Barcelona á flesta uppalda leikmenn í bestu deildum Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2014 22:30 Andres Iniesta og Lionel Messi. Vísir/Getty Unglingastarf Barcelona hefur skilað flestum leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu í dag samkvæmt nýrri rannsókn hjá CIES Football Observatory. Alls eru 43 leikmenn að spila í bestu deildum Evrópu sem fóru á sínum tíma í gegnum La Masia akademíuna hjá Barcelona en þá er verið að tala um toppdeildarnar í England, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Manchester United er í öðru sæti á þessum lista með 36 leikmenn, tveimur fleiri en Real Madrid sem er með 34 uppalda leikmenn sem eru að spila í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Real Madrid er aftur á móti í öðru sæti yfir uppalda leikmenn sem eru að spila með öðrum félögum. Þrettán af umræddum 43 leikmönnum Barcelona eru enn að spila með félaginu en 30 leikmenn eru að spila annarsstaðar og þar á meðal eru menn eins og Cesc Fabregas (Chelsea), Thiago Alcantara (Bayern München), Christian Tello (Porto) og Stoke-leikmennirnir Bojan Krkic og Marc Muniesa. Arsenal kemur næst á eftir Manchester United í framleiðslunni af ensku liðunum en 15 af 22 uppöldum leikmönnum Arsenal eru ekki að spila með félaginu. Aston Villa er þriðja hæsta enska liðið og Manchester City, Chelsea og Tottenham hafa síðan öll skilað tólf leikmönnum en Liverpool er hvergi sjáanlegt á topplistanum,Flestir uppaldir leikmenn í einni af fimm bestu deildum Evrópu: 1. Barcelona, Spáni 43 2. Manchester United, Englandi 36 3. Real Madrid, Spáni 34 4. Lyon, Frakklandi 33 5. Paris Saint Germain, Frakklandi, 27 6. Athletic Bilbao, Spáni 24 6. Real Sociedad, Spáni 24 6. Stade Rennais, Frakklandi 24 9. Bordeaux, Frakklandi 22 9.Lens, Frakklandi 22 9. Arsenal, Englandi 22 9. Atalanta, Ítalíu 22 Hér fyrir neðan má síðan sjá töflu sem fylgdi frétt ESPN um þessa nýju rannsókn en þar eru öll liðin sem hafa skilað leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu.Barcelona top homegrown talent table with 43, according to @sportCIES research. Man Utd in 2nd http://t.co/askWSFp75t pic.twitter.com/tkWgbQC9sy— ESPN FC (@ESPNFC) October 28, 2014 Enski boltinn Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Unglingastarf Barcelona hefur skilað flestum leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu í dag samkvæmt nýrri rannsókn hjá CIES Football Observatory. Alls eru 43 leikmenn að spila í bestu deildum Evrópu sem fóru á sínum tíma í gegnum La Masia akademíuna hjá Barcelona en þá er verið að tala um toppdeildarnar í England, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og á Spáni. Manchester United er í öðru sæti á þessum lista með 36 leikmenn, tveimur fleiri en Real Madrid sem er með 34 uppalda leikmenn sem eru að spila í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Real Madrid er aftur á móti í öðru sæti yfir uppalda leikmenn sem eru að spila með öðrum félögum. Þrettán af umræddum 43 leikmönnum Barcelona eru enn að spila með félaginu en 30 leikmenn eru að spila annarsstaðar og þar á meðal eru menn eins og Cesc Fabregas (Chelsea), Thiago Alcantara (Bayern München), Christian Tello (Porto) og Stoke-leikmennirnir Bojan Krkic og Marc Muniesa. Arsenal kemur næst á eftir Manchester United í framleiðslunni af ensku liðunum en 15 af 22 uppöldum leikmönnum Arsenal eru ekki að spila með félaginu. Aston Villa er þriðja hæsta enska liðið og Manchester City, Chelsea og Tottenham hafa síðan öll skilað tólf leikmönnum en Liverpool er hvergi sjáanlegt á topplistanum,Flestir uppaldir leikmenn í einni af fimm bestu deildum Evrópu: 1. Barcelona, Spáni 43 2. Manchester United, Englandi 36 3. Real Madrid, Spáni 34 4. Lyon, Frakklandi 33 5. Paris Saint Germain, Frakklandi, 27 6. Athletic Bilbao, Spáni 24 6. Real Sociedad, Spáni 24 6. Stade Rennais, Frakklandi 24 9. Bordeaux, Frakklandi 22 9.Lens, Frakklandi 22 9. Arsenal, Englandi 22 9. Atalanta, Ítalíu 22 Hér fyrir neðan má síðan sjá töflu sem fylgdi frétt ESPN um þessa nýju rannsókn en þar eru öll liðin sem hafa skilað leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu.Barcelona top homegrown talent table with 43, according to @sportCIES research. Man Utd in 2nd http://t.co/askWSFp75t pic.twitter.com/tkWgbQC9sy— ESPN FC (@ESPNFC) October 28, 2014
Enski boltinn Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira