Kanslari Þýskalands vill vernda hluta norðurslóða Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2014 19:55 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi til Arctic Circle ráðstefnunnar í Hörpu í dag að afleiðingar hlýnandi loftslags væru augljósar á Norðurheimsskautinu. Mikilvægt væri að setja vissi svæði á Norðurslóðum undir sérstaka vernd. Fjórtán hundruð manns frá 34 löndum sækja Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu. En forseti Íslands staðfesti í viðtali við Stöð 2 í gær að þetta verði framvegis árlegur viðburður í októbermánuði í Reykjavík. Angela Merkel kanslari Þýskalands ávarpaði samkomuna í morgun. Þýskalandskanslari ávarpaði gesti Arctic Circle á myndbandi og sagði ráðstefnuna þegar hafa náð einu meginmarkmiða sinna sem væri að auka skilning á mikilvægi Norðurskautsins á stjórnmálasviðinu. „Norðurslóðir eru langt í frá einangrað svæði því það sem gerist þar hefur áhrif stóran hluta heimsins. Þetta þýðir að alþjóðasamfélagið ber sameiginlega ábyrgð á svæðinu hvað varðar utanríkis- og öryggismál og stefnuna í efnahags- og umhverfismálum,“ sagði Merkel í ávarpi sínu. Arctic Circle ráðstefnan sem stendur til sunnudags er einstakur vettvangur þar sem allir þeir sem láta sig umhverfismál varða eiga aðkomu, hvort sem það eru fulltrúar ríkja, rannsóknarstofnana, hagsmunasamtaka, vísindamanna eða einstaklingar. En Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, sem er einn aðalhvatamaðurinn að stofnun ráðstefnunnar, segir markmiðið einmitt að reyna að fá alla til að róa saman að sameiginlegu markmiði. Brýnast sé að þjóðir komi sér saman um meginreglurnar og regluverkið til að marka veginn til framtíðar. Angela Merkel tók undir þetta í sínu ávarpi og sagði jafnframt mikilvægt að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu verndar. „Það er hins vegar mun erfiðara að hafa stjórn á afleiðingum umhverfisslysa. Það gerir það enn meira áríðandi að stefnan varðandi norðurslóðir sé mótuð með varkárni. Ég yrði því ánægð ef við gætum náð samkomulagi um að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu sérstakrar verndar. En svæðið hefur nú þegar unnið sér táknræna stöðu í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ sagði Angela Merkel kanslari Þýskalands. Hringborð norðurslóða Harpa Þýskaland Norðurslóðir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi til Arctic Circle ráðstefnunnar í Hörpu í dag að afleiðingar hlýnandi loftslags væru augljósar á Norðurheimsskautinu. Mikilvægt væri að setja vissi svæði á Norðurslóðum undir sérstaka vernd. Fjórtán hundruð manns frá 34 löndum sækja Arctic Circle ráðstefnuna í Hörpu. En forseti Íslands staðfesti í viðtali við Stöð 2 í gær að þetta verði framvegis árlegur viðburður í októbermánuði í Reykjavík. Angela Merkel kanslari Þýskalands ávarpaði samkomuna í morgun. Þýskalandskanslari ávarpaði gesti Arctic Circle á myndbandi og sagði ráðstefnuna þegar hafa náð einu meginmarkmiða sinna sem væri að auka skilning á mikilvægi Norðurskautsins á stjórnmálasviðinu. „Norðurslóðir eru langt í frá einangrað svæði því það sem gerist þar hefur áhrif stóran hluta heimsins. Þetta þýðir að alþjóðasamfélagið ber sameiginlega ábyrgð á svæðinu hvað varðar utanríkis- og öryggismál og stefnuna í efnahags- og umhverfismálum,“ sagði Merkel í ávarpi sínu. Arctic Circle ráðstefnan sem stendur til sunnudags er einstakur vettvangur þar sem allir þeir sem láta sig umhverfismál varða eiga aðkomu, hvort sem það eru fulltrúar ríkja, rannsóknarstofnana, hagsmunasamtaka, vísindamanna eða einstaklingar. En Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, sem er einn aðalhvatamaðurinn að stofnun ráðstefnunnar, segir markmiðið einmitt að reyna að fá alla til að róa saman að sameiginlegu markmiði. Brýnast sé að þjóðir komi sér saman um meginreglurnar og regluverkið til að marka veginn til framtíðar. Angela Merkel tók undir þetta í sínu ávarpi og sagði jafnframt mikilvægt að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu verndar. „Það er hins vegar mun erfiðara að hafa stjórn á afleiðingum umhverfisslysa. Það gerir það enn meira áríðandi að stefnan varðandi norðurslóðir sé mótuð með varkárni. Ég yrði því ánægð ef við gætum náð samkomulagi um að tiltekin svæði á norðurslóðum nytu sérstakrar verndar. En svæðið hefur nú þegar unnið sér táknræna stöðu í baráttunni gegn loftslagsbreytingunum,“ sagði Angela Merkel kanslari Þýskalands.
Hringborð norðurslóða Harpa Þýskaland Norðurslóðir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira