Myndlist og hugsun Katrín Jakobsdóttir skrifar 30. október 2014 10:06 Hvaða áhrif hefur listin á það hvernig við tökum ákvarðanir í okkar daglega lífi? Í heimi þar sem sjónrænt áreiti er endalaust er það eigi að síður svo að góð listaverk geta haft jákvæð áhrif á líðan okkar og hugsanir sem beint og óbeint eru forsendur allrar ákvarðanatöku. Myndlistin og sjónlistirnar hafa þróast mikið seinustu áratugi. Listgreinar renna saman í margháttuðum gjörningum og stundum skiljum við, sem eigum til að vera föst í hefðbundnum og gömlum skilgreiningum á listgreinum, ekki nákvæmlega hvað gerir myndlist að myndlist. Og gleymum því að það skiptir kannski ekki öllu máli, mestu skiptir sú upplifun sem verkið veitir okkur, sá innblástur sem það getur orðið okkur. Flest hengjum við upp myndir í kringum okkur og þær geta skýrt fyrir sjálfum okkur og öðrum hver við erum. Myndir barnanna okkar, myndir jafnvel eftir okkur sjálf eða látna ættingja, myndir sem okkur þykir vænt um því þær eru fallegar, vekja með okkur tilfinningar eða styðja við okkur í daglega lífinu. Daglega horfi ég á verk eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro sem minnir mig á hve auðvelt það getur verið að svipta fólk réttindum. Daglega horfi ég á skúlptúr eftir Erling Jónsson myndhöggvara sem minnir mig á að dramb er falli næst. Daglega horfi ég á styttuna af Jóni Sigurðssyni sem minnir mig á að við erum sjálfstæð þjóð og verk Santiago Sierra sem minnir mig á mikilvægi borgaralegrar óhlýðni. Ég horfi líka á skip pabba Línu Langsokks og stóran ruslafugl sem minnir mig á að ímyndunaraflinu virðast lítil takmörk sett.Listin og mennskan Öll góð list í umhverfinu hjálpar okkur að muna af hverju við erum menn. Listamenn fást við mennskuna og samspil hennar við náttúru og tækni, og með verkum sínum dýpka þeir skilning okkar á umheiminum og styrkja sjálfsþekkingargreind okkar. Þess vegna er myndlistin mikilvæg því hún gerir okkur að betri og meiri mönnum. En listin eykur líka fegurðina í lífi okkar, sem oft er vanmetin. Við gerum okkur hugsanlega ekki grein fyrir því dags daglega hve umhverfið skiptir okkur miklu. Að lifa í eilífu skammdegi grárra bygginga þar sem ekkert brýtur upp umhverfið, ekki sést stingandi strá eða eitt listaverk, hlýtur að hafa önnur áhrif á sálina en að hafa græn lungu í þéttbýlinu; fjölbreyttan og framsækinn arkitektúr og að almenningur hafi aðgang að spennandi og ögrandi listaverkum. Í tilefni af Degi myndlistar hvetur Samband íslenskra myndlistarmanna okkur öll til að hugsa um mikilvægi myndlistar og myndlistarmanna í samfélagi okkar. Ég er ekki í nokkrum vafa um að myndlist getur haft gríðarleg áhrif á líðan og geð okkar allra, getur hjálpað okkur að öðlast dýpri skilning og þekkingu á tilvistinni og gert okkur öll að betri mönnum. Þetta mætti Alþingi hafa í huga nú þegar þar er fjallað um fjárlagafrumvarp ársins 2015 en þar er lagt til að skera niður myndlistarsjóð í 15 milljónir sem er þriðjungur þess framlags sem hann fékk við stofnun 2013. Þessi litli sjóður hefur haft jákvæð áhrif eftir að hann kom til og má vart vera minnni. Sú ráðstöfun að skera hann niður hlýtur að hafa neikvæð áhrif á umhverfi okkar og lífsgæði og kannski meiri en við áttum okkur á við fyrstu sýn. Markmið okkar allra ætti að vera þveröfugt; að efla þessa listgrein eins og aðrar.Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 2014 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Tengdar fréttir Að staldra við Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. 29. október 2014 09:02 Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvaða áhrif hefur listin á það hvernig við tökum ákvarðanir í okkar daglega lífi? Í heimi þar sem sjónrænt áreiti er endalaust er það eigi að síður svo að góð listaverk geta haft jákvæð áhrif á líðan okkar og hugsanir sem beint og óbeint eru forsendur allrar ákvarðanatöku. Myndlistin og sjónlistirnar hafa þróast mikið seinustu áratugi. Listgreinar renna saman í margháttuðum gjörningum og stundum skiljum við, sem eigum til að vera föst í hefðbundnum og gömlum skilgreiningum á listgreinum, ekki nákvæmlega hvað gerir myndlist að myndlist. Og gleymum því að það skiptir kannski ekki öllu máli, mestu skiptir sú upplifun sem verkið veitir okkur, sá innblástur sem það getur orðið okkur. Flest hengjum við upp myndir í kringum okkur og þær geta skýrt fyrir sjálfum okkur og öðrum hver við erum. Myndir barnanna okkar, myndir jafnvel eftir okkur sjálf eða látna ættingja, myndir sem okkur þykir vænt um því þær eru fallegar, vekja með okkur tilfinningar eða styðja við okkur í daglega lífinu. Daglega horfi ég á verk eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro sem minnir mig á hve auðvelt það getur verið að svipta fólk réttindum. Daglega horfi ég á skúlptúr eftir Erling Jónsson myndhöggvara sem minnir mig á að dramb er falli næst. Daglega horfi ég á styttuna af Jóni Sigurðssyni sem minnir mig á að við erum sjálfstæð þjóð og verk Santiago Sierra sem minnir mig á mikilvægi borgaralegrar óhlýðni. Ég horfi líka á skip pabba Línu Langsokks og stóran ruslafugl sem minnir mig á að ímyndunaraflinu virðast lítil takmörk sett.Listin og mennskan Öll góð list í umhverfinu hjálpar okkur að muna af hverju við erum menn. Listamenn fást við mennskuna og samspil hennar við náttúru og tækni, og með verkum sínum dýpka þeir skilning okkar á umheiminum og styrkja sjálfsþekkingargreind okkar. Þess vegna er myndlistin mikilvæg því hún gerir okkur að betri og meiri mönnum. En listin eykur líka fegurðina í lífi okkar, sem oft er vanmetin. Við gerum okkur hugsanlega ekki grein fyrir því dags daglega hve umhverfið skiptir okkur miklu. Að lifa í eilífu skammdegi grárra bygginga þar sem ekkert brýtur upp umhverfið, ekki sést stingandi strá eða eitt listaverk, hlýtur að hafa önnur áhrif á sálina en að hafa græn lungu í þéttbýlinu; fjölbreyttan og framsækinn arkitektúr og að almenningur hafi aðgang að spennandi og ögrandi listaverkum. Í tilefni af Degi myndlistar hvetur Samband íslenskra myndlistarmanna okkur öll til að hugsa um mikilvægi myndlistar og myndlistarmanna í samfélagi okkar. Ég er ekki í nokkrum vafa um að myndlist getur haft gríðarleg áhrif á líðan og geð okkar allra, getur hjálpað okkur að öðlast dýpri skilning og þekkingu á tilvistinni og gert okkur öll að betri mönnum. Þetta mætti Alþingi hafa í huga nú þegar þar er fjallað um fjárlagafrumvarp ársins 2015 en þar er lagt til að skera niður myndlistarsjóð í 15 milljónir sem er þriðjungur þess framlags sem hann fékk við stofnun 2013. Þessi litli sjóður hefur haft jákvæð áhrif eftir að hann kom til og má vart vera minnni. Sú ráðstöfun að skera hann niður hlýtur að hafa neikvæð áhrif á umhverfi okkar og lífsgæði og kannski meiri en við áttum okkur á við fyrstu sýn. Markmið okkar allra ætti að vera þveröfugt; að efla þessa listgrein eins og aðrar.Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 2014
Að staldra við Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. 29. október 2014 09:02
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun