CNOOC sagt íhuga leit á landgrunni Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 24. október 2014 10:45 Fulltrúar CNOOC á fundi í Reykjavík á mánudag um olíuleit á Drekasvæðinu. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Kínverski olíurísinn CNOOC, sem er með sérleyfi á Drekasvæðinu, kannar nú möguleika á að taka þátt í olíuleitarútboði Noregs í suðaustur Barentshafi árið 2016, að því er Bloomberg-fréttastofan greinir frá í gær. Bloomberg segir að kínverska ríkisolíufélagið hunsi þannig þá frystingu sem stjórnvöld í Kína hafa beitt Norðmenn eftir að friðarverðlaun Nóbels voru veitt kínverskum andófsmanni árið 2010. Fréttin hefur vakið mikla athygli í Noregi, NTB-fréttastofan tók hana upp, og fjöldi norskra fjölmiðla hefur fjallað um málið. Bloomberg segist í krafti laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda í Noregi hafa fengið aðgang að tölvupósti sem CNOOC sendi Olíustofnun Noregs þar sem fyrirtækið kannar möguleikar á að kaupa rannsóknargögn vegna Barentshafs. Í frétt Bloomberg kemur fram að rannsóknargögnin séu einnig um Jan Mayen-svæðið. Jafnframt er greint frá því að CNOOC sé orðinn samstarfsaðili norska ríkisolíufélagsins Petoro í gegnum sérleyfi í lögsögu Íslands. Fréttunum fylgja miklar bollaleggingar um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína og tilraunir norskra stjórnvalda til að koma á þýðu. Norska ríkisstjórnin hafi þannig reynt að blíðka kínversk stjórnvöld með því að ráðherrar neituðu að hitta Dalai Lama í Noregsheimsókn hans í maí. Spyrja má hvort Bloomberg og norsku miðlarnir gangi of langt í ályktun um áhuga CNOOC á landgrunni Noregs. Rannsóknargögnin um suðaustur Barentshaf og Jan Mayen-svæðið eru nefnilega seld saman í einum pakka fyrir 12 milljónir norskra króna, eða 220 milljónir íslenskra króna, og ná einnig yfir íslenska Drekasvæðið. Vera má á að CNOOC sé eingöngu að kaupa gögnin vegna olíuleitar á Drekasvæðinu en þangað áformar félagið að senda rannsóknarleiðangra strax næsta sumar, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. Fulltrúi norska ríkisolíufélagsins Petoro, konan fyrir miðri mynd, sat fund sérleyfishafanna í Reykjavík.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Olíuleit á Drekasvæði Noregur Kína Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kínverski olíurísinn CNOOC, sem er með sérleyfi á Drekasvæðinu, kannar nú möguleika á að taka þátt í olíuleitarútboði Noregs í suðaustur Barentshafi árið 2016, að því er Bloomberg-fréttastofan greinir frá í gær. Bloomberg segir að kínverska ríkisolíufélagið hunsi þannig þá frystingu sem stjórnvöld í Kína hafa beitt Norðmenn eftir að friðarverðlaun Nóbels voru veitt kínverskum andófsmanni árið 2010. Fréttin hefur vakið mikla athygli í Noregi, NTB-fréttastofan tók hana upp, og fjöldi norskra fjölmiðla hefur fjallað um málið. Bloomberg segist í krafti laga um upplýsingaskyldu stjórnvalda í Noregi hafa fengið aðgang að tölvupósti sem CNOOC sendi Olíustofnun Noregs þar sem fyrirtækið kannar möguleikar á að kaupa rannsóknargögn vegna Barentshafs. Í frétt Bloomberg kemur fram að rannsóknargögnin séu einnig um Jan Mayen-svæðið. Jafnframt er greint frá því að CNOOC sé orðinn samstarfsaðili norska ríkisolíufélagsins Petoro í gegnum sérleyfi í lögsögu Íslands. Fréttunum fylgja miklar bollaleggingar um stirðleikann í samskiptum Noregs og Kína og tilraunir norskra stjórnvalda til að koma á þýðu. Norska ríkisstjórnin hafi þannig reynt að blíðka kínversk stjórnvöld með því að ráðherrar neituðu að hitta Dalai Lama í Noregsheimsókn hans í maí. Spyrja má hvort Bloomberg og norsku miðlarnir gangi of langt í ályktun um áhuga CNOOC á landgrunni Noregs. Rannsóknargögnin um suðaustur Barentshaf og Jan Mayen-svæðið eru nefnilega seld saman í einum pakka fyrir 12 milljónir norskra króna, eða 220 milljónir íslenskra króna, og ná einnig yfir íslenska Drekasvæðið. Vera má á að CNOOC sé eingöngu að kaupa gögnin vegna olíuleitar á Drekasvæðinu en þangað áformar félagið að senda rannsóknarleiðangra strax næsta sumar, eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. Fulltrúi norska ríkisolíufélagsins Petoro, konan fyrir miðri mynd, sat fund sérleyfishafanna í Reykjavík.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Olíuleit á Drekasvæði Noregur Kína Tengdar fréttir Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00 2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15 Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45 Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. 28. júní 2014 13:00
2,5 milljarðar í olíuleit á Drekasvæði á næsta ári Sérleyfishafar á Drekasvæðinu áforma að verja tveimur og hálfum milljarði króna til olíuleitar á Drekasvæðinu á næsta ári. 15. október 2014 19:15
Drekasvæðið sáttaleið vegna nóbelsverðlauna? Reuters-fréttastofan veltir því upp hvort ríkisstjórn Noregs muni nota íslenskt olíuleitarleyfi til að leita sátta við stjórnvöld í Kína. 14. nóvember 2013 18:45
Kínverjar mættir til að hefja olíuleitina Leyfishafar á Drekasvæðinu undir forystu kínverska félagsins CNOOC ákváðu á fundi í dag að hraðar yrði farið af stað í olíuleitina en áætlanir gerðu ráð fyrir. 20. október 2014 20:15
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45