Styður uppbyggingu en ekki deiliskipulagið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. nóvember 2014 18:22 Kjartan segir að þrátt fyrir að samkomulagið geri ráð fyrir að deiliskipulagsvinnan klárist hafi hann talið hægt að ná samkomulagi um að ekki yrði farið út í frekari skipulagsvinnu á svæðinu. Vísir / Valli Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjáflstæðisflokksins, lýst enn vel á hugmyndir um uppbyggingu á Hlíðarerndasvæðinu þrátt fyrir að vera andsnúinn deiliskipulagsbreytingum svæðisins sem eru forsenda uppbyggingarinnar. Í mars á síðasta ári kom hann fram á kynningarfundinum um Hlíðarendabyggð og fagnaði áformunum en nú eru hann og aðrir borgarfulltrúar flokksins mótfallnir breytingunum.Nýjar upplýsingar breyttu afstöðunni „Við sjálfstæðismenn styðjum að það verði byggt upp á þessu svæði,“ segir Kjartan. Eftir að Rögnunefndin, sem finna á framtíðarlausn á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, tók til starfa hafi hinsvegar nýjar upplýsingar komið fram. „Þá komu fram mjög vel rökstuddar athugasemdir, sem að sumu leiti höfðu ekki komið fram áður, um að notkunarhlutfall flugvallarins myndi falla töluvert mikið meira en áður var talið ef að þriðja flugbrautin færi,“ segir hann. Það eru þó ekki bara þessar nýju upplýsingar sem höfðu áhrif á Kjartan heldur endurmat á eldri upplýsingum sem lágu til grundvallar ákvörðunum um að láta flugbrautina víkja. „Síðan hefur komið í ljós að það er meiri ágreiningur um túlkun á eldri gögnum en ég hélt,“ segir hann.Í samræmi við samkomulagið Kjartan segir að þegar Rögnunefndin hafi verið skipuð hafi sjálfstæðismenn séð tækifæri til að ná sátt í málinu. „Þá héldum við að það væri hægt að ná samkomulagi um það að menn myndu ekki fara út í frekari skipulagsvinnu á svæðinu fyrr en að nefndin væri búin að skila af sér,“ útskýrir hann. Í samkomulaginu sem gert var á milli borgarinnar, ríkisins og Icelandair Group, sem Rögnunefndin sprettur upp úr, er hinsvegar gert ráð fyrir að deiluskipalgið verið klárað og að þriðja flugbrautin, NA/SV-brautin, verði látin víkja. Orðrétt segir: „Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári.“Er þá sú skipulagsvinna sem hefur átt sér stað ekki í samræmi við samkomulagið? „Jú en ég vil samt benda á það að það hafa á undanförnu ári verið að koma fram nýjar upplýsingar, álit frá nýjum aðilum, að notkunarstuðull flugvallarains getur verið í hættu ef að þriðja flugbrautin fari,“ segir Kjartan. Alþingi Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Kjartani Magnússyni, borgarfulltrúa Sjáflstæðisflokksins, lýst enn vel á hugmyndir um uppbyggingu á Hlíðarerndasvæðinu þrátt fyrir að vera andsnúinn deiliskipulagsbreytingum svæðisins sem eru forsenda uppbyggingarinnar. Í mars á síðasta ári kom hann fram á kynningarfundinum um Hlíðarendabyggð og fagnaði áformunum en nú eru hann og aðrir borgarfulltrúar flokksins mótfallnir breytingunum.Nýjar upplýsingar breyttu afstöðunni „Við sjálfstæðismenn styðjum að það verði byggt upp á þessu svæði,“ segir Kjartan. Eftir að Rögnunefndin, sem finna á framtíðarlausn á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, tók til starfa hafi hinsvegar nýjar upplýsingar komið fram. „Þá komu fram mjög vel rökstuddar athugasemdir, sem að sumu leiti höfðu ekki komið fram áður, um að notkunarhlutfall flugvallarins myndi falla töluvert mikið meira en áður var talið ef að þriðja flugbrautin færi,“ segir hann. Það eru þó ekki bara þessar nýju upplýsingar sem höfðu áhrif á Kjartan heldur endurmat á eldri upplýsingum sem lágu til grundvallar ákvörðunum um að láta flugbrautina víkja. „Síðan hefur komið í ljós að það er meiri ágreiningur um túlkun á eldri gögnum en ég hélt,“ segir hann.Í samræmi við samkomulagið Kjartan segir að þegar Rögnunefndin hafi verið skipuð hafi sjálfstæðismenn séð tækifæri til að ná sátt í málinu. „Þá héldum við að það væri hægt að ná samkomulagi um það að menn myndu ekki fara út í frekari skipulagsvinnu á svæðinu fyrr en að nefndin væri búin að skila af sér,“ útskýrir hann. Í samkomulaginu sem gert var á milli borgarinnar, ríkisins og Icelandair Group, sem Rögnunefndin sprettur upp úr, er hinsvegar gert ráð fyrir að deiluskipalgið verið klárað og að þriðja flugbrautin, NA/SV-brautin, verði látin víkja. Orðrétt segir: „Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári.“Er þá sú skipulagsvinna sem hefur átt sér stað ekki í samræmi við samkomulagið? „Jú en ég vil samt benda á það að það hafa á undanförnu ári verið að koma fram nýjar upplýsingar, álit frá nýjum aðilum, að notkunarstuðull flugvallarains getur verið í hættu ef að þriðja flugbrautin fari,“ segir Kjartan.
Alþingi Tengdar fréttir Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20 Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Frumvarp komið fram: Reykjavíkurflugvöll undir hatt ríkisins Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli færist frá Reykjavíkurborg til ríkisins. 6. nóvember 2014 16:20
Dagur segir fundarboðið stórfurðulegt Borgarstjóri vísar því á bug að hugleysi og undanbrögð hafi ráðið því að hann afboðaði sig á þingnefndafund um flugvöllinn í Vatnsmýrinni í morgun. 6. nóvember 2014 12:46