Virðulegi Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 23. október 2014 10:41 Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? Vissir þú að 20,6% nemenda höfðu upplifað ofbeldi, niðurlægingu eða orðið fyrir áreitni í þeim mánuði sem könnunin Framhaldsskólapúlsinn 2014 var framkvæmd? Við erum ekki að tala um að nær 21% framhaldsskólanema hafi upplifað þetta síðastliðið ár, þó að þær tölur væru sláandi. Nei, við erum að tala um 20,6% nemenda á framhaldsskólastigi upplifði einhvers konar form af ofbeldi, upplifði niðurlægingu eða varð fyrri áreitni á einum mánuði. Rannsókn sem var gerð af Háskólanum á Akureyri sýnir fram á að samkynhneigð ungmenni í 10.bekk séu 25% líklegri en jafnaldrar þeirra til þess að reyna endurtekið sjálfsvíg. 18% samkynhneigðra stráka í 10. bekk hafa reynt sjálfsvíg 1-4 sinnum en um 40% stelpna. Það er rétt tæpur helmingur samkynhneigðra stelpna sem er allt of hátt hlutfall. 18% stráka er allt of hátt hlutfall. Ásættanlegt hlutfall er 0%. Önnur stærsta dánarorsök fólks á aldrinum 15-20 ára er sjálfsvíg. Að meðaltali falla tveir á aldrinum 15-20 ára á hverju ári fyrir eigin hendi. Ein af aðalorsökum þessara sjálfsvíga eða tilrauna til þeirra er einelti. Sjálfsvíg er mjög viðkvæmt umræðuefni en það er mjög mikilvægt að opna umræðuna og tala um hvers vegna þessir hræðulegu atburðir eiga sér stað. Einelti verður þegar fólk skortir umburðarlyndi. Einelti er fáfræði í formi ofbeldis. Það verður að grípa til aðgerða og víkka skilgreiningu normsins. Enginn á að þurfa að gjalda fyrir kyn, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarhaft, trúarbrögð, efnahag, ætterni eða stöðu. Né vegna þeirra staðreyndar að þeir eigi erfitt með að fóta sig í félagslífinu. Góð líðan nemenda ætti að vera forgangsatriði. Nemanda sem líður vel er töluvert líklegri til þess að standa sig vel í námi og mun ólíklegari til þess að hverfa frá því. Nemendur eiga að geta leitað sér hjálpar á auðveldan hátt. Grunnskólar bjóða upp á sálfræðiaðstoð en því er ekki að skipta í framhaldsskólum. Af hverju stafar það? Seint verða vandamál þeirra sem eru í þessum aldurshópi talin auðveld. Haustið 2012 hóf Verkmenntaskólinn á Akureyri að bjóða nemendum sínum upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Skemmst er frá því að segja að mikil aðsókn var í þjónustuna. Á skólaárinu 2012-2013 nýttu rúmlega 10% nemenda sér úrræði skólasálfræðings. Greinilegt er því að mikil þörf er á þessari þjónustu. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla ber skólunum skylda til þess að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir nemendur í samstarfi við heilsugæslur. Sú þjónusta sem boðið er upp á er oft á tíðum illa auglýst og eru mörg dæmi um að nemendur viti ekki af þeim úrræðum sem standa þeim til boða. Með því að koma upp góðri sálfræði- og hjúkrunarþjónustu í öllum framhaldsskólum og tengja hana við náms- og starfsráðgjöf mætti mynda sterkt bakland fyrir nemendur. 