Umfjöllun og viðtal: Snæfell - Haukar 72-69 | Íslandsmeistararnir höfðu betur Ingvi Þór Sæmundsson í DHL-höllinni skrifar 5. október 2014 15:20 Snæfellsstúlkur með sigurlaunin í Vesturbænum í kvöld. vísir/ernir Snæfell tryggði sér í dag sigur í Meistarakeppni KKÍ með þriggja stiga sigri, 72-69, á Haukum í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna í körfubolta. Snæfellskonur byrjuðu leikinn mun betur og spiluðu sterka vörn. Sóknarleikur Hauka var mjög stirður, en bikarmeistararnir töpuðu boltanum sex sinnum á fyrstu fimm mínútum leiksins. Snæfell náði sjö stiga forystu í tvígang, 9-2 og 11-4, en þá tóku Haukakonur við sér. Auður Ólafsdóttir skoraði fimm stig í röð og minnkaði muninn í 11-9. Kristen McCarthy skoraði þó síðustu körfu fyrsta leikhluta og Snæfell leiddi að honum loknum, 13-9. Annar leikhlutinn var hins vegar eign Hauka. Sóknarleikur þeirra gekk betur og mistökunum fækkaði. Lele Hardy, sem hafði hægt um sig í fyrsta leikhluta, komst betur inn í leikinn og Haukar byggðu hægt og sígandi upp forskot. Sóknarleikur Snæfells hrökk í algjöran baklás, en liðið hitti aðeins úr 11% af þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik. Staðan var 20-32 í leikhléi, en Haukar unnu annan leikhlutann 7-23. Það var því ljóst að eitthvað þyrfti að breytast hjá Íslandsmeisturunum ef ekki átti illa að fara. Og það breyttist ýmislegt í þriðja leikhluta. Sóknarleikurinn skánaði mikið og Hildur Sigurðardóttir, sem var stigalaus í leikhléi, og Gunnhildur Gunnarsdóttur fóru fyrir Snæfellskonum í stigaskorun.Dagbjört Samúelsdóttir sækir að körfu Snæfells í kvöld.vísir/ernirMunurinn minnkaði smám saman og þegar rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta kom McCarthy Snæfelli yfir með sínum fyrstu stigum í seinni hálfleik.Íris Svansdóttir sá hins vegar til þess að Haukar leiddu með einu stigi, 44-45, þegar liðin héldu inn í lokaleikhlutann þegar hún skoraði síðustu stig þess þriðja. Snæfellskonur byrjuðu fjórða leikhlutann betur og skoruðu sex fyrstu stig hans. Hardy var áfram í vandræðum í sókninni hjá Haukum en hún skoraði ekki stig fyrstu 13 mínútur seinni hálfleiks. Hardy komst þó í betri takt við leikinn eftir því sem leið á fjórða leikhluta og hún fékk góða hjálp frá Sólrúnu Gísladóttur sem átti flottan leik; skoraði níu stig, tók fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Liðin skiptust á að ná forystunni á lokamínútunum sem voru mjög spennandi. Helga Hjördís Björgvinsdóttir kom Snæfelli fjórum stigum yfir, 68-64, á lokamínútunni, en Hardy svaraði með þristi. McCarthy kom Snæfelli þremur stigum yfir með fallegu skoti en gerði sig síðan seka um slæm mistök þegar hún braut á Hardy í þriggja stiga skoti í næstu sókn. Hardy nýtti hins vegar aðeins tvö af þremur vítaskotum sínum og Hildur kláraði svo leikinn á hinni vítalínunni. Lokatölur 72-69, Snæfelli í vil. McCarthy var stigahæst í liði Snæfells með 23 stig, en hún tók auk þess 14 fráköst. Hildur Sigurðardóttir skoraði 20 stig, öll í seinni hálfleik, og Gunnhildur átti sömuleiðis góðan leik með 12 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Hardy var langstigahæst í liði Hauka, með 25 stig og 16 fráköst.Ingi Þór: Vorum huglausar í fyrri hálfleik Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var mjög óánægður með sínar stelpur í fyrri hálfleik í sigrinum á Haukum í Meistarakeppni KKÍ í dag. „Við erum ánægðar með að hafa náð að klára þetta miðað við hvað við spiluðum illa í fyrri hálfleik. „Við vorum huglausar í fyrri hálfleik og ragar, bæði í vörn og sókn og það gekk ekkert upp. Við mættum hins vegar frá fyrstu sekúndu í seinni hálfleik. Gunnhildur byrjaði á því að setja þrist og lay-up og kveikti í mannskapnum,“ sagði Ingi sem vonast til að sjá seinni hálfleiks-útgáfuna af Snæfells-liðinu í fyrsta leik í Dominos-deildinni. „Við vorum mjög ólíkar sjálfum okkur, sérstaklega í öðrum leikhluta. Við vorum fínar til að byrja með og hefðum getað náð góðum tökum á leiknum í fyrsta leikhluta, en við vorum sultuslakar, með stóru S-i í öðrum leikhluta. „En ég er ánægður með endurkomuna og við náðum að gera þetta að leik strax í þriðja leikhluta,“ sagði Ingi sem segir að Íslandsmeistarar Snæfells setji stefnuna á fjögur efstu sætin í Domino's deildinni þrátt fyrir að liðið hafi orðið fyrir mikilli blóðtöku eftir síðasta tímabil. „Við ætlum að vera í topp fjórum og ætlum í úrslitakeppnina. En við erum raunsæ - við erum búin að missa rosalega sterka leikmenn. Það er okkar verkefni að búa til góða liðsheild og það reynir enn meira á þessar stelpur sem fyrir eru í liðinu,“ sagði Ingi að endingu.Snæfell-Haukar 72-69 (13-9, 7-23, 24-13, 28-24)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 23/14 fráköst, Hildur Sigurdardottir 20/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4, María Björnsdóttir 2/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 2/4 fráköst/3 varin skot.Haukar: LeLe Hardy 25/16 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 8/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 6/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 6/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 5/7 fráköst, Inga Rún Svansdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 3, Dýrfinna Arnardóttir 2.Leik lokið | 72-69 | Haukakonur brutu á Hildi sem setti bæði vítin niður. Lokaskot Hardy frá miðju geigaði svo.40. mín | 70-69 | Hardy setur tvö vítaskot af þremur niður. Rúmar fjórar sekúndur eftir. Snæfell á boltann.40. mín | 70-67 | McCarthy brýtur á Hardy í þriggja stiga skoti.40. mín | 70-67 | McCarthy setur niður falleg stökkskot. Átta sekúndur eftir - þriggja stiga munur. Haukar eiga boltann.40. mín |68-67 | Helga Hjördís með hraðaupphlaupskörfu, en Hardy svarar með rosalegum þrist.39. mín | 66-64 | McCarthy setur tvö víti niður og kemur Snæfelli tveimur stigum yfir.39. mín | 62-64 | Hardy setur tvö víti niður. Hún er komin með 20 stig og 16 fráköst.37. mín | 58-60 | Sólrún setur niður þrist en Helga Hjördís svarar með tveimur stigum.37. mín 56-55 | Hardy lætur villuna ekki á sig fá og skorar flotta körfu. Hildur svarar með ekki síðri körfu. Eins stigs munur.36. mín | 54-53 | Hardy fær sína fjórðu villu. Munurinn eitt stig. Hvort liðið tekur bikarinn með sér heim?!36. mín | 54-50| McCarthy og Gunnhildur koma Snæfelli fjórum stigum yfir með tveimur körfum.34. mín |50-50 | Hardy skorar sín fyrstu stig í seinni hálfleik og jafnar metin.Þriðja leikhluta lokið | 44-45 | Snæfell vann leikhlutann með 11 stigum og munurinn er aðeins eitt stig. Lele Hardy skoraði ekki stig í leikhlutanum og Haukakonum gekk illa í sókninni. Gunnhildur og Hildur fóru fyrir Snæfelli.29. mín | 40-41 | Gunnhildur minnkar muninn í eitt stig. Hún er búin að eiga frábæran þriðja leikhluta. Skotnýting Snæfells hefur skánað talsvert, þó ekki sé hún góð.27. mín | 35-39 | Hildur neglir niður þristi númer tvö. McCarthy er hins vegar stigalaus í seinni hálfleik.25. mín | 32-34 | Hildur, sem var stigalaus í hálfleik, hefur heldur betur vaknað til lífsins. Nú setti hún niður þrist og minnkaði muninn í tvö stig.25. mín | 29-34 | Aftur skorar Gunnhildur eftir hraðaupphlaup, nú eftir frábæra sendingu Hildar Sigurðardóttur.23. mín | 27-32 | Gunnhildur skorar eftir vel útfært hraðaupphlaup. Haukakonur eru ekki enn búnar að skora í seinni hálfleik.21. mín | 23-32 | Gunnhildur skorar sín fyrstu stig með laglegri þriggja stiga körfu.Fyrri hálfleik lokið |20-32 | Kaflaskiptum fyrri hálfleik lokið. Snæfellskonur voru sterkari í fyrsta leikhluta þar sem Haukar áttu í miklum erfiðleikum í sóknarleiknum. En í öðrum leikhluta kom annað Haukalið til leiks. Haukakonur hittu betur, töpuðu færri boltum og vörnin var sterk. Þær unnu leikhlutann 7-23 og leiða í hálfleik með 12 stigum.20. mín | 20-30 | Hardy slítur sig lausa og skorar. Tíu stiga munur. Haukar eru að vinna annan leikhluta með 11 stigum.19. mín | 20-26 | Berglind fær sína þriðju villu og fer af velli.18. mín | 20-26 | Inga Svansdóttir skorar körfu góða og setur vítið niður að auki. Þessi leikhluti er eign Hauka.17. mín | 18-21 | Auður setur niður þrist og kemur Haukum þremur stigum yfir.16. mín | 18-16 | Leikhlé. Snæfell leiðir með tveimur stigum. Skotnýting beggja liða er mjög slök, eða undir 30%. McCarthy er langstigahæst á vellinum með 13 stig.16. mín |18-16 | Sólrún Gísladóttir setur niður glæsilegan þrist, en McCarthy svarar með snöggum fimm stigum í röð.14. mín | 13-13 | Dagbjört jafnar leikinn úr hraðaupphlaupi.12. mín | 13-11 | Hardy tekur frákast af eigin skoti og skorar. Tveggja stiga munur.Fyrsta leikhluta lokið | 13-9 | Munurinn fjögur stig sem Haukakonur geta verið nokkuð sáttar með. Sóknarleikur þeirra var mjög slakur framan af leikhlutanum en hann lagaðist aðeins síðustu þrjár mínúturnar. Hafnfirðingar eru búnir að tapa átta boltum gegn tveimur. Haukar eiga Hardy nær alveg inni, en hún er aðeins komin með tvö stig. McCarthy hefur skorað átta af 13 stigum Snæfells.9. mín | 13-9 | Fimm stig í röð frá Auði Ólafsdóttur, en McCarthy stoppar blæðinguna með körfu.8. mín | 11-4 | Dagbjört Samúelsdóttir skorar langþráða Haukakörfu en McCarthy svarar um hæl.6. mín | 9-2 | Helga Hjördís Björgvinsdóttir setur niður þrist og kemur Íslandsmeisturunum fimm stigum yfir og Berglind bætir tveimur stigum til viðbótar við. Staðan 9-2. Haukar taka leikhlé.5. mín | 4-2 | Haukakonur eru búnar að tapa boltanum sex sinnum á upphafsmínútum leiksins.2. mín | 2-2 | McCarthy skorar fyrstu stig leiksins en Hardy svarar að bragði.Leikur hafinn | 0-0 | Þetta er farið af stað!Fyrir leik: Það fer að styttast í að leikurinn hefjist. Það er verið að kynna liðin til leiks.Fyrir leik: Lele Hardy var eins og alltaf atkvæðamest hjá Haukum í Lengjubikarnum, en hún skoraði 26,6 stig að meðaltali í leik, tók 17,4 fráköst og gaf 