„Stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. nóvember 2014 21:00 Skúli Mogensen, stofnandi, eigandi og forstjóri Wow Air. Skúli Mogensen eigandi og forstjóri Wow Air segir að Íslendingar eigi ekkert erindi í Evrópusambandið á næstunni og vel sé hægt að byggja áfram upp blómlegt atvinnulíf með krónuna sem gjaldmiðil.Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í nýjasta Klinkinu. „Ég held tvímælalaust að krónan sé mjög góð til síns brúks allavega næstu tíu árin. Í stað þess að vandræðast með krónuna, fram og til baka, þá er mikilvægt að taka ákvörðun og vinna eftir henni. Ef við horfum til Evrópu þá er alveg ljóst að við stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu eins og staðan er í dag,“ segir Skúli i þættinum. Flest ríki Evrópusambandsins? „Já. Miðað við tækifærin sem Ísland hefur, sem þegar hefur komið í ljós í ferðaþjónustu, í sjávarútvegi, í orkugeiranum og mörgum fleiri greinum þá höfum við öll tækifæri í hendi að efla hér atvinnulífið og það mun styrkja krónuna og gefa henni einhvern stöðugleika, hvort sem það eru höft eða ekki.”Þannig að við eigum ekkert erindi í Evrópusambandið að svo stöddu? „Alls ekki.“ Samanburður á hagtölum staðfesta orð Skúla. Samanburður sem birtist t.d. vikulega aftast í vikuritinu The Economist, sýnir svart á hvítu að tölur um atvinnuleysi og hagvöxt eru betri á Íslandi en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins um þessar mundir. Ef evrusvæðið er skoðað, þ.e. þau 18 ríki sem nota evruna, þá var meðalhagvöxtur 0,8 prósent á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi þessa árs og atvinnuleysi var 11,5 prósent. Á Íslandi var 2,4 prósenta hagvöxtur og atvinnuleysið 3 prósent. Mistök gerð eftir eftir lögfestingu hafta Skúli segir að gerð hafi verið mistök eftir að höftin voru lögfest með breytingu á lögum um gjaldeyrismál hinn 28. nóvember 2008. „Ég held að stærstu mistökin hafi falist í því að tala óskýrt um það hvað það tæki langan tíma að afnema höftin. Við hefðum frekar átt að segja að það tæki tíu ár. Það sem er óþægilegt fyrir viðskiptalífið er þegar leikreglurnar breytast skyndilega. Ef þú lendir í því að bíða alltaf, ef höftin fara muni krónan veikjast og þú bíður með fjárfestingar og dregur lappirnar með ákveðnar aðgerðir, það er mjög slæmt. Ef við vitum að leikreglurnar eru skýrar næstu tíu árin þá er hægt að búa við höftin, en að sjálfsögðu vil ég losna við þau.“Viðtalið við Skúla Mogensen í Klinkinu. Klinkið Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Skúli Mogensen eigandi og forstjóri Wow Air segir að Íslendingar eigi ekkert erindi í Evrópusambandið á næstunni og vel sé hægt að byggja áfram upp blómlegt atvinnulíf með krónuna sem gjaldmiðil.Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í nýjasta Klinkinu. „Ég held tvímælalaust að krónan sé mjög góð til síns brúks allavega næstu tíu árin. Í stað þess að vandræðast með krónuna, fram og til baka, þá er mikilvægt að taka ákvörðun og vinna eftir henni. Ef við horfum til Evrópu þá er alveg ljóst að við stöndum miklu betur en flest ríki Evrópu eins og staðan er í dag,“ segir Skúli i þættinum. Flest ríki Evrópusambandsins? „Já. Miðað við tækifærin sem Ísland hefur, sem þegar hefur komið í ljós í ferðaþjónustu, í sjávarútvegi, í orkugeiranum og mörgum fleiri greinum þá höfum við öll tækifæri í hendi að efla hér atvinnulífið og það mun styrkja krónuna og gefa henni einhvern stöðugleika, hvort sem það eru höft eða ekki.”Þannig að við eigum ekkert erindi í Evrópusambandið að svo stöddu? „Alls ekki.“ Samanburður á hagtölum staðfesta orð Skúla. Samanburður sem birtist t.d. vikulega aftast í vikuritinu The Economist, sýnir svart á hvítu að tölur um atvinnuleysi og hagvöxt eru betri á Íslandi en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins um þessar mundir. Ef evrusvæðið er skoðað, þ.e. þau 18 ríki sem nota evruna, þá var meðalhagvöxtur 0,8 prósent á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi þessa árs og atvinnuleysi var 11,5 prósent. Á Íslandi var 2,4 prósenta hagvöxtur og atvinnuleysið 3 prósent. Mistök gerð eftir eftir lögfestingu hafta Skúli segir að gerð hafi verið mistök eftir að höftin voru lögfest með breytingu á lögum um gjaldeyrismál hinn 28. nóvember 2008. „Ég held að stærstu mistökin hafi falist í því að tala óskýrt um það hvað það tæki langan tíma að afnema höftin. Við hefðum frekar átt að segja að það tæki tíu ár. Það sem er óþægilegt fyrir viðskiptalífið er þegar leikreglurnar breytast skyndilega. Ef þú lendir í því að bíða alltaf, ef höftin fara muni krónan veikjast og þú bíður með fjárfestingar og dregur lappirnar með ákveðnar aðgerðir, það er mjög slæmt. Ef við vitum að leikreglurnar eru skýrar næstu tíu árin þá er hægt að búa við höftin, en að sjálfsögðu vil ég losna við þau.“Viðtalið við Skúla Mogensen í Klinkinu.
Klinkið Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira