Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2014 19:45 Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum, aðeins hálfu ári eftir að það tók til starfa. Í hugum landsmanna er Fáskrúðsfjörður franski bærinn á Íslandi. Þar var enda ein helsta miðstöð franskra skútusjómanna á Austfjörðum á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Þar þróaðist mállýska sem kölluð var Fáskrúðsfjarðarfranska sem Íslendingar og Frakkar notuðu í samskiptum sín á milli. Víða í bænum er minnt á franska tímann, götuheitin til dæmis einnig skrifuð upp á frönsku. Endurbygging franska spítalans á vegum Minjaverndar markar þáttaskil en í húsinu var opnað 26 herbergja hótel í vor í nafni Fosshótela en einnig safn um frönsku sjómennina og spítalann. Berglind Ósk Agnarsdóttir staðarleiðsögumaður segir að með þessu vilji menn heiðra sögu Frakka.Berglind Ósk Agnarsdóttir, staðarleiðsögumaður á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjómennirnir komu frá Bretagne-skaga og þar er enn haldin Íslendingahátíð á hverju ári. Þannig segir Berglind magnað að upplifa hvað þessi saga sé einnig kær Frökkum. Fáskrúðsfirðingar fundu það í sumar að uppbyggingin trekkti að ferðamenn. Franskir ferðamenn kaupa sér ferð í Frakklandi og koma með rútu í Norrænu, að sögn Berglindar. Þorsteinn Bjarnason byggingarmeistari er að reisa nýtt þriggja hæða hús í gömlum stíl fyrir Minjavernd við hlið franska spítalans til að fjölga gistiherbergjum um 21. Fleiri herbergi vantar til að geta tekið á móti hópum. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að 8.000 þúsund manns hafi heimsótt safnið frá því það var opnað snemma sumars. Það segi allt um það hvað þetta dragi til sín. „Þetta var mikil breyting í sumar. Hér var bara allt fullt af ferðafólki sem ekki hefur verið áður,“ sagði Þorsteinn. Fjallað verður um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Þorsteinn Bjarnason, byggingameistari á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum, aðeins hálfu ári eftir að það tók til starfa. Í hugum landsmanna er Fáskrúðsfjörður franski bærinn á Íslandi. Þar var enda ein helsta miðstöð franskra skútusjómanna á Austfjörðum á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Þar þróaðist mállýska sem kölluð var Fáskrúðsfjarðarfranska sem Íslendingar og Frakkar notuðu í samskiptum sín á milli. Víða í bænum er minnt á franska tímann, götuheitin til dæmis einnig skrifuð upp á frönsku. Endurbygging franska spítalans á vegum Minjaverndar markar þáttaskil en í húsinu var opnað 26 herbergja hótel í vor í nafni Fosshótela en einnig safn um frönsku sjómennina og spítalann. Berglind Ósk Agnarsdóttir staðarleiðsögumaður segir að með þessu vilji menn heiðra sögu Frakka.Berglind Ósk Agnarsdóttir, staðarleiðsögumaður á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjómennirnir komu frá Bretagne-skaga og þar er enn haldin Íslendingahátíð á hverju ári. Þannig segir Berglind magnað að upplifa hvað þessi saga sé einnig kær Frökkum. Fáskrúðsfirðingar fundu það í sumar að uppbyggingin trekkti að ferðamenn. Franskir ferðamenn kaupa sér ferð í Frakklandi og koma með rútu í Norrænu, að sögn Berglindar. Þorsteinn Bjarnason byggingarmeistari er að reisa nýtt þriggja hæða hús í gömlum stíl fyrir Minjavernd við hlið franska spítalans til að fjölga gistiherbergjum um 21. Fleiri herbergi vantar til að geta tekið á móti hópum. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að 8.000 þúsund manns hafi heimsótt safnið frá því það var opnað snemma sumars. Það segi allt um það hvað þetta dragi til sín. „Þetta var mikil breyting í sumar. Hér var bara allt fullt af ferðafólki sem ekki hefur verið áður,“ sagði Þorsteinn. Fjallað verður um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Þorsteinn Bjarnason, byggingameistari á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00