Valgarð og Sif valin fimleikafólk ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2014 15:00 Sif Pálsdóttir vann silfur á EM með íslenska hópfimleikalandsliðinu. Vísir/Valli Valgarð Reinhardsson, 18 ára fimleikamaður úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, 27 ára hópfimleikakona úr Gerplu hafa verið valin fimleikafólk ársins 2014 af stjórn Fimleikasambands Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.Norma Dögg Róbertsdóttir fékk verðlaun fyrir "Afrek ársins" fyrir að ná 18. sæti í stökki á heimsmeistaramótinu í Kína í október. Hún var þar efst kvenna frá Norðurlöndum og sjötti Evrópubúinn sem vakti mikla athygli í svo sterkri keppni, með einkunnina 14.1 stig.Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu sem fram fór á Íslandi í október 2014 og fékk verðlaunin "Lið ársins."Valgarð Reinhardsson kom upp úr unglingaflokki á árinu og keppti á sínu fyrsta ári í karlaflokki með miklum glæsibrag. Valgarð stundar fimleika hjá fimleikafélaginu Alta í Kanada, en félagið var kosið besta fimleikafélagið í Kanada árið 2013. Á sínu fyrsta ári varð hann í 12. sæti á kanadíska meistaramótinu og í 11. sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.Jón Sigurður Gunnarsson, fimleikamaður úr Ármanni, varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Daði Snær Pálsson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð og keppt með KFUM liðinu í Stokkhólmi síðan 2012.Sif Pálsdóttir vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í október. Sif gegndi lykilhlutverki í kvennalandsliðinu bæði innan vallar sem utan. Sif sýndi mikla áræðni og einurð þegar hún vann sig upp úr erfiðum meiðslum sem hún lenti í á undirbúningstímabili mótsins og skilaði æfingum sínum frábærlega á öllum áhöldum. Hún var valin fyrirliði liðsins af liðsfélögum sínum og sinnti því hlutverki af stakri prýði. Á árinu varð Sif einnig Íslands- og bikarmeistari félagsliða með kvennaliði Íþróttafélagsins Gerplu.Norma Dögg Róbertsdóttir er 18 ára fimleikakona úr Gerplu varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem er 15 ára fimleikakona úr Stjörnunni sem vann í ár til bronsverðlauna á Evrópumóti unglinga í hópfimleikum. Fimleikar Fréttir ársins 2014 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira
Valgarð Reinhardsson, 18 ára fimleikamaður úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, 27 ára hópfimleikakona úr Gerplu hafa verið valin fimleikafólk ársins 2014 af stjórn Fimleikasambands Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.Norma Dögg Róbertsdóttir fékk verðlaun fyrir "Afrek ársins" fyrir að ná 18. sæti í stökki á heimsmeistaramótinu í Kína í október. Hún var þar efst kvenna frá Norðurlöndum og sjötti Evrópubúinn sem vakti mikla athygli í svo sterkri keppni, með einkunnina 14.1 stig.Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu sem fram fór á Íslandi í október 2014 og fékk verðlaunin "Lið ársins."Valgarð Reinhardsson kom upp úr unglingaflokki á árinu og keppti á sínu fyrsta ári í karlaflokki með miklum glæsibrag. Valgarð stundar fimleika hjá fimleikafélaginu Alta í Kanada, en félagið var kosið besta fimleikafélagið í Kanada árið 2013. Á sínu fyrsta ári varð hann í 12. sæti á kanadíska meistaramótinu og í 11. sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.Jón Sigurður Gunnarsson, fimleikamaður úr Ármanni, varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Daði Snær Pálsson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð og keppt með KFUM liðinu í Stokkhólmi síðan 2012.Sif Pálsdóttir vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í október. Sif gegndi lykilhlutverki í kvennalandsliðinu bæði innan vallar sem utan. Sif sýndi mikla áræðni og einurð þegar hún vann sig upp úr erfiðum meiðslum sem hún lenti í á undirbúningstímabili mótsins og skilaði æfingum sínum frábærlega á öllum áhöldum. Hún var valin fyrirliði liðsins af liðsfélögum sínum og sinnti því hlutverki af stakri prýði. Á árinu varð Sif einnig Íslands- og bikarmeistari félagsliða með kvennaliði Íþróttafélagsins Gerplu.Norma Dögg Róbertsdóttir er 18 ára fimleikakona úr Gerplu varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem er 15 ára fimleikakona úr Stjörnunni sem vann í ár til bronsverðlauna á Evrópumóti unglinga í hópfimleikum.
Fimleikar Fréttir ársins 2014 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Sjá meira