5,8 stoðsendingar. Enginn annar leikmaður hjá Haukum var með tveggja stafa tölu í stigaskorun í Lengjubikarnum. Sylvía Rún Hálfdanarson, 16 ára leikmaður, skilaði þó flottum tölum, en hún skoraði 9,8 stig og tók 10,0 fráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: McCarthy var atkvæðamest Snæfellskvenna í Lengjubikarnum, en hún skoraði 24,0 stig að meðaltali í leik og tók 10,0 fráköst. Hildur Sigurðardóttir - sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í fyrra - skoraði 14,4 stig, tók 8,8 fráköst og gaf 4,8 stoðsendingar í Lengjubikarnum og þá skilaði Gunnhildur mjög flottri tölfræði; 10,4 stigum, 9,2 fráköstum og 4,6 stoðsendingum.Fyrir leik: Bæði lið töpuðu í undanúrslitum Lengjubikarsins; Snæfell fyrir Val og Haukar fyrir Keflavík.Fyrir leik: Snæfell teflir fram nokkuð breyttu liði, en sterkir leikmenn eru horfnir á braut. Þar ber helst að nefna Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur, Hildi Björg Kjartansdóttur og Chynnu Brown. Snæfell hafa endurheimt Gunnhildi Gunnarsdóttur úr Haukum, en hún spilar því við hlið Gunnhildar, systur sinnar. Snæfell hefur einnig fengið nýjan erlendan leikmann; Kristen McCarthy.Fyrir leik: Snæfellskonur urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn síðastliðið vor þegar þær lögðu Hauka í úrslitarimmu, 3-0. Snæfell hefndi þar með fyrir tapið fyrir Haukum í úrslitaleik Powerade-bikarsins í febrúar.Fyrir leik: Leikurinn sem hér verður fylgst með hefst klukkan 17:00, en klukkan 19:15 mætast KR og Grindavík í meistaraleik karla.Fyrir leik: Góðan dagin og velkomin til leiks. Hér verður fylgst með leik Snæfells og Hauka í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna í körfubolta. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Snæfell tryggði sér í dag sigur í Meistarakeppni KKÍ með þriggja stiga sigri, 72-69, á Haukum í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna í körfubolta. Snæfellskonur byrjuðu leikinn mun betur og spiluðu sterka vörn. Sóknarleikur Hauka var mjög stirður, en bikarmeistararnir töpuðu boltanum sex sinnum á fyrstu fimm mínútum leiksins. Snæfell náði sjö stiga forystu í tvígang, 9-2 og 11-4, en þá tóku Haukakonur við sér. Auður Ólafsdóttir skoraði fimm stig í röð og minnkaði muninn í 11-9. Kristen McCarthy skoraði þó síðustu körfu fyrsta leikhluta og Snæfell leiddi að honum loknum, 13-9. Annar leikhlutinn var hins vegar eign Hauka. Sóknarleikur þeirra gekk betur og mistökunum fækkaði. Lele Hardy, sem hafði hægt um sig í fyrsta leikhluta, komst betur inn í leikinn og Haukar byggðu hægt og sígandi upp forskot. Sóknarleikur Snæfells hrökk í algjöran baklás, en liðið hitti aðeins úr 11% af þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik. Staðan var 20-32 í leikhléi, en Haukar unnu annan leikhlutann 7-23. Það var því ljóst að eitthvað þyrfti að breytast hjá Íslandsmeisturunum ef ekki átti illa að fara. Og það breyttist ýmislegt í þriðja leikhluta. Sóknarleikurinn skánaði mikið og Hildur Sigurðardóttir, sem var stigalaus í leikhléi, og Gunnhildur Gunnarsdóttur fóru fyrir Snæfellskonum í stigaskorun.Dagbjört Samúelsdóttir sækir að körfu Snæfells í kvöld.vísir/ernirMunurinn minnkaði smám saman og þegar rúm mínúta var eftir af þriðja leikhluta kom McCarthy Snæfelli yfir með sínum fyrstu stigum í seinni hálfleik.Íris Svansdóttir sá hins vegar til þess að Haukar leiddu með einu stigi, 44-45, þegar liðin héldu inn í lokaleikhlutann þegar hún skoraði síðustu stig þess þriðja. Snæfellskonur byrjuðu fjórða leikhlutann betur og skoruðu sex fyrstu stig hans. Hardy var áfram í vandræðum í sókninni hjá Haukum en hún skoraði ekki stig fyrstu 13 mínútur seinni hálfleiks. Hardy komst þó í betri takt við leikinn eftir því sem leið á fjórða leikhluta og hún fékk góða hjálp frá Sólrúnu Gísladóttur sem átti flottan leik; skoraði níu stig, tók fjögur fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Liðin skiptust á að ná forystunni á lokamínútunum sem voru mjög spennandi. Helga Hjördís Björgvinsdóttir kom Snæfelli fjórum stigum yfir, 68-64, á lokamínútunni, en Hardy svaraði með þristi. McCarthy kom Snæfelli þremur stigum yfir með fallegu skoti en gerði sig síðan seka um slæm mistök þegar hún braut á Hardy í þriggja stiga skoti í næstu sókn. Hardy nýtti hins vegar aðeins tvö af þremur vítaskotum sínum og Hildur kláraði svo leikinn á hinni vítalínunni. Lokatölur 72-69, Snæfelli í vil. McCarthy var stigahæst í liði Snæfells með 23 stig, en hún tók auk þess 14 fráköst. Hildur Sigurðardóttir skoraði 20 stig, öll í seinni hálfleik, og Gunnhildur átti sömuleiðis góðan leik með 12 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar. Hardy var langstigahæst í liði Hauka, með 25 stig og 16 fráköst.Ingi Þór: Vorum huglausar í fyrri hálfleik Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var mjög óánægður með sínar stelpur í fyrri hálfleik í sigrinum á Haukum í Meistarakeppni KKÍ í dag. „Við erum ánægðar með að hafa náð að klára þetta miðað við hvað við spiluðum illa í fyrri hálfleik. „Við vorum huglausar í fyrri hálfleik og ragar, bæði í vörn og sókn og það gekk ekkert upp. Við mættum hins vegar frá fyrstu sekúndu í seinni hálfleik. Gunnhildur byrjaði á því að setja þrist og lay-up og kveikti í mannskapnum,“ sagði Ingi sem vonast til að sjá seinni hálfleiks-útgáfuna af Snæfells-liðinu í fyrsta leik í Dominos-deildinni. „Við vorum mjög ólíkar sjálfum okkur, sérstaklega í öðrum leikhluta. Við vorum fínar til að byrja með og hefðum getað náð góðum tökum á leiknum í fyrsta leikhluta, en við vorum sultuslakar, með stóru S-i í öðrum leikhluta. „En ég er ánægður með endurkomuna og við náðum að gera þetta að leik strax í þriðja leikhluta,“ sagði Ingi sem segir að Íslandsmeistarar Snæfells setji stefnuna á fjögur efstu sætin í Domino's deildinni þrátt fyrir að liðið hafi orðið fyrir mikilli blóðtöku eftir síðasta tímabil. „Við ætlum að vera í topp fjórum og ætlum í úrslitakeppnina. En við erum raunsæ - við erum búin að missa rosalega sterka leikmenn. Það er okkar verkefni að búa til góða liðsheild og það reynir enn meira á þessar stelpur sem fyrir eru í liðinu,“ sagði Ingi að endingu.Snæfell-Haukar 72-69 (13-9, 7-23, 24-13, 28-24)Snæfell: Kristen Denise McCarthy 23/14 fráköst, Hildur Sigurdardottir 20/7 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4, María Björnsdóttir 2/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 2/4 fráköst/3 varin skot.Haukar: LeLe Hardy 25/16 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Auður Íris Ólafsdóttir 8/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 6/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 6/5 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 5/7 fráköst, Inga Rún Svansdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 3, Dýrfinna Arnardóttir 2.Leik lokið | 72-69 | Haukakonur brutu á Hildi sem setti bæði vítin niður. Lokaskot Hardy frá miðju geigaði svo.40. mín | 70-69 | Hardy setur tvö vítaskot af þremur niður. Rúmar fjórar sekúndur eftir. Snæfell á boltann.40. mín | 70-67 | McCarthy brýtur á Hardy í þriggja stiga skoti.40. mín | 70-67 | McCarthy setur niður falleg stökkskot. Átta sekúndur eftir - þriggja stiga munur. Haukar eiga boltann.40. mín |68-67 | Helga Hjördís með hraðaupphlaupskörfu, en Hardy svarar með rosalegum þrist.39. mín | 66-64 | McCarthy setur tvö víti niður og kemur Snæfelli tveimur stigum yfir.39. mín | 62-64 | Hardy setur tvö víti niður. Hún er komin með 20 stig og 16 fráköst.37. mín | 58-60 | Sólrún setur niður þrist en Helga Hjördís svarar með tveimur stigum.37. mín 56-55 | Hardy lætur villuna ekki á sig fá og skorar flotta körfu. Hildur svarar með ekki síðri körfu. Eins stigs munur.36. mín | 54-53 | Hardy fær sína fjórðu villu. Munurinn eitt stig. Hvort liðið tekur bikarinn með sér heim?!36. mín | 54-50| McCarthy og Gunnhildur koma Snæfelli fjórum stigum yfir með tveimur körfum.34. mín |50-50 | Hardy skorar sín fyrstu stig í seinni hálfleik og jafnar metin.Þriðja leikhluta lokið | 44-45 | Snæfell vann leikhlutann með 11 stigum og munurinn er aðeins eitt stig. Lele Hardy skoraði ekki stig í leikhlutanum og Haukakonum gekk illa í sókninni. Gunnhildur og Hildur fóru fyrir Snæfelli.29. mín | 40-41 | Gunnhildur minnkar muninn í eitt stig. Hún er búin að eiga frábæran þriðja leikhluta. Skotnýting Snæfells hefur skánað talsvert, þó ekki sé hún góð.27. mín | 35-39 | Hildur neglir niður þristi númer tvö. McCarthy er hins vegar stigalaus í seinni hálfleik.25. mín | 32-34 | Hildur, sem var stigalaus í hálfleik, hefur heldur betur vaknað til lífsins. Nú setti hún niður þrist og minnkaði muninn í tvö stig.25. mín | 29-34 | Aftur skorar Gunnhildur eftir hraðaupphlaup, nú eftir frábæra sendingu Hildar Sigurðardóttur.23. mín | 27-32 | Gunnhildur skorar eftir vel útfært hraðaupphlaup. Haukakonur eru ekki enn búnar að skora í seinni hálfleik.21. mín | 23-32 | Gunnhildur skorar sín fyrstu stig með laglegri þriggja stiga körfu.Fyrri hálfleik lokið |20-32 | Kaflaskiptum fyrri hálfleik lokið. Snæfellskonur voru sterkari í fyrsta leikhluta þar sem Haukar áttu í miklum erfiðleikum í sóknarleiknum. En í öðrum leikhluta kom annað Haukalið til leiks. Haukakonur hittu betur, töpuðu færri boltum og vörnin var sterk. Þær unnu leikhlutann 7-23 og leiða í hálfleik með 12 stigum.20. mín | 20-30 | Hardy slítur sig lausa og skorar. Tíu stiga munur. Haukar eru að vinna annan leikhluta með 11 stigum.19. mín | 20-26 | Berglind fær sína þriðju villu og fer af velli.18. mín | 20-26 | Inga Svansdóttir skorar körfu góða og setur vítið niður að auki. Þessi leikhluti er eign Hauka.17. mín | 18-21 | Auður setur niður þrist og kemur Haukum þremur stigum yfir.16. mín | 18-16 | Leikhlé. Snæfell leiðir með tveimur stigum. Skotnýting beggja liða er mjög slök, eða undir 30%. McCarthy er langstigahæst á vellinum með 13 stig.16. mín |18-16 | Sólrún Gísladóttir setur niður glæsilegan þrist, en McCarthy svarar með snöggum fimm stigum í röð.14. mín | 13-13 | Dagbjört jafnar leikinn úr hraðaupphlaupi.12. mín | 13-11 | Hardy tekur frákast af eigin skoti og skorar. Tveggja stiga munur.Fyrsta leikhluta lokið | 13-9 | Munurinn fjögur stig sem Haukakonur geta verið nokkuð sáttar með. Sóknarleikur þeirra var mjög slakur framan af leikhlutanum en hann lagaðist aðeins síðustu þrjár mínúturnar. Hafnfirðingar eru búnir að tapa átta boltum gegn tveimur. Haukar eiga Hardy nær alveg inni, en hún er aðeins komin með tvö stig. McCarthy hefur skorað átta af 13 stigum Snæfells.9. mín | 13-9 | Fimm stig í röð frá Auði Ólafsdóttur, en McCarthy stoppar blæðinguna með körfu.8. mín | 11-4 | Dagbjört Samúelsdóttir skorar langþráða Haukakörfu en McCarthy svarar um hæl.6. mín | 9-2 | Helga Hjördís Björgvinsdóttir setur niður þrist og kemur Íslandsmeisturunum fimm stigum yfir og Berglind bætir tveimur stigum til viðbótar við. Staðan 9-2. Haukar taka leikhlé.5. mín | 4-2 | Haukakonur eru búnar að tapa boltanum sex sinnum á upphafsmínútum leiksins.2. mín | 2-2 | McCarthy skorar fyrstu stig leiksins en Hardy svarar að bragði.Leikur hafinn | 0-0 | Þetta er farið af stað!Fyrir leik: Það fer að styttast í að leikurinn hefjist. Það er verið að kynna liðin til leiks.Fyrir leik: Lele Hardy var eins og alltaf atkvæðamest hjá Haukum í Lengjubikarnum, en hún skoraði 26,6 stig að meðaltali í leik, tók 17,4 fráköst og gaf 5,8 stoðsendingar. Enginn annar leikmaður hjá Haukum var með tveggja stafa tölu í stigaskorun í Lengjubikarnum. Sylvía Rún Hálfdanarson, 16 ára leikmaður, skilaði þó flottum tölum, en hún skoraði 9,8 stig og tók 10,0 fráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: McCarthy var atkvæðamest Snæfellskvenna í Lengjubikarnum, en hún skoraði 24,0 stig að meðaltali í leik og tók 10,0 fráköst. Hildur Sigurðardóttir - sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í fyrra - skoraði 14,4 stig, tók 8,8 fráköst og gaf 4,8 stoðsendingar í Lengjubikarnum og þá skilaði Gunnhildur mjög flottri tölfræði; 10,4 stigum, 9,2 fráköstum og 4,6 stoðsendingum.Fyrir leik: Bæði lið töpuðu í undanúrslitum Lengjubikarsins; Snæfell fyrir Val og Haukar fyrir Keflavík.Fyrir leik: Snæfell teflir fram nokkuð breyttu liði, en sterkir leikmenn eru horfnir á braut. Þar ber helst að nefna Guðrúnu Gróu Þorsteinsdóttur, Hildi Björg Kjartansdóttur og Chynnu Brown. Snæfell hafa endurheimt Gunnhildi Gunnarsdóttur úr Haukum, en hún spilar því við hlið Gunnhildar, systur sinnar. Snæfell hefur einnig fengið nýjan erlendan leikmann; Kristen McCarthy.Fyrir leik: Snæfellskonur urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn síðastliðið vor þegar þær lögðu Hauka í úrslitarimmu, 3-0. Snæfell hefndi þar með fyrir tapið fyrir Haukum í úrslitaleik Powerade-bikarsins í febrúar.Fyrir leik: Leikurinn sem hér verður fylgst með hefst klukkan 17:00, en klukkan 19:15 mætast KR og Grindavík í meistaraleik karla.Fyrir leik: Góðan dagin og velkomin til leiks. Hér verður fylgst með leik Snæfells og Hauka í árlegum leik Íslands- og bikarmeistaranna í körfubolta.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira