Stórhættulega brotið á Guðjóni Val | Sjáið myndirnar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. október 2014 21:45 Vísir/Vilhelm Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, náði frábærum myndum af atvikinu sem má sjá í myndamöppunni hér neðst í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni sem Vilhelm Gunnarsson tók þá er markvörður Ísraels kominn langt út á völlinn þar sem Guðjón Valur lendir á honum en Guðjón hafði rétt gripið boltann og sá markvörðinn ekki. „Við útileikmenn viljum sjá markmenn inni í teig af því að menn hafa meiðst alvarlega við svona. Menn hafa rotast og gleypt í sér tunguna og verið í lífshættu. Sem betur fer gerðist ekki í dag,“ sagði Guðjón Valur um atvikið. „Hann lendir þarna á milli og sér enga undankomuleið en ég sé hann ekki. Ég er bara að horfa á boltann og sé að ég er búinn að vinna hornamanninn þeirra. „Vandamálið er að ef þú breytir reglunum. Þá þarftu að taka vestisregluna út. Ef markmenn mega ekki fara út úr teig þá máttu ekki setja leikmann í sóknina í vesti. Þá getur markmaðurinn ekki heldur farið út að hliðarlínu og talað við kollega sinn eða fengið sér vatn. Þetta er rosalega mikið haltu mér slepptu mér. „Ég snögg reiddist en ég talaði við hann í hálfleik og hann bað mig afsökunar. Þetta var enginn ásetningur hjá honum. Það breytti því ekki að mér brá rosalega,“ sagði Guðjón Valur sem verður ekki oft svona reiður á velli. „Nei, ekki oft enda væri ég þá oftar inni í klefa en á vellinum ef ég væri oft svona reiður. Þetta er búið og það gerðist ekkert og engin ástæða til að erfa þetta eitthvað.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Það kom upp leiðinlegt atvik í landsleik Íslanda og Ísraels í kvöld þegar markvörður Ísraels fékk rautt spjald fyrir að verða í vegi fyrir Guðjóni Val Sigurðssyni í hraðaupphlaupi.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari 365, náði frábærum myndum af atvikinu sem má sjá í myndamöppunni hér neðst í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni sem Vilhelm Gunnarsson tók þá er markvörður Ísraels kominn langt út á völlinn þar sem Guðjón Valur lendir á honum en Guðjón hafði rétt gripið boltann og sá markvörðinn ekki. „Við útileikmenn viljum sjá markmenn inni í teig af því að menn hafa meiðst alvarlega við svona. Menn hafa rotast og gleypt í sér tunguna og verið í lífshættu. Sem betur fer gerðist ekki í dag,“ sagði Guðjón Valur um atvikið. „Hann lendir þarna á milli og sér enga undankomuleið en ég sé hann ekki. Ég er bara að horfa á boltann og sé að ég er búinn að vinna hornamanninn þeirra. „Vandamálið er að ef þú breytir reglunum. Þá þarftu að taka vestisregluna út. Ef markmenn mega ekki fara út úr teig þá máttu ekki setja leikmann í sóknina í vesti. Þá getur markmaðurinn ekki heldur farið út að hliðarlínu og talað við kollega sinn eða fengið sér vatn. Þetta er rosalega mikið haltu mér slepptu mér. „Ég snögg reiddist en ég talaði við hann í hálfleik og hann bað mig afsökunar. Þetta var enginn ásetningur hjá honum. Það breytti því ekki að mér brá rosalega,“ sagði Guðjón Valur sem verður ekki oft svona reiður á velli. „Nei, ekki oft enda væri ég þá oftar inni í klefa en á vellinum ef ég væri oft svona reiður. Þetta er búið og það gerðist ekkert og engin ástæða til að erfa þetta eitthvað.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 36-19 | Strákarnir völtuðu yfir Ísrael í Höllinni Íslenska karlalandsliðið í handbolta er komið með tvö stig í undankeppni EM 2016 eftir stórsigur á Ísrael í Laugardalshöll í kvöld. 29. október 2014 17:40