Klovn-félagar með nýja bíómynd í bígerð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2014 17:30 Félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam, sem skipa gríntvíeykið Klovn, eru með nýja kvikmynd í bígerð til að fylgja eftir velgengni Klovn: The Movie frá árinu 2010. Nýja myndin heitir Klovn Forever og verður frumsýnd í september á næsta ári. Tökur á myndinni hófust í Kaupmannahöfn í síðustu viku samkvæmt frétt á vef Jyllands-Posten og er tökuliðið nú í Los Angeles þar sem tekið verður upp í tíu daga. „Ástæðan fyrir því að það eru liðin fjögur ár er að við biðum eftir hugmynd sem var svo sterk að við gætum gert nýja mynd sem myndi toppa þá fyrstu. Og okkur finnst að handritið sem við erum nú með í höndunum geti það,“ segir Casper. Mikkel Nørgaard leikstýrði fyrri myndinni og sest einnig í leikstjórastólinn á þeirri nýju. Þá snýr Mia Lyhne aftur í hlutverk Miu. Söguþráður nýju myndarinnar er hins vegar hernaðarleyndarmál. Frank og Casper slógu í gegn um heim allan með sjónvarpsþáttunum Klovn sem hófu göngu sína árið 2005 í Danmörku. Búið er að selja rétt til að endurgera seríuna til Hollands, Belgíu, Þýskalands og Finnlands. Þá hafa Warner Brothers í Bandaríkjunum tryggt sér rétt til að endurgera Klovn: The Movie með Danny McBride í aðalhlutverki. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam, sem skipa gríntvíeykið Klovn, eru með nýja kvikmynd í bígerð til að fylgja eftir velgengni Klovn: The Movie frá árinu 2010. Nýja myndin heitir Klovn Forever og verður frumsýnd í september á næsta ári. Tökur á myndinni hófust í Kaupmannahöfn í síðustu viku samkvæmt frétt á vef Jyllands-Posten og er tökuliðið nú í Los Angeles þar sem tekið verður upp í tíu daga. „Ástæðan fyrir því að það eru liðin fjögur ár er að við biðum eftir hugmynd sem var svo sterk að við gætum gert nýja mynd sem myndi toppa þá fyrstu. Og okkur finnst að handritið sem við erum nú með í höndunum geti það,“ segir Casper. Mikkel Nørgaard leikstýrði fyrri myndinni og sest einnig í leikstjórastólinn á þeirri nýju. Þá snýr Mia Lyhne aftur í hlutverk Miu. Söguþráður nýju myndarinnar er hins vegar hernaðarleyndarmál. Frank og Casper slógu í gegn um heim allan með sjónvarpsþáttunum Klovn sem hófu göngu sína árið 2005 í Danmörku. Búið er að selja rétt til að endurgera seríuna til Hollands, Belgíu, Þýskalands og Finnlands. Þá hafa Warner Brothers í Bandaríkjunum tryggt sér rétt til að endurgera Klovn: The Movie með Danny McBride í aðalhlutverki.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira