„Situr samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2014 20:52 Þingkonan lætur lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa sárnað við lesturinn og ætlar að halda sínu striki. „Auk þess á fólk eins þú ekkert erindi inná Alþingi. Ekki gleyma hver borgar undir rassgatið á þér og aðstoðarkonunni þinni á Alþingi. Þú hefur ekkert að gera þarna inn. Þú situr bara samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn.“ Þessi skilaboð blöstu við Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni Bjartrar framtíðar, þegar hún fór í gegnum skilaboðin sín á Facebook á dögunum. Skilaboðin fékk hún send frá nafnlausum aðila í kjölfar gagnrýni hennar á orð Vigdísar Finnbogadóttur í desember síðastliðnum.Lífið einkennist af fordómum Freyja segir þessi skilaboð með þeim grófari sem hún hefur fengið, en algengt sé að hún fái sambærileg skilaboð. „Lífið einkennist mikið af fordómum og þess vegna í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Hægt og rólega fer þetta að sogast inn í líkamann og verða partur af manns eigin hugsunum. Sem er hættulegt en sem betur fer á ég mjög sterkt bakland sem heldur mér við efnið,“ segir Freyja í samtali við Vísi.Hér má sjá skjáskot af skilaboðunum sem Freyja fékk.Trúarflokkur vildi „lækna“ Freyju „Þetta er með því svæsnasta sem ég hef fengið en svona skilaboð eru algeng. Ég hef til dæmis fengið bréf frá trúarflokki, sem ég ætla ekki að nafngreina, þar sem verið var að hvetja mig til að biðja meira svo ég geti læknast. Vildu að ég myndi hætta að vera fötluð, eins og það væri eftirsóknarvert.“ Freyja lætur þetta lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa vissulega sárnað við lesturinn. Hún hafi ákveðið að birta þessi skilaboð til að koma fólki í skilning um þá fordóma sem fatlað fólk verður fyrir. „Þetta tekur á mig og veldur sársauka. Þess vegna ætlaði ég ekki að birta skilaboðin og fannst það erfið ákvörðun og langar ekki að allir lesi svona ógeðsleg orð um mig. En ég fann að mikilvægara væri að sýna fram á að það er fullt af fólki í samfélaginu sem hugsar svona og það hefur áhrif á það hvaða stöðu fatlað fólk hefur á Íslandi. Það verður að horfast í augu við það til þess að geta gert eitthvað í því,“ segir Freyja. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
„Auk þess á fólk eins þú ekkert erindi inná Alþingi. Ekki gleyma hver borgar undir rassgatið á þér og aðstoðarkonunni þinni á Alþingi. Þú hefur ekkert að gera þarna inn. Þú situr bara samankrumpuð í stólnum þínum og gerir ekkert gagn.“ Þessi skilaboð blöstu við Freyju Haraldsdóttur, varaþingmanni Bjartrar framtíðar, þegar hún fór í gegnum skilaboðin sín á Facebook á dögunum. Skilaboðin fékk hún send frá nafnlausum aðila í kjölfar gagnrýni hennar á orð Vigdísar Finnbogadóttur í desember síðastliðnum.Lífið einkennist af fordómum Freyja segir þessi skilaboð með þeim grófari sem hún hefur fengið, en algengt sé að hún fái sambærileg skilaboð. „Lífið einkennist mikið af fordómum og þess vegna í raun kemur þetta mér ekki á óvart. Hægt og rólega fer þetta að sogast inn í líkamann og verða partur af manns eigin hugsunum. Sem er hættulegt en sem betur fer á ég mjög sterkt bakland sem heldur mér við efnið,“ segir Freyja í samtali við Vísi.Hér má sjá skjáskot af skilaboðunum sem Freyja fékk.Trúarflokkur vildi „lækna“ Freyju „Þetta er með því svæsnasta sem ég hef fengið en svona skilaboð eru algeng. Ég hef til dæmis fengið bréf frá trúarflokki, sem ég ætla ekki að nafngreina, þar sem verið var að hvetja mig til að biðja meira svo ég geti læknast. Vildu að ég myndi hætta að vera fötluð, eins og það væri eftirsóknarvert.“ Freyja lætur þetta lítið á sig fá, þrátt fyrir að hafa vissulega sárnað við lesturinn. Hún hafi ákveðið að birta þessi skilaboð til að koma fólki í skilning um þá fordóma sem fatlað fólk verður fyrir. „Þetta tekur á mig og veldur sársauka. Þess vegna ætlaði ég ekki að birta skilaboðin og fannst það erfið ákvörðun og langar ekki að allir lesi svona ógeðsleg orð um mig. En ég fann að mikilvægara væri að sýna fram á að það er fullt af fólki í samfélaginu sem hugsar svona og það hefur áhrif á það hvaða stöðu fatlað fólk hefur á Íslandi. Það verður að horfast í augu við það til þess að geta gert eitthvað í því,“ segir Freyja.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira