Ingvar og Harpa kosin best - Stjarnan átti kvöldið - myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2014 19:08 Ingvar og Harpa með verðlaun sín. Vísir/Ernir Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna í fótbolta. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á hófið í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir nepðan. Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara stjörnunnar og Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar voru í kvöld kosin leikmenn ársins í Pepsi-deildunum en þau fengu verðlaunin afhent á verðlaunahátíð KSÍ. Harpa Þorsteinsdóttir var kosin best annað árið í röð en hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar. Ingvar varði frábærlega mark Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Elías Már Ómarsson, vængmaður Keflavíkur, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta en þetta er annað árið í röð sem Keflvíkingar eiga efnilegasta leikmann deildarinnar því Arnór Traustason fékk þessi verðlaun í fyrra. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, framherji íA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns í knattspyrnu. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna en liðið vann tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild karla en undir hans stjórn varð Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki. Bestu dómararnir í Pepsi-deilum karla og kvenna voru valin Bríet Bragadóttir hjá konunum og Kristinn Jakobsson hjá körlunum.Verðlaunahafar 2014Bestu dómarar (valið af leikmönnum deildanna)Besti dómari í PD kvenna – Bríet BragadóttirBesti dómari í PD karla – Kristinn JakobssonMarkahæstu leikmenn PD kvenna1. sæti. 27 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan2. sæti. 12 mörk, Shaneka Gordon (lék færri mínútur en Fanndís)3. sæti. 12 mörk, Fanndís Friðriksdóttir, BreiðablikMarkahæstu leikmenn PD karla1. sæti. 13 mörk, Gary Martin, KR2. sæti. 12 mörk, Jonathan Glenn, ÍBV3. sæti. 11 mörk, Ólafur Karl Finsen, StjarnanEfnilegustu leikmenn Pepsi-deilda (valið af leikmönnum deildanna)Efnilegasti leikmaður PD kvenna – Guðrún Karitas Sigurðardóttir, ÍAEfnilegasti leikmaður PD karla – Elías Már Ómarsson, KeflavíkBestu leikmenn (valið af leikmönnum deildanna)Besti leikmaður PD kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, StjarnanBesti leikmaður PD karla – Ingvar Jónsson, StjarnanÞjálfarar ársins (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Þjálfari ársins í PD kvenna – Ólafur Þór Guðbjörnsson, StjarnanÞjálfari ársins í PD karla – Rúnar Páll Sigmundsson, StjarnanViðurkenningar Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu (valið af háttvisinefnd KSÍ)Heiðarleg framkoma lið í PD kvenna kvenna - StjarnanHeiðarleg framkoma lið í PD karla - KRHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD kvenna – Guðmunda Brynja Óladóttir, SelfossHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD karla – Óskar Örn Hauksson, KRBestu stuðningsmenn (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Stuðningsmenn PD kvenna - SelfossStuðningsmenn PD karla - StjarnanVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna í fótbolta. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á hófið í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir nepðan. Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara stjörnunnar og Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar voru í kvöld kosin leikmenn ársins í Pepsi-deildunum en þau fengu verðlaunin afhent á verðlaunahátíð KSÍ. Harpa Þorsteinsdóttir var kosin best annað árið í röð en hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar. Ingvar varði frábærlega mark Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Elías Már Ómarsson, vængmaður Keflavíkur, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta en þetta er annað árið í röð sem Keflvíkingar eiga efnilegasta leikmann deildarinnar því Arnór Traustason fékk þessi verðlaun í fyrra. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, framherji íA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns í knattspyrnu. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna en liðið vann tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild karla en undir hans stjórn varð Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki. Bestu dómararnir í Pepsi-deilum karla og kvenna voru valin Bríet Bragadóttir hjá konunum og Kristinn Jakobsson hjá körlunum.Verðlaunahafar 2014Bestu dómarar (valið af leikmönnum deildanna)Besti dómari í PD kvenna – Bríet BragadóttirBesti dómari í PD karla – Kristinn JakobssonMarkahæstu leikmenn PD kvenna1. sæti. 27 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan2. sæti. 12 mörk, Shaneka Gordon (lék færri mínútur en Fanndís)3. sæti. 12 mörk, Fanndís Friðriksdóttir, BreiðablikMarkahæstu leikmenn PD karla1. sæti. 13 mörk, Gary Martin, KR2. sæti. 12 mörk, Jonathan Glenn, ÍBV3. sæti. 11 mörk, Ólafur Karl Finsen, StjarnanEfnilegustu leikmenn Pepsi-deilda (valið af leikmönnum deildanna)Efnilegasti leikmaður PD kvenna – Guðrún Karitas Sigurðardóttir, ÍAEfnilegasti leikmaður PD karla – Elías Már Ómarsson, KeflavíkBestu leikmenn (valið af leikmönnum deildanna)Besti leikmaður PD kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, StjarnanBesti leikmaður PD karla – Ingvar Jónsson, StjarnanÞjálfarar ársins (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Þjálfari ársins í PD kvenna – Ólafur Þór Guðbjörnsson, StjarnanÞjálfari ársins í PD karla – Rúnar Páll Sigmundsson, StjarnanViðurkenningar Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu (valið af háttvisinefnd KSÍ)Heiðarleg framkoma lið í PD kvenna kvenna - StjarnanHeiðarleg framkoma lið í PD karla - KRHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD kvenna – Guðmunda Brynja Óladóttir, SelfossHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD karla – Óskar Örn Hauksson, KRBestu stuðningsmenn (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Stuðningsmenn PD kvenna - SelfossStuðningsmenn PD karla - StjarnanVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira