Menntamálaráðherra sigraði Steinda Jr. og Fjallið í troðslukeppni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. nóvember 2014 16:32 Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og ráðherra íþróttamála í landinu, vann troðslukeppni á vegum Körfuknattleikssambands Íslands í dag. Illugi lagði þar ekki ómerkari menn en Steinda Jr. grínista og Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og fyrrum körfuboltamann. Menntamálaráðherra þrumaði niður fallegri troðslu, klæddur í skyrtu og með bindi. Hann notaði þó trampólín sér til hjálpar.Hægt er að sjá myndbönd af troðslunum neðst í fréttinni.Steindi setti tunguna út í loftinu að hætti Michael Jordan.vísir/pjeturSteindi Jr. tróð einnig með tilþrifum og hékk í hringnum og öskraði. Steindi var klæddur í Los Angeles Lakers treyju, merkta Kobe Bryant. Steindi þótti á sínum tíma ansi liðtækur í handbolta en var ekki frægur fyrir körfuknattleiksiðkun. Steindi er úr Mosfellsbæ og þar hefur handboltinn notið vinsælda, eins og rapparinn Dóri DNA kom inn á í lagi sínu Mosó. „Í Mosó ertu góður í skóla eða góður í handbolta.“Fjallið tróð af miklum styrk.vísir/pjeturHafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, þurfti ekkert trampólín fyrir sína troðslu. Hann vippaði sér upp og tróð með tilþrifum, enda var hann ákaflega efnilegur spilari hér um árið.Hafþór, Illugi og Steindi voru léttir.vísir/pjeturHafþór lék meðal annars með Breiðablik, FSu og KR. Hann var í yngri landsliðum Íslands og hafa einhverjir stungið upp á því í gamni að hann ætti að gefa kost á sér í landsliðið sem tekur þátt í úrslitum Evrópukeppninnar næsta sumar. Tilefnið að þessari troðslukeppni var kynning á nýjum styrktaraðila KKÍ. DHL Express mun styðja landsliðið til þriggja ára og kemur styrkurinn sér væntanlega vel fyrir komandi verkefni, en næstu opinberu leikir landsliðsins eru á Evrópumótinu. Árangur landsliðsins hefur vakið mikla athygli erlendis, enda þykir mönnum fréttnæmt að jafn lítil þjóð geti náð jafn miklum árangri í jafn vinsælli og útbreiddri íþrótt. Illugi treður með tilþrifum.vísir/pjeturTroðsla Illuga: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Steinda: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Hafþórs: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og ráðherra íþróttamála í landinu, vann troðslukeppni á vegum Körfuknattleikssambands Íslands í dag. Illugi lagði þar ekki ómerkari menn en Steinda Jr. grínista og Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og fyrrum körfuboltamann. Menntamálaráðherra þrumaði niður fallegri troðslu, klæddur í skyrtu og með bindi. Hann notaði þó trampólín sér til hjálpar.Hægt er að sjá myndbönd af troðslunum neðst í fréttinni.Steindi setti tunguna út í loftinu að hætti Michael Jordan.vísir/pjeturSteindi Jr. tróð einnig með tilþrifum og hékk í hringnum og öskraði. Steindi var klæddur í Los Angeles Lakers treyju, merkta Kobe Bryant. Steindi þótti á sínum tíma ansi liðtækur í handbolta en var ekki frægur fyrir körfuknattleiksiðkun. Steindi er úr Mosfellsbæ og þar hefur handboltinn notið vinsælda, eins og rapparinn Dóri DNA kom inn á í lagi sínu Mosó. „Í Mosó ertu góður í skóla eða góður í handbolta.“Fjallið tróð af miklum styrk.vísir/pjeturHafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, þurfti ekkert trampólín fyrir sína troðslu. Hann vippaði sér upp og tróð með tilþrifum, enda var hann ákaflega efnilegur spilari hér um árið.Hafþór, Illugi og Steindi voru léttir.vísir/pjeturHafþór lék meðal annars með Breiðablik, FSu og KR. Hann var í yngri landsliðum Íslands og hafa einhverjir stungið upp á því í gamni að hann ætti að gefa kost á sér í landsliðið sem tekur þátt í úrslitum Evrópukeppninnar næsta sumar. Tilefnið að þessari troðslukeppni var kynning á nýjum styrktaraðila KKÍ. DHL Express mun styðja landsliðið til þriggja ára og kemur styrkurinn sér væntanlega vel fyrir komandi verkefni, en næstu opinberu leikir landsliðsins eru á Evrópumótinu. Árangur landsliðsins hefur vakið mikla athygli erlendis, enda þykir mönnum fréttnæmt að jafn lítil þjóð geti náð jafn miklum árangri í jafn vinsælli og útbreiddri íþrótt. Illugi treður með tilþrifum.vísir/pjeturTroðsla Illuga: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Steinda: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands. Troðsla Hafþórs: Post by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira