Bíó og sjónvarp

Önnur stærsta opnunin á íslenskri kvikmynd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveppi slær í gegn.
Sveppi slær í gegn. mynd/skjáskot
Fjórða myndin um Sveppa og félaga Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum sló rækilega í gegn um helgina en opnunarhelgi myndarinnar var sú stærsta á árinu 2014 og önnur stærsta opnunin heilt yfir á íslenskri kvikmynd.

Þetta kemur fram á vefnum kvikmyndir.is. Kvikmyndin hlaut frábæra aðsókn um allt land og á landsbyggðinni féllu einnig nokkur met.

Myndin er með stærstu opnunarmyndar í Selfossbíó, Bíóhöll Akraness og í Króksbíó á Sauðárkróki þar sem uppselt var á allar sýningar.

Á Ísafirði sló hún aðsóknarmet ársins og í Sambíóunum Álfabakka mátti sjá raðir út úr húsi þegar Sveppi mætti á sérstakar morgunsýningar og tók á móti bíógestum bæði laugardag og sunnudag, en uppselt var á þær á örskömmum tíma.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×