Valdimar Grímsson: Má ekki fara fyrir okkur eins og Svíum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2014 11:30 Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Valdimar einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta voru bara unglömb þá og voru bara rétt að byrja en við vorum bara búnir að æfa svo mikið að við vorum búnir að fá nóg," sagði Valdimar Grímsson í léttum tón. „Þetta er að hluta til breyttir tímar. Þessir strákar í dag eru að fara út og þeir hafa ekkert annað en að æfa og sinna þessu. Þeir eru því miklu betur á sig komnir í dag en fyrir 25 árum síðan," segir Valdimar um skýringuna á háum meðalaldri íslenska liðsins. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár er hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum," segir Valdimar. „Ætli við séum ekki búnir að gleyma okkur í mjög mörgu. Við erum búnir að lifa ótrúlegt skeið með frábærum árangri hjá landsliðinu. Fólk heldur að þetta sé eins og hafragrauturinn og komi bara sjálfkrafa á borðið. Það þarf að hlúa að þessu eins og öðru og við erum þarna meðal tíu efstu þjóða. Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum," segir Valdimar. „Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við horfðum upp til sem besta handboltaþjóð í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komst ekki inn. Þeir eru með gríðarlega góð unglingalandslið en A-landsliðið kemst ekki inn af því að þeir lenda á móti sterkari andstæðingum. Þar erum við í 1. sæti í dag og við þurfum að passa upp á þetta sæti. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekkert íslenska landsliðið á stórmótum," segir Valdimar. „Reynsla er mikilvæg. Þú byggir upp ákveðið traust og leggur inn hjá þjálfara, umhverfi og þjóð. Þú ert þá búinn að skapa ákveðna ímynd og stöðu og þá ertu með brunn til að byggja á. Nýliðarnir þurfa því að komast inn og sanna að þeir séu betri og sterkari. Það er ekkert auðvelt að loka dyrum á reynslumikla menn," segir Valdimar. Valdimar vill sjá landsliðsþjálfarann taka meiri áhættu og vill að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, sitji meira þannig að efnilegir menn í hans stöðu fái tækifæri til að spila „alvöru" mínútur. Það má finna allt viðtal Valtýs við Valdimar hér fyrir ofan.Viðtalið við Valdimar Grímsson. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Valdimar Grímsson, fyrrum landsliðsmaður og einn af markahæstu mönnum A-landsliðsins frá upphafi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Íslenska liðið sem tapaði á móti Svartfjallalandi um síðustu helgi var mun eldra en liðið sem gekk í gegnum stóru kynslóðarskiptin árið 1990. Þá var Valdimar einn af leikmönnunum sem tóku við keflinu. „Þetta voru bara unglömb þá og voru bara rétt að byrja en við vorum bara búnir að æfa svo mikið að við vorum búnir að fá nóg," sagði Valdimar Grímsson í léttum tón. „Þetta er að hluta til breyttir tímar. Þessir strákar í dag eru að fara út og þeir hafa ekkert annað en að æfa og sinna þessu. Þeir eru því miklu betur á sig komnir í dag en fyrir 25 árum síðan," segir Valdimar um skýringuna á háum meðalaldri íslenska liðsins. „Tímarnir eru breyttir en engu að síður eru þetta mjög alvarlegir hlutir sem eru að gerast. Þegar meðaldur liðsins er farinn að nálgast 31 ár er hlutir sem við þurfum að huga að og passa upp á. Það er ekkert sjálfgefið að vera þarna sem við erum," segir Valdimar. „Ætli við séum ekki búnir að gleyma okkur í mjög mörgu. Við erum búnir að lifa ótrúlegt skeið með frábærum árangri hjá landsliðinu. Fólk heldur að þetta sé eins og hafragrauturinn og komi bara sjálfkrafa á borðið. Það þarf að hlúa að þessu eins og öðru og við erum þarna meðal tíu efstu þjóða. Samkeppnin er alltaf að verða meiri og meiri og við erum dálítið að sofna á verðinum," segir Valdimar. „Á næsta áratug getur brugðið til beggja vona. Ef að þú dettur út þá er gríðarlega erfitt að komast aftur inn. Við sjáum dæmi um það hjá Svíum. Svíar voru alltaf þjóð sem við horfðum upp til sem besta handboltaþjóð í heimi. Núna er hún bara horfin og ekki einu sinni með. Þeir komst ekki inn. Þeir eru með gríðarlega góð unglingalandslið en A-landsliðið kemst ekki inn af því að þeir lenda á móti sterkari andstæðingum. Þar erum við í 1. sæti í dag og við þurfum að passa upp á þetta sæti. Ef við dettum út þá getum við séð langt skeið þar sem við sjáum ekkert íslenska landsliðið á stórmótum," segir Valdimar. „Reynsla er mikilvæg. Þú byggir upp ákveðið traust og leggur inn hjá þjálfara, umhverfi og þjóð. Þú ert þá búinn að skapa ákveðna ímynd og stöðu og þá ertu með brunn til að byggja á. Nýliðarnir þurfa því að komast inn og sanna að þeir séu betri og sterkari. Það er ekkert auðvelt að loka dyrum á reynslumikla menn," segir Valdimar. Valdimar vill sjá landsliðsþjálfarann taka meiri áhættu og vill að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, sitji meira þannig að efnilegir menn í hans stöðu fái tækifæri til að spila „alvöru" mínútur. Það má finna allt viðtal Valtýs við Valdimar hér fyrir ofan.Viðtalið við Valdimar Grímsson.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30 Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30 Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Landsliðið í dag er eldra en liðið sem kvaddi Bogdan Íslenska karlalandsliðið er orðið gamalt, það sást á leik liðsins gegn Svartfellingum í undankeppni EM um helgina og stingur líka í augun þegar meðalaldur hópsins er skoðaður betur. 4. nóvember 2014 06:30
Erum dálítið að sofna á verðinum "Ungu strákarnir hafa fengið að spila allt of lítið í þessum stóru og mikilvægu leikjum,“ segir Valdimar Grímsson en hann og Bjarki Sigurðsson hafa báðir áhyggjur af háum meðalaldri íslenska landsliðsins. Bjarki nefnir B-landslið sem mögulega 5. nóvember 2014 06:30
Bjarki Sig: Við þurfum að gyrða okkur í brók Bjarki Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari HK í Olís-deild karla í handbolta, ræddi við Valtý Björn Valtýsson um stöðuna hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 5. nóvember 2014 09:57