Aron: Miðað við hvernig við spiluðum áttum við að skora 30 mörk Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2014 19:26 Aron Kristjánsson á hliðarlínunni gegn Ísrael. vísir/vilhelm „Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ná ekki í eitt stig að minnsta kosti,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi, en strákarnir okkar töpuðu fyrir Svartfellingum ytra, 25-24, í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2016 í dag. „Við byrjum leikinn af miklum krafti og það var mikil stemning í liðinu, en svo ná Svartfellingarnir að vinna sig inn í þetta. Tæknifeilarnir voru alveg að fara með þetta hjá okkur.“ „Þeir voru að gefa okkur hálfar línusendingar en við hentum því frá okkur. Svo öll dauðafærin sem við klikkuðum á, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Íslenska liðið byrjaði varnarleikinn vel, en hann var kaflaskiptur. Verst fannst Aroni þegar heimamenn voru að ná mörgum eftir langar sóknir. „Þeir voru ráðalausir í sóknareiknum og við eigum að geta refsað betur fyrir það. En það er erfitt þegar menn þurfa að standa vörnina svona lengi því þeir fengu alltaf tvöfaldan séns á öllu,“ segir Aron. „Mér fannst við standa vörnina vel og markvarslan var fín til að byrja með en svo datt Aron Rafn niður. Bjöggi kom inn undir lokin og varði vel þannig í heildina er ekkert yfir markvörslunni að kvarta. Varnarleikurinn var of mikið næstum því. Við vorum oft hálfu skrefi á eftir.“ „Við hefðum átt að refsa þeim betur. Í seinni hálfleik vorum við að spila þessa vörn hjá þeim sundur og saman. Við gerðum bara mikið af mistökum í hraðaupphlaupunum og köstuðum þar boltanum frá okkur. Svo fórum við illa með dauðafæri. Markvörðurinn þeirra var líka að verja vel.“ Landsliðsþjálfari var ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og voru nálægt því að ná í stig eftir að lenda mest fimm mörkum undir, 18-13. „Þeir komast of auðveldlega í fjögurra til fimm marka forystu, en við náum að spyrna við sem var gríðarlega mikilvægt. Ef maður þarf að tapa svona leik er mikilvægt að tapa bara með einu því þessi innbyrðis viðureign gæti reynst dýrmæt,“ segir Aron, en með tveggja marka sigri á Svartfellingum í Laugardalshöll standa okkar strákar þeim framar í riðlinum endi liðin með jafnmörg stig. „Það voru tæknifeilarnir og færanýtingin sem fór með þetta hjá okkur í dag. Miðað við hvernig spilið var í leiknum þá áttum við að skora 30 mörk og það hefði dugað til að vinna þennan leik,“ segir Aron Kristjánsson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
„Það eru auðvitað mikil vonbrigði að ná ekki í eitt stig að minnsta kosti,“ segir AronKristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Vísi, en strákarnir okkar töpuðu fyrir Svartfellingum ytra, 25-24, í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2016 í dag. „Við byrjum leikinn af miklum krafti og það var mikil stemning í liðinu, en svo ná Svartfellingarnir að vinna sig inn í þetta. Tæknifeilarnir voru alveg að fara með þetta hjá okkur.“ „Þeir voru að gefa okkur hálfar línusendingar en við hentum því frá okkur. Svo öll dauðafærin sem við klikkuðum á, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Íslenska liðið byrjaði varnarleikinn vel, en hann var kaflaskiptur. Verst fannst Aroni þegar heimamenn voru að ná mörgum eftir langar sóknir. „Þeir voru ráðalausir í sóknareiknum og við eigum að geta refsað betur fyrir það. En það er erfitt þegar menn þurfa að standa vörnina svona lengi því þeir fengu alltaf tvöfaldan séns á öllu,“ segir Aron. „Mér fannst við standa vörnina vel og markvarslan var fín til að byrja með en svo datt Aron Rafn niður. Bjöggi kom inn undir lokin og varði vel þannig í heildina er ekkert yfir markvörslunni að kvarta. Varnarleikurinn var of mikið næstum því. Við vorum oft hálfu skrefi á eftir.“ „Við hefðum átt að refsa þeim betur. Í seinni hálfleik vorum við að spila þessa vörn hjá þeim sundur og saman. Við gerðum bara mikið af mistökum í hraðaupphlaupunum og köstuðum þar boltanum frá okkur. Svo fórum við illa með dauðafæri. Markvörðurinn þeirra var líka að verja vel.“ Landsliðsþjálfari var ánægður með hvernig strákarnir komu til baka og voru nálægt því að ná í stig eftir að lenda mest fimm mörkum undir, 18-13. „Þeir komast of auðveldlega í fjögurra til fimm marka forystu, en við náum að spyrna við sem var gríðarlega mikilvægt. Ef maður þarf að tapa svona leik er mikilvægt að tapa bara með einu því þessi innbyrðis viðureign gæti reynst dýrmæt,“ segir Aron, en með tveggja marka sigri á Svartfellingum í Laugardalshöll standa okkar strákar þeim framar í riðlinum endi liðin með jafnmörg stig. „Það voru tæknifeilarnir og færanýtingin sem fór með þetta hjá okkur í dag. Miðað við hvernig spilið var í leiknum þá áttum við að skora 30 mörk og það hefði dugað til að vinna þennan leik,“ segir Aron Kristjánsson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 25-24 | Vonbrigði í Bar Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi ytra í dag, en leikur íslenska liðsins olli vonbrigðum. 2. nóvember 2014 16:09
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni