Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á hófið í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir nepðan.
Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara stjörnunnar og Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar voru í kvöld kosin leikmenn ársins í Pepsi-deildunum en þau fengu verðlaunin afhent á verðlaunahátíð KSÍ.
Harpa Þorsteinsdóttir var kosin best annað árið í röð en hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar. Ingvar varði frábærlega mark Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn.
Elías Már Ómarsson, vængmaður Keflavíkur, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta en þetta er annað árið í röð sem Keflvíkingar eiga efnilegasta leikmann deildarinnar því Arnór Traustason fékk þessi verðlaun í fyrra.
Guðrún Karítas Sigurðardóttir, framherji íA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns í knattspyrnu.
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna en liðið vann tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild karla en undir hans stjórn varð Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki.
Bestu dómararnir í Pepsi-deilum karla og kvenna voru valin Bríet Bragadóttir hjá konunum og Kristinn Jakobsson hjá körlunum.
Verðlaunahafar 2014
Bestu dómarar (valið af leikmönnum deildanna)
- Besti dómari í PD kvenna – Bríet Bragadóttir
- Besti dómari í PD karla – Kristinn Jakobsson
Markahæstu leikmenn PD kvenna
- 1. sæti. 27 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan
- 2. sæti. 12 mörk, Shaneka Gordon (lék færri mínútur en Fanndís)
- 3. sæti. 12 mörk, Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik
Markahæstu leikmenn PD karla
- 1. sæti. 13 mörk, Gary Martin, KR
- 2. sæti. 12 mörk, Jonathan Glenn, ÍBV
- 3. sæti. 11 mörk, Ólafur Karl Finsen, Stjarnan
Efnilegustu leikmenn Pepsi-deilda (valið af leikmönnum deildanna)
- Efnilegasti leikmaður PD kvenna – Guðrún Karitas Sigurðardóttir, ÍA
- Efnilegasti leikmaður PD karla – Elías Már Ómarsson, Keflavík
Bestu leikmenn (valið af leikmönnum deildanna)
- Besti leikmaður PD kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan
- Besti leikmaður PD karla – Ingvar Jónsson, Stjarnan
Þjálfarar ársins (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)
- Þjálfari ársins í PD kvenna – Ólafur Þór Guðbjörnsson, Stjarnan
- Þjálfari ársins í PD karla – Rúnar Páll Sigmundsson, Stjarnan
Viðurkenningar Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu (valið af háttvisinefnd KSÍ)
- Heiðarleg framkoma lið í PD kvenna kvenna - Stjarnan
- Heiðarleg framkoma lið í PD karla - KR
- Heiðarleg framkoma einstaklingur í PD kvenna – Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfoss
- Heiðarleg framkoma einstaklingur í PD karla – Óskar Örn Hauksson, KR
Bestu stuðningsmenn (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)
- Stuðningsmenn PD kvenna - Selfoss
- Stuðningsmenn PD karla - Stjarnan