Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2014 10:53 Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi. Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur marga fjöruna sopið í Eurovision í gegnum árin, segir regluna vera niðrandi fyrir konur. Friðrik Ómar ræddi nýju regluna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.Click here for an English version. Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjaflutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“ „Ég skil ekki alveg hverjum þetta á að vera til góða, hvort það sé keppninni eða konum. Ég fatta þetta ekki alveg. Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki.“ Friðrik keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2008 þegar lagið „This is My Life“ hafnaði í fjórtánda sæti keppninnar í Belgrad. Þá var hann í bakraddateymi Íslands árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í 2. sæti keppninnar í Moskvu með lagið „Is it True?“ Hann hefur ekki keppt ´siðan en segist þó renna yfir reglurnar á ári hverju. Þær hafi orðið fyrir mörgum litlum breytingum á milli ára. „Ég les í þetta þannig að þetta eigi að hafa hvetjandi áhrif á konur til þess að taka þátt. Það hlýtur að vera tilgangurinn með þessu. Mér finnst þetta þó alls ekki vera hvetjandi, heldur meira niðrandi í raun fyrir konur. Að þær eigi að komast áfram í keppninni með þessum hætti, finnst mér eiginlega alveg fáránlegt.“ Spurður um hljóðið í tónlistarmönnum og konum vegna breytinganna segir Friðrik Ómar það vera jafnt milli karla og kvenna að finnast reglan ótrúleg. „Það væri gaman að fá svör við því af hverju þetta er komið inn í regluverkið.“ Hann sagði regluna vera lítilækkandi fyrir konur. „Mér finnst það. Þær geta samið frábær lög og þær þurfa ekki einhverjar sérstakar reglur. Þær konur í tónlist sem ég hef heyrt í í dag eru sammála því.“ Eurovision Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi. Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur marga fjöruna sopið í Eurovision í gegnum árin, segir regluna vera niðrandi fyrir konur. Friðrik Ómar ræddi nýju regluna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.Click here for an English version. Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjaflutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“ „Ég skil ekki alveg hverjum þetta á að vera til góða, hvort það sé keppninni eða konum. Ég fatta þetta ekki alveg. Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki.“ Friðrik keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2008 þegar lagið „This is My Life“ hafnaði í fjórtánda sæti keppninnar í Belgrad. Þá var hann í bakraddateymi Íslands árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í 2. sæti keppninnar í Moskvu með lagið „Is it True?“ Hann hefur ekki keppt ´siðan en segist þó renna yfir reglurnar á ári hverju. Þær hafi orðið fyrir mörgum litlum breytingum á milli ára. „Ég les í þetta þannig að þetta eigi að hafa hvetjandi áhrif á konur til þess að taka þátt. Það hlýtur að vera tilgangurinn með þessu. Mér finnst þetta þó alls ekki vera hvetjandi, heldur meira niðrandi í raun fyrir konur. Að þær eigi að komast áfram í keppninni með þessum hætti, finnst mér eiginlega alveg fáránlegt.“ Spurður um hljóðið í tónlistarmönnum og konum vegna breytinganna segir Friðrik Ómar það vera jafnt milli karla og kvenna að finnast reglan ótrúleg. „Það væri gaman að fá svör við því af hverju þetta er komið inn í regluverkið.“ Hann sagði regluna vera lítilækkandi fyrir konur. „Mér finnst það. Þær geta samið frábær lög og þær þurfa ekki einhverjar sérstakar reglur. Þær konur í tónlist sem ég hef heyrt í í dag eru sammála því.“
Eurovision Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira