Guðjón Valur: Það skiptir engu máli hvernig við komust á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2014 22:07 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er gríðarlega ánægður með fréttirnar um að íslenska handboltalandsliðið verði með á HM í Katar í janúar. Framkvæmdastjórn Alþjóðahandboltasambandsins hleypti Íslandi inn bakdyramegin á mótið í kvöld. „Ég er bara ótrúlega glaður að geta hætt að svekkja mig á þessum Bosníuleik sem síðan skipti engu máli. Nei, nei. Þetta er bara gleði og gaman að við séum að fara á HM. En það er náttúrulega búinn að vera óþarflega mikill farsi í kringum þetta,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við Hauk Harðarson á vefsíðu RÚV í kvöld. „Við erum ekkert með skottið á milli lappanna heldur er það bara kassinn út og hausinn upp. Við mætum klárir til leiks og fáum góðan tíma til að undirbúa okkur. Hann verður bara nýttur vel og ég hef engar áhyggjur af öðru en að menn mætir tilbúnir og klárir," sagði Guðjón Valur og bætti við: „Sambandið er bæði búið að leggja mikla vinnu og mikinn pening í það að halda okkar máli gangandi og ég held að það sé að skila okkur þessu núna. Ég alveg klár á því að menn vilji spili fyrir Íslands hönd á HM," sagði Guðjón Valur. „Það skiptir engu máli hvernig við komust á HM. Við erum þarna og þá erum við þarna til að spila og ná árangri burt séð frá því hvort við komum inn á "wild cardi", fáum sætið gefins eða vinnum okkur fyrir því þá höfum við alveg jafnmikinn þátttökurétt og aðrar þjóðir," sagði Guðjón Valur. „Við erum að hugsa um HM og viljum standa okkur þar en þetta er líka mikilvægt í að halda okkur inni á stórmótunum því þar viljum við vera," sagði Guðjón Valur. Hvernig heldur hann að Svíþjóð og Frakkland taki því að fá Ísland inn í riðilinn í staðinn fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmin? „Ég var að tala við Nikola Karabatic áðan. Hann samgladdist mér en var ekki glaður fyrir hönd Frakka eða hinna liðanna í riðlinum. Það skiptir okkur engu máli eða hvernig hinar þjóðirnar líta á þetta miðað við það hvernig IHF hefur hagað sér í þessu máli," sagði Guðjón Valur og útskýrði það frekar. „Við vitum það að við töpuðum fyrir Bosníu og áttum ekki að fara á mótið en svo fór einhver farsi í gang þar sem var vísvitandi reynt að halda okkur frá HM þangað til að það var ekki lengur hægt. Við lítum svo á að það eru þjóðir sem eru að detta út eða ætluðu ekki að fara á HM. Þá eigum við rétt á því að koma inn sem varaþjóð Evrópu," sagði Guðjón Valur. „Það eru mýmörg dæmi um það að þjóðir hafi staðið sig vel þegar þær hafa komið inn á síðustu stundu eins og Danir í fótboltanum þegar þeir urðu Evrópumeistarar. Við gerðum það líka á Ólympíuleikunum 1992. Við getum því litið í söguna og vonað að það hjálpi okkur," sagði Guðjón Valur. „Ef við komum með því hugarfari að það sé verið að gefa okkur eitthvað þá er það ekki þannig. Við erum bara á leiðinni á HM og höfum alveg jafnmikinn rétt og heimsmeistararnir. Við erum þarna og verðum þarna til þess að standa okkur. Við lítum bara til framtíðar," sagði Guðjón Valur. Möguleikar Íslands um að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó 2016 aukast mikið með því að fá að vera með á HM í Katar en þar eru sæti í boði þangað inn. „Við getum spilað okkur inn í undankeppnina á þessu móti en við erum ekki að farna þarna til þess að tryggja okkur inn á Ólympíuleika. Við erum að fara þangað til þess að spila gott HM. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við eigum ekki að hugsa um önnur mót heldur fyrst og fremst um þetta mót," sagði Guðjón Valur. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30 Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20 Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar. 21. nóvember 2014 20:53 Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27 Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. 21. nóvember 2014 20:30 IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er gríðarlega ánægður með fréttirnar um að íslenska handboltalandsliðið verði með á HM í Katar í janúar. Framkvæmdastjórn Alþjóðahandboltasambandsins hleypti Íslandi inn bakdyramegin á mótið í kvöld. „Ég er bara ótrúlega glaður að geta hætt að svekkja mig á þessum Bosníuleik sem síðan skipti engu máli. Nei, nei. Þetta er bara gleði og gaman að við séum að fara á HM. En það er náttúrulega búinn að vera óþarflega mikill farsi í kringum þetta,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við Hauk Harðarson á vefsíðu RÚV í kvöld. „Við erum ekkert með skottið á milli lappanna heldur er það bara kassinn út og hausinn upp. Við mætum klárir til leiks og fáum góðan tíma til að undirbúa okkur. Hann verður bara nýttur vel og ég hef engar áhyggjur af öðru en að menn mætir tilbúnir og klárir," sagði Guðjón Valur og bætti við: „Sambandið er bæði búið að leggja mikla vinnu og mikinn pening í það að halda okkar máli gangandi og ég held að það sé að skila okkur þessu núna. Ég alveg klár á því að menn vilji spili fyrir Íslands hönd á HM," sagði Guðjón Valur. „Það skiptir engu máli hvernig við komust á HM. Við erum þarna og þá erum við þarna til að spila og ná árangri burt séð frá því hvort við komum inn á "wild cardi", fáum sætið gefins eða vinnum okkur fyrir því þá höfum við alveg jafnmikinn þátttökurétt og aðrar þjóðir," sagði Guðjón Valur. „Við erum að hugsa um HM og viljum standa okkur þar en þetta er líka mikilvægt í að halda okkur inni á stórmótunum því þar viljum við vera," sagði Guðjón Valur. Hvernig heldur hann að Svíþjóð og Frakkland taki því að fá Ísland inn í riðilinn í staðinn fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmin? „Ég var að tala við Nikola Karabatic áðan. Hann samgladdist mér en var ekki glaður fyrir hönd Frakka eða hinna liðanna í riðlinum. Það skiptir okkur engu máli eða hvernig hinar þjóðirnar líta á þetta miðað við það hvernig IHF hefur hagað sér í þessu máli," sagði Guðjón Valur og útskýrði það frekar. „Við vitum það að við töpuðum fyrir Bosníu og áttum ekki að fara á mótið en svo fór einhver farsi í gang þar sem var vísvitandi reynt að halda okkur frá HM þangað til að það var ekki lengur hægt. Við lítum svo á að það eru þjóðir sem eru að detta út eða ætluðu ekki að fara á HM. Þá eigum við rétt á því að koma inn sem varaþjóð Evrópu," sagði Guðjón Valur. „Það eru mýmörg dæmi um það að þjóðir hafi staðið sig vel þegar þær hafa komið inn á síðustu stundu eins og Danir í fótboltanum þegar þeir urðu Evrópumeistarar. Við gerðum það líka á Ólympíuleikunum 1992. Við getum því litið í söguna og vonað að það hjálpi okkur," sagði Guðjón Valur. „Ef við komum með því hugarfari að það sé verið að gefa okkur eitthvað þá er það ekki þannig. Við erum bara á leiðinni á HM og höfum alveg jafnmikinn rétt og heimsmeistararnir. Við erum þarna og verðum þarna til þess að standa okkur. Við lítum bara til framtíðar," sagði Guðjón Valur. Möguleikar Íslands um að komast inn á Ólympíuleikana í Ríó 2016 aukast mikið með því að fá að vera með á HM í Katar en þar eru sæti í boði þangað inn. „Við getum spilað okkur inn í undankeppnina á þessu móti en við erum ekki að farna þarna til þess að tryggja okkur inn á Ólympíuleika. Við erum að fara þangað til þess að spila gott HM. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við eigum ekki að hugsa um önnur mót heldur fyrst og fremst um þetta mót," sagði Guðjón Valur.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30 Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20 Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar. 21. nóvember 2014 20:53 Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27 Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. 21. nóvember 2014 20:30 IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Leik lokið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30
Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20
Guðmundur B. Ólafsson: Ég þarf ekki að tala Aron Pálmarsson til Aron Pálmarsson verður með íslenska landsliðinu á HM í handbolta í Katar þrátt fyrir ummæli í vikunni um að hann nennti ekki að koma inn á HM sem einhver varaþjóð. Formaður HSÍ hefur engar áhyggjur af því að Aron verði ekki klár í verkefnið en Ísland fékk í dag sæti á HM í Katar í janúar. 21. nóvember 2014 20:53
Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27
Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. 21. nóvember 2014 20:30
IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti