Arna Sif: Við eigum skilið að fara alla leið á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2014 18:45 Vísir/Ernir Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015. Karen fór á kostum í sigrunum á Ítalíu og skoraði tuttugu mörk í þessum tveimur mikilvægu leikjum. „Ef við hefðum verið að spila á móti sterkari þjóð en Ítalíu þá hefði okkur verið refsað meira," sagði Karen sem er greinilega að hugsa um að halda sínum stelpum á jörðinni. „Við ætlum að skoða lið Makedóníu aðeins betur á fundi seinni partinn. Við vorum hingað til bara búnar að einbeita okkur að Ítalíuleikjunum þannig að nú þurfum við að setja fókus á Makedóníu," sagði Karen í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. „Fyrir fram er ekki hægt að segja neitt klárt um leikinn. Ég held samt að þær geti meira en þær sýndu á móti Ítalíu þannig að við þurfum að mæta hundrað prósent einbeittar til að ná í þetta eina stig sem okkur vantar. Helst viljum við þó ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Arna Sif Pálsdóttir. Guðjón spurði Karen hreint úr um það hvort íslenska liðið væri nógu gott til að komast í gegnum umspilið um sæti á HM 2015. „Við þurfum að bíða og sjá hvort að við séum nógu góðar til þess að komast í úrslitakeppnina en við erum búnar að fá fullt af leikmönnum til baka. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki komnar það langt en við höfum ár," sagði Karen. Guðjón ræddi líka við Karen um lífið í Frakklandi þar sem að hún spilar nú með Nice. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk menningarsjokk en Frakkarnir eru rosalega almennilegir við mig og hafa gefið mér tíma til að aðlagast. Það gengur rosalega vel," sagði Karen. „Ég hef verið í betra formi því ég hef verið að glíma við svolítið meiðsli í vetur og er ekki búin að æfa hundrað prósent. Ég er aftur á móti búin að æfa miklu meiri handbolta en ég hef áður gert og það er að skila sér inn á vellinum," sagði Karen. Guðjón Spurði Örnu Sif hvort hún væri ánægð með standið á íslenska landsliðinu í dag. „Já ég myndi segja það. Leikmennirnir sem eru að koma til baka úr meiðslum, Rut og Karen, eru að standa sig rosalega vel. Flora er flott í markinu og mér finnst við allar vera að sýna sitt besta," sagði Arna Sif og bætti við: „Ísland á algjörlega erindi í úrslitakeppni HM og við erum á uppleið. Við eigum skilið að fara alla leið á HM," sagði Arna Sif en það er hægt að sjá allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015. Karen fór á kostum í sigrunum á Ítalíu og skoraði tuttugu mörk í þessum tveimur mikilvægu leikjum. „Ef við hefðum verið að spila á móti sterkari þjóð en Ítalíu þá hefði okkur verið refsað meira," sagði Karen sem er greinilega að hugsa um að halda sínum stelpum á jörðinni. „Við ætlum að skoða lið Makedóníu aðeins betur á fundi seinni partinn. Við vorum hingað til bara búnar að einbeita okkur að Ítalíuleikjunum þannig að nú þurfum við að setja fókus á Makedóníu," sagði Karen í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. „Fyrir fram er ekki hægt að segja neitt klárt um leikinn. Ég held samt að þær geti meira en þær sýndu á móti Ítalíu þannig að við þurfum að mæta hundrað prósent einbeittar til að ná í þetta eina stig sem okkur vantar. Helst viljum við þó ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Arna Sif Pálsdóttir. Guðjón spurði Karen hreint úr um það hvort íslenska liðið væri nógu gott til að komast í gegnum umspilið um sæti á HM 2015. „Við þurfum að bíða og sjá hvort að við séum nógu góðar til þess að komast í úrslitakeppnina en við erum búnar að fá fullt af leikmönnum til baka. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki komnar það langt en við höfum ár," sagði Karen. Guðjón ræddi líka við Karen um lífið í Frakklandi þar sem að hún spilar nú með Nice. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk menningarsjokk en Frakkarnir eru rosalega almennilegir við mig og hafa gefið mér tíma til að aðlagast. Það gengur rosalega vel," sagði Karen. „Ég hef verið í betra formi því ég hef verið að glíma við svolítið meiðsli í vetur og er ekki búin að æfa hundrað prósent. Ég er aftur á móti búin að æfa miklu meiri handbolta en ég hef áður gert og það er að skila sér inn á vellinum," sagði Karen. Guðjón Spurði Örnu Sif hvort hún væri ánægð með standið á íslenska landsliðinu í dag. „Já ég myndi segja það. Leikmennirnir sem eru að koma til baka úr meiðslum, Rut og Karen, eru að standa sig rosalega vel. Flora er flott í markinu og mér finnst við allar vera að sýna sitt besta," sagði Arna Sif og bætti við: „Ísland á algjörlega erindi í úrslitakeppni HM og við erum á uppleið. Við eigum skilið að fara alla leið á HM," sagði Arna Sif en það er hægt að sjá allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira