Arna Sif: Við eigum skilið að fara alla leið á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2014 18:45 Vísir/Ernir Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015. Karen fór á kostum í sigrunum á Ítalíu og skoraði tuttugu mörk í þessum tveimur mikilvægu leikjum. „Ef við hefðum verið að spila á móti sterkari þjóð en Ítalíu þá hefði okkur verið refsað meira," sagði Karen sem er greinilega að hugsa um að halda sínum stelpum á jörðinni. „Við ætlum að skoða lið Makedóníu aðeins betur á fundi seinni partinn. Við vorum hingað til bara búnar að einbeita okkur að Ítalíuleikjunum þannig að nú þurfum við að setja fókus á Makedóníu," sagði Karen í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. „Fyrir fram er ekki hægt að segja neitt klárt um leikinn. Ég held samt að þær geti meira en þær sýndu á móti Ítalíu þannig að við þurfum að mæta hundrað prósent einbeittar til að ná í þetta eina stig sem okkur vantar. Helst viljum við þó ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Arna Sif Pálsdóttir. Guðjón spurði Karen hreint úr um það hvort íslenska liðið væri nógu gott til að komast í gegnum umspilið um sæti á HM 2015. „Við þurfum að bíða og sjá hvort að við séum nógu góðar til þess að komast í úrslitakeppnina en við erum búnar að fá fullt af leikmönnum til baka. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki komnar það langt en við höfum ár," sagði Karen. Guðjón ræddi líka við Karen um lífið í Frakklandi þar sem að hún spilar nú með Nice. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk menningarsjokk en Frakkarnir eru rosalega almennilegir við mig og hafa gefið mér tíma til að aðlagast. Það gengur rosalega vel," sagði Karen. „Ég hef verið í betra formi því ég hef verið að glíma við svolítið meiðsli í vetur og er ekki búin að æfa hundrað prósent. Ég er aftur á móti búin að æfa miklu meiri handbolta en ég hef áður gert og það er að skila sér inn á vellinum," sagði Karen. Guðjón Spurði Örnu Sif hvort hún væri ánægð með standið á íslenska landsliðinu í dag. „Já ég myndi segja það. Leikmennirnir sem eru að koma til baka úr meiðslum, Rut og Karen, eru að standa sig rosalega vel. Flora er flott í markinu og mér finnst við allar vera að sýna sitt besta," sagði Arna Sif og bætti við: „Ísland á algjörlega erindi í úrslitakeppni HM og við erum á uppleið. Við eigum skilið að fara alla leið á HM," sagði Arna Sif en það er hægt að sjá allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015. Karen fór á kostum í sigrunum á Ítalíu og skoraði tuttugu mörk í þessum tveimur mikilvægu leikjum. „Ef við hefðum verið að spila á móti sterkari þjóð en Ítalíu þá hefði okkur verið refsað meira," sagði Karen sem er greinilega að hugsa um að halda sínum stelpum á jörðinni. „Við ætlum að skoða lið Makedóníu aðeins betur á fundi seinni partinn. Við vorum hingað til bara búnar að einbeita okkur að Ítalíuleikjunum þannig að nú þurfum við að setja fókus á Makedóníu," sagði Karen í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. „Fyrir fram er ekki hægt að segja neitt klárt um leikinn. Ég held samt að þær geti meira en þær sýndu á móti Ítalíu þannig að við þurfum að mæta hundrað prósent einbeittar til að ná í þetta eina stig sem okkur vantar. Helst viljum við þó ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Arna Sif Pálsdóttir. Guðjón spurði Karen hreint úr um það hvort íslenska liðið væri nógu gott til að komast í gegnum umspilið um sæti á HM 2015. „Við þurfum að bíða og sjá hvort að við séum nógu góðar til þess að komast í úrslitakeppnina en við erum búnar að fá fullt af leikmönnum til baka. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki komnar það langt en við höfum ár," sagði Karen. Guðjón ræddi líka við Karen um lífið í Frakklandi þar sem að hún spilar nú með Nice. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk menningarsjokk en Frakkarnir eru rosalega almennilegir við mig og hafa gefið mér tíma til að aðlagast. Það gengur rosalega vel," sagði Karen. „Ég hef verið í betra formi því ég hef verið að glíma við svolítið meiðsli í vetur og er ekki búin að æfa hundrað prósent. Ég er aftur á móti búin að æfa miklu meiri handbolta en ég hef áður gert og það er að skila sér inn á vellinum," sagði Karen. Guðjón Spurði Örnu Sif hvort hún væri ánægð með standið á íslenska landsliðinu í dag. „Já ég myndi segja það. Leikmennirnir sem eru að koma til baka úr meiðslum, Rut og Karen, eru að standa sig rosalega vel. Flora er flott í markinu og mér finnst við allar vera að sýna sitt besta," sagði Arna Sif og bætti við: „Ísland á algjörlega erindi í úrslitakeppni HM og við erum á uppleið. Við eigum skilið að fara alla leið á HM," sagði Arna Sif en það er hægt að sjá allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira