Ráðherra talar tungum tveim Egill Þór Jónsson skrifar 9. október 2014 07:00 Mismunandi leiðir eru að hverju markmiði. Eðlilegt er að hver fari sína eigin leið til þess að ná settu marki og ef haldið er vel á spöðunum þá gæti manni miðað eitthvað áfram. En ef maður hefur engan áhuga á að ná markmiðum sínum þá tekst það oftast ekki. Nokkrir af okkar frábæru ráðherrum í ríkistjórn Íslands sitja í Vísinda- og tækniráði og formaður þess er sjálfur Sigmundur Davíð. Fyrir þá sem ekki vita leiðir þessi ágæti maður ríkistjórn Íslands. Með honum í Vísinda- og tækniráði situr einnig fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísinda- og tækniráð setti sér það markmið að fjárveitingar til Háskóla Íslands yrðu á pari við önnur OECD lönd fyrir árið 2016. Þannig yrði tryggt að skólinn byggi við rekstrarumhverfi sem hæfir stofnun sem þessari. Háskólinn gæti þá til að mynda veitt nemendum betri þjónustu, starfsfólki sínu mannúðlegri vinnuaðstæður, bætt kennslumál, sótt fram í rannsóknum og verið stolt íslenskra menntamála á alþjóðavísu. Til þess að tryggja það að Háskóli Íslands yrði nú örugglega fjársveltur sjöunda árið í röð var, að því er virðist, ákveðið að aftengja ákveðna reiknireglu í fjárlögum sem í ár hentaði ekki stjórnvöldum. Reiknireglan byggir á vegnu meðaltali fjölda ársnema undanfarinna þriggja ára. Ætti því samkvæmt reiknireglunni að koma inn meiri peningur á hvern nemanda skólans sem verður ekki ef stjórnvöld standa við sitt. Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort að það gæti verið að þeir fjórir ráðherrar sem sitja í Vísinda- og tækniráði séu sömu einstaklingar og bera ábyrgð á fjárlögunum. En sú er raunin! Þá ráðlegg ég þeim að lesa sér til um hvernig hægt er að komast nær markmiðum sínum. Það er þó ekki of seint að endurskoða þessa einkennilegu ákvörðun og stefna í rétta átt. Í átt að markmiðinu sem Vísinda- og tækniráð setti sér. Ég vil hvetja þá einstaklinga sem sitja í ríkisstjórninni til að spyrja einhvern nákominn sem þau treysta hvort það sé rétt leið að draga úr fjármagni til háskólans ef markmiðið er að veita skólanum hærri fjármuni. Hver heilvita maður sér að þetta er rökleysa. Ég get allavega fullvissað ykkur um að þetta er ekki rétt leið að markmiðinu.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? 8. október 2014 07:00 Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mismunandi leiðir eru að hverju markmiði. Eðlilegt er að hver fari sína eigin leið til þess að ná settu marki og ef haldið er vel á spöðunum þá gæti manni miðað eitthvað áfram. En ef maður hefur engan áhuga á að ná markmiðum sínum þá tekst það oftast ekki. Nokkrir af okkar frábæru ráðherrum í ríkistjórn Íslands sitja í Vísinda- og tækniráði og formaður þess er sjálfur Sigmundur Davíð. Fyrir þá sem ekki vita leiðir þessi ágæti maður ríkistjórn Íslands. Með honum í Vísinda- og tækniráði situr einnig fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og iðnaðarráðherra. Vísinda- og tækniráð setti sér það markmið að fjárveitingar til Háskóla Íslands yrðu á pari við önnur OECD lönd fyrir árið 2016. Þannig yrði tryggt að skólinn byggi við rekstrarumhverfi sem hæfir stofnun sem þessari. Háskólinn gæti þá til að mynda veitt nemendum betri þjónustu, starfsfólki sínu mannúðlegri vinnuaðstæður, bætt kennslumál, sótt fram í rannsóknum og verið stolt íslenskra menntamála á alþjóðavísu. Til þess að tryggja það að Háskóli Íslands yrði nú örugglega fjársveltur sjöunda árið í röð var, að því er virðist, ákveðið að aftengja ákveðna reiknireglu í fjárlögum sem í ár hentaði ekki stjórnvöldum. Reiknireglan byggir á vegnu meðaltali fjölda ársnema undanfarinna þriggja ára. Ætti því samkvæmt reiknireglunni að koma inn meiri peningur á hvern nemanda skólans sem verður ekki ef stjórnvöld standa við sitt. Þess vegna fór ég að velta því fyrir mér hvort að það gæti verið að þeir fjórir ráðherrar sem sitja í Vísinda- og tækniráði séu sömu einstaklingar og bera ábyrgð á fjárlögunum. En sú er raunin! Þá ráðlegg ég þeim að lesa sér til um hvernig hægt er að komast nær markmiðum sínum. Það er þó ekki of seint að endurskoða þessa einkennilegu ákvörðun og stefna í rétta átt. Í átt að markmiðinu sem Vísinda- og tækniráð setti sér. Ég vil hvetja þá einstaklinga sem sitja í ríkisstjórninni til að spyrja einhvern nákominn sem þau treysta hvort það sé rétt leið að draga úr fjármagni til háskólans ef markmiðið er að veita skólanum hærri fjármuni. Hver heilvita maður sér að þetta er rökleysa. Ég get allavega fullvissað ykkur um að þetta er ekki rétt leið að markmiðinu.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun