs landsliðinu sem mætir Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Scholz.
Alexander Scholz. Vísir/Getty
Jess Thorup, þjálfari danska 21 árs landsliðsins, hefur valið hópinn sinn fyrir umspilsleikina á móti Íslandi þar sem í boði er sæti í úrslitakeppni EM í Tékklandi á næsta ári.

Íslendingar þekkja vel einn leikmann í hópnum en Jess Thorup valdi Alexander Scholz sem spilaði með Stjörnunni á sínum tíma. Alexander Scholz spilar nú með í Belgíu.

Tveir sterkir framherjar verða ekki með því þeir Yussuf Poulsen og Uffe Bech voru báðir valdir í danska A-landsliðið. Uffe Bech hefur slegið í gegn hjá Ólafi Kristjánssyni og er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar en Poulsen hefur raðað inn mörkum með þýska b-deildarliðinu Leipzig.

Frægasti leikmaður danska liðsins er örugglega Andreas Cornelius sem var á sínum tíma keyptur til velska liðsins Cardiff. Hann spilar nú með FC Kaupmannahöfn.

Ísland og Danmörk mætast 10. og 14. október næstkomandi og fer fyrr leikurinn fram í Álaborg í Danmörku.

Landsliðshópur Dana:

Markmenn:

David Jensen     FC Nordsjælland     25-03-1992     

Jakob Busk Jensen     AC Horsens     12-09-1993

Varnarmenn:    

Alexander Scholz     KSC Lokeren     24-10-1992     

Andreas Christensen     Chelsea FC     10-04-1996     

Frederik Sørensen     Hellas-Verona FC     14-04-1992     

Jannik Vestergaard     TSG 1899 Hoffenheim     03-08-1992     

Jens Jønsson     AGF     10-01-1993     

Jonas Knudsen     Esbjerg fB     16-09-1992     

Jores Okore     Aston Villa FC     11-08-1992     

Riza Durmisi     Bröndby IF     08-01-1994

Miðjumenn:    

Andrew Hjulsager     Brøndby IF     15-01-1995     

Jeppe Andersen     Esbjerg fB     06-12-1992     

Lasse Vigen Christensen     Fulham FC     15-08-1994     

Lucas Andersen     AFC Ajax     13-09-1994     

Nicolaj Thomsen     AaB     08-05-1993

Sóknarmenn:     

Andreas Cornelius     FC Kaupmannahöfn     16-03-1993     

Danny Amankwaa     FC Kaupmannahöfn     30-01-1994     

Youssef Toutouh     FC Kaupmannahöfn     06-10-1992  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×