9% nemenda hætta námi vegna andlegra veikind. Kvíði hrjáir marga nemendur á Íslandi og þarf að skoða ástæður þess og orsök. Ýmislegt bendir til að verið sé að leggja of mikið á nemendur, bæði andlega og námslega án þess að þeim sé veittur sé nægur stuðningur. Reiknað hefur verið út að það kosti samfélagið um 14 milljónir fyrir hvern nemanda sem hverfur frá námi. Það er því til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Elsku Illugi 21. október 2014 14:55 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26 Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? Vissir þú að 20,6% nemenda höfðu upplifað ofbeldi, niðurlægingu eða orðið fyrir áreitni í þeim mánuði sem könnunin Framhaldsskólapúlsinn 2014 var framkvæmd? Við erum ekki að tala um að nær 21% framhaldsskólanema hafi upplifað þetta síðastliðið ár, þó að þær tölur væru sláandi. Nei, við erum að tala um 20,6% nemenda á framhaldsskólastigi upplifði einhvers konar form af ofbeldi, upplifði niðurlægingu eða varð fyrri áreitni á einum mánuði. Rannsókn sem var gerð af Háskólanum á Akureyri sýnir fram á að samkynhneigð ungmenni í 10.bekk séu 25% líklegri en jafnaldrar þeirra til þess að reyna endurtekið sjálfsvíg. 18% samkynhneigðra stráka í 10. bekk hafa reynt sjálfsvíg 1-4 sinnum en um 40% stelpna. Það er rétt tæpur helmingur samkynhneigðra stelpna sem er allt of hátt hlutfall. 18% stráka er allt of hátt hlutfall. Ásættanlegt hlutfall er 0%. Önnur stærsta dánarorsök fólks á aldrinum 15-20 ára er sjálfsvíg. Að meðaltali falla tveir á aldrinum 15-20 ára á hverju ári fyrir eigin hendi. Ein af aðalorsökum þessara sjálfsvíga eða tilrauna til þeirra er einelti. Sjálfsvíg er mjög viðkvæmt umræðuefni en það er mjög mikilvægt að opna umræðuna og tala um hvers vegna þessir hræðulegu atburðir eiga sér stað. Einelti verður þegar fólk skortir umburðarlyndi. Einelti er fáfræði í formi ofbeldis. Það verður að grípa til aðgerða og víkka skilgreiningu normsins. Enginn á að þurfa að gjalda fyrir kyn, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarhaft, trúarbrögð, efnahag, ætterni eða stöðu. Né vegna þeirra staðreyndar að þeir eigi erfitt með að fóta sig í félagslífinu. Góð líðan nemenda ætti að vera forgangsatriði. Nemanda sem líður vel er töluvert líklegri til þess að standa sig vel í námi og mun ólíklegari til þess að hverfa frá því. Nemendur eiga að geta leitað sér hjálpar á auðveldan hátt. Grunnskólar bjóða upp á sálfræðiaðstoð en því er ekki að skipta í framhaldsskólum. Af hverju stafar það? Seint verða vandamál þeirra sem eru í þessum aldurshópi talin auðveld. Haustið 2012 hóf Verkmenntaskólinn á Akureyri að bjóða nemendum sínum upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Skemmst er frá því að segja að mikil aðsókn var í þjónustuna. Á skólaárinu 2012-2013 nýttu rúmlega 10% nemenda sér úrræði skólasálfræðings. Greinilegt er því að mikil þörf er á þessari þjónustu. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla ber skólunum skylda til þess að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir nemendur í samstarfi við heilsugæslur. Sú þjónusta sem boðið er upp á er oft á tíðum illa auglýst og eru mörg dæmi um að nemendur viti ekki af þeim úrræðum sem standa þeim til boða. Með því að koma upp góðri sálfræði- og hjúkrunarþjónustu í öllum framhaldsskólum og tengja hana við náms- og starfsráðgjöf mætti mynda sterkt bakland fyrir nemendur. 9% nemenda hætta námi vegna andlegra veikind. Kvíði hrjáir marga nemendur á Íslandi og þarf að skoða ástæður þess og orsök. Ýmislegt bendir til að verið sé að leggja of mikið á nemendur, bæði andlega og námslega án þess að þeim sé veittur sé nægur stuðningur. Reiknað hefur verið út að það kosti samfélagið um 14 milljónir fyrir hvern nemanda sem hverfur frá námi. Það er því til mikils að vinna.
